Hætta stuðningi við viðskiptabann á Rússa

RusslandTiskaNú er gott tækifæri fyrir utanríkisráðherra og fráfarandi stjórn að hætta stuðningi við viðskiptabann á Rússa, svo að samband og viðskipti við þá komist í eðlilegt horf. Jákvæðir straumar á heimsmeistara- keppninni myndu hjálpa verulega til að snúa þeirri óheillaþróun við sem hófst með viðskiptabanninu, sem kemur okkur verst en ekki ESB sem kom því helst á.

Stjórnvöld geta vel mótmælt aðgerðum Rússa vegna ástandsins í Úkraínu, en ekki stutt við viðskiptabann, sem kallar á bann gagnvart Íslandi. Það er hagur beggja að halda öllu opnu.

Ef vinstri stjórn tekur við eftir 28. október er alveg skýrt að ESB- bannið á Rússa heldur áfram eins lengi og sú stjórn er við lýði.


mbl.is Bjóða upp á stuðningsmannaskírteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ansi hræddur um að við höfum nokkuð um þetta að segja, smáþjóð í norðurhafi, sem er háð stefnu heimsvaldablokkamá borð við USA og ESB. Stærri þjoðir en við kikna undan þeim þrýstingi. Við gætum jafnvel átt það á hættu að verða refsað með viðskiptaþvingunum ef við mökkum ekki með.

Jafnvel Norðmenn voru tilbúnir í efnahagslegt harakirí til að þóknast þessum herrum.

Þetta þyrfti lengri aðdraganda og umræður, m.a. hjá SÞ og Nato áður en að einhver niðurstaða fengist. Einhliða bökkum við ekki út úr þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 08:52

2 identicon

Það sem er athugavert við þetta, er að allt Euro svæðið er á niðurleið eftir að bannið var sett á Rússa. En Rússar virðast geta lifað vel af, þrátt fyrir bannið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 10:57

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, rétt er það að þetta er ekki auðvelt eins og komið er, vanhugsuð aðgerð eins og þetta var. Aðallega skiptir máli í þessu hver stefna Bandaríkjanna verður. Ef þau hætta stuðningi við bannið, þá er okkur vel stætt á því sama án afleiðinga. En þetta er í lás sem stendur. Ég er þó á því að rétt sé að draga stuðning við bann til baka, þar sem sérstakar aðstæður á Íslandi valda því að áhrifin eru mikil hér, á meðan ESB samdi sérstaklega um flest sem skipti það máli.

Já, Bjarne Örn, Rússar harka af sér, en best færi fyrir ESB ef þau breyttu yfirlýsingu sinni, sem þau eru ólíkleg til.

Ívar Pálsson, 11.10.2017 kl. 17:28

4 identicon

Séð frá mörgum sjónarhólum þá hefði EU betur farið að "halda í taumanna" á Rússum, með því að halda þeim nær sér en ekki að hrekja þá til að verða "einir á bandi".  Þýskaland fer verst úr málunum, og EU verður eflaust skuldsett upp fyrir haus áður en yfir líkur.  Síðan er hin hliðin, og hún er sú að Rússar halda svolítið aftur af sér vegna "mótstöðunnar".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband