Viðreisn -70,5% og BF-62,5%

Kosn2017Okt2BreytFylgi við stjórnmálaflokka flöktir eins og lauf í vindi núna, þar sem fall Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar er skýrast (sjá töflu)og launast þeim nú kinnhesturinn forðum.  Smærri miðflokkarnir æða upp, Flokkur fólksins og Miðflokkur Sigmundar Davíðs (tölur úr síðustu könnun þar). Samfylking og Vinstri Græn rjúka líka upp í moldviðri fjölmiðlanna.

Fróðlegt er hvort tilfinninga- rokið hafi róast við kosningar eftir þrjár vikur og að kosið verði eftir stefnumálum, eða nær tilviljanakennt eins og nú, jafnan eftir síðustu sjónvarpsfréttum. Konur Íslands hafa þó færst úr 40% fylgi við Vinstri græn í 35%, kannski vegna þess að Steingrímur J. og Svandís Svavarsdóttir láta nú á sér kræla og gera þá fólki ljóst að það kysi ekki einungis Katrínu Jakobsdóttur fullkomnu, heldur allan rótgróna rammsósíalista- pakkann. 

Fólk sem er hægra megin við miðju skilar lífsskoðun sinni best í kjörkassanum með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, til þess að líkur á markvissri stjórn verði sem bestar.


mbl.is X-M mælist með meira en X-B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða viðmið liggja til grunns þessum 106% Miðflokksins? Var hann til 2016 eins og þarna er gefið til kynna?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 12:11

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Jón Steinar. Ég tók sérstaklega fram með Miðflokkinn að þar eru tölurnar úr síðustu könnun, fyrst hann var ekki til árið 2016. Ég hafði líka töluna hallandi vegna sérstöðunnar. Það er nokkuð ljóst að hann æðir upp, en vissulega í lágum prósentustigum.

Ívar Pálsson, 7.10.2017 kl. 13:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ok. Athyglin ekki nógu skörp hjá mér.

Ég bíð í ofvæni eftir fylgi VG eftir að Steingrímur og Svandís fara að láta í sér heyra. Á þá von að Stokkhólmssyndróminu brái eilítið af fólki þá.

VG virðist samt leggja sig fram við að halda þeim í felum og tefla handbrúðunni fyrir sig. Það er engu líkara en að allur flokkurinn samanstandi af Katrínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 15:50

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Nú var VG-fólk að kjósa sér varaformann, háskólakennara í ferðamálafræðum, hafi ég tekið rétt eftir.  Eitthvað vantar nú upp á almennan kjörþokka þar.

Bjarni Jónsson, 7.10.2017 kl. 21:28

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nýi varamaðurinn er fyrrverandi Alþýðubandalagsmaður, hafi ég tekið rétt eftir. Það villir um fyrir fólki þetta kennitöluflakk vinstrimanna með huliðsnöfnum eins og vinstri grænir og samfylking. Þetta eru hvort tveggja sósíalistaflokkar og eldvígðir kommar.

Þeir kenna sig við "Félagshyggju" sem er jú ekkert annað en íslenskun á orðinu socialism. Fólk veit ekki betur og lætur blekkjast, enda blekking markmiðið. Ef þessir flokkar væru heiðarlegir þá hetu þeir Kommúnistaflokkur Íslands og Sósíalistaflokkur Íslands.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf heitið sjálfstæðisflokkur en vinstriflokkarnir hafa heitið ýmsum nöfnum sem forðast að lýsa eðli þeirra.

Vinatri grænir höfða kannski til þess hvað kjósendur eru grænir í neikvæðri merkingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2017 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband