Kunnuglegt innihaldið birtist

InnriGerd-JuanGattiKatrín Jakobsdóttir hjá Vinstri Grænum opinberar smám saman hvernig álögu- og bannstefna þeirra á að virka með auknum sköttum „á þá auðugustu“. Eldra fólk hefur hingað til talist þar vegna eigna, enda vill vinstri vængurinn líka skattleggja þær.

Nú þegar eru efstu 20% að greiða nettó- tekjuskatta fyrir neðri 2/3 hlutann, sem hlýtur að teljast almenningur. Þetta gerir Ísland eitt sósíalískasta ríkið í veröldinni, en það er ekki nóg fyrir VG. Nú skal spýta í lófana og ná í meira! Við vitum flest hvað þetta þýðir, að álögur aukast á flest fólk með góðar tekjur og hvað þá ef þau álpast til þess að vera hjón. Svo hvetur þetta þá al- tekjuhæstu að forðast skattgreiðslur með ráðum og dáð og her af endurskoðendum.

Einföldun og jafnræði í hógværri tekjuskattprósentu skilar ríkinu mestum tekjum, það er sannað. Katrín og VG stefna okkur ekki þangað.


mbl.is Vill hækka skatta á þá auðugustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Skattastefnan þeirra er nú ekki verst.  Feminisminn og forsjárhyggjan er háfu verri.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2017 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband