Hernaður kostar sitt

Hernaðarútgjöld Bandaríkjanna eru ótrúleg að stærð, líklega yfir helmingur fjárlaga þeirra og hernaðarútgjalda heimsins, meira en næstu 42 ríki þar á eftir samanlögð. VopnaskakNú gáfu demókratar eftir og samþykktu 100 milljarða dollara aukafjárveitingu án brottfararskilyrða frá Írak, þá er heildin um 700 milljarðar dollara (43,4 trillion IKR) eftir því hvað er reiknað sem hernaður eða ekki, því að stór hluti framkvæmda Bandaríkjanna er til stuðnings hernaði á einhvern hátt. Þetta eru um fimm milljarðar króna á klukkustund allt árið og það á óumdeildum friðartímum.

En við hvern er verið að berjast? Bandaríkin og bandamenn þeirra eru með 70% hernaðarútgjalda heimsins. Einungis USA er með 72 - falda hereyðslu á við "Öxul hins illa", Íran og N- Kóreu. Mátturinn er sýndur í dag, með heljar- heræfingum við Íran, á meðan N- Kórea prófar litlar eldflaugar. Kínverjar eyða aðeins broti af þessu  (1/5) og eru ólíklegir fjendur, þar sem Bandaríkjamarkaður er aðalmarkaður þeirra og Kína er stærsti erlendi eigandi amerískra skuldabréfa og dollara.Herbilbatur Viturlegra er að beita þeim þrýstingi heldur en að skjóta á Bandaríkjamenn og eyðileggja eigur sínar.  Rússar eru að rétta úr kútnum og hernaðarsóun þeirra er 1/11 hluti á við Bandaríkin en allir eru vinir í skóginum núna og þeir hafa aðra óvini heldur en Bandaríkin, aðallega litlar þjóðir og þjóðabrot. Hernadarutgjold BandarikjannaLeit USA að óvinum er því aðallega meðal þeirra sem selja öðrum en Ameríku olíuna. Vopnin sem barist er við er mest þeirra eigin og fjendurnir þjálfaðir hjá þeim sjálfum eins og Saddam og Osama, sem voru víst aldrei félagar.

Ofangreint vopnabrölt er drifkraftur helstu hagkerfa heims. Ef því yrði hætt, kæmi fyrst veruleg kreppa og síðan myndu valdahlutföll jarðarinnar snarbreytast. Bandaríkin virtust þó ætla að tóna þetta skak eitthvað niður eftir sigur Demókrata í þinginu, en augsýnilega kallar stríðsmaskínan ekki allt ömmu sína og heimtaði meira til sín af framtíðartekjum þegnanna. Mikil auðna er það að hafa vit á því að vera friðsöm hér uppi á klaka eins og við.

HerutgjoldEfstuLinurit2005

 


mbl.is Bandaríkjaher flytur hergögn til Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband