Vilja fækka frí- birtustundum

Kaffiklukka

 

KaffiklukkaAndstæðingar dagsbirtunnar í frítíma Íslendinga láta ekki deigan síga og stofna ráð og nefndir á kostnað okkar allra fyrir þessi hugðarefni sín. Þeir vilja snúa klukkunni þannig að hástaða sólar í Reykjavík verði klukkan rúmlega tólf, í staðinn fyrir rúmlega eitt, eins og allar götur síðan árið 1968, þegar hætt var að hræra í klukkunni.

Heim í myrkri

Breytingin myndi þýða það, að t.d. um jólin sé sólin á lofti frá kl. 10:22 til kl.14:32, í stað kl. 11:22 til 15:32 eins og verið hefur. Að sama skapi, í febrúar og október færist sólarlagið frá því að vera fyrir klukkan 18 í dag í það að verða fyrir klukkan fimm, rétt áður en haldið er út í stíflaða umferð þess dags.

Meiri birtu!

Heillegur frítími flestra á hverjum virkum degi er eftir nám og vinnu. Veturinn í Reykjavík telur sjö mánuði í mínum huga og illt er að fjölga myrkurtímum hans verulega með þessari breytingu.

Látum klukkuna í friði og veljum kost númer eitt í Samráðsgáttinni, ekta vinstri gervi- lýðræðisbatteríinu.


mbl.is Breyting á klukkunni í samráðsgátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Ívar.

Mér er svo sem sama, svo lengi sem ekki er verið að hræra í klukkunni tvisvar á ári.

Það sem þó má telja þessari hugmynd um að við förum aftur á okkar náttúrlega Azoreyja-tímabelti (GMT-1) til tekna, er til dæmis líf barnafjölskyldna, og svo því að á góðum sumardegi er fólk komið heim úr vinnunni einum tíma fyrr til að njóta andstæðu vetrar; birtu og hlýinda. Betra að grilla.

Og svo myndi eina kauphöllin sem máli skiptir í heiminum, opna fyrr í deginum - og mun fyrr á vetrum.

Það eina sem má ekki, að mínu mati, er að hringla með tímann tvisvar á ári.

Að vera á náttúrulegu tímabelti getur varla verið verra en að vera ekki á náttúrulegu tímabelti.

Sjá. Tímabeltin

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2019 kl. 20:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Endilega samræma þetta staðreyndum raunveruleikans, sem eru þær að bróðurpartur Íslands er á landfræðilega tímabeltinu GMT-1. Enginn hluti Íslands er á tímabeltinu GMT+0, sú ákvörðun að nota þann staðartíma er pólitísk en pólitík breytir ekki raunveruleikanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2019 kl. 23:04

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar, hárrétt að sumartími / vetrartími er hræðilegt hringl. En mig grunar að þú misskiljir breytinguna: hún lætur sólina setjast fyrr á daginn. Í dag njótum við lengri sumarbirtukvölda heldur en yrði eftir breytingu og getum grillað lengur í sólskininu, sem theóretískt væri þar!

Með núverandi tímabelti í Reykjavík sjá túristarnir um Jónsmessu miðnætursól yfir Akranesi (kl. 00:04) héðan og vel eftir það. En ekki eftir breytingu, þá er rökkur á miðnætti.

Guðmundur, náttúruleg tímabelti geta verið ágæt, en í nútíma- samfélagi á Íslandi vilja eflaust flestir njóta birtustundanna með sínum nánustu, eða t.d. að hlaða sig upp í sólbaði eftir vinnu eins og faðir minn gerði oft. Ef fólk maðar andlit og hendur í 15 mínútur á dag fær það kannski D-vítamín- skammtinn sinn og verst sjúkdómum betur. 

Ívar Pálsson, 11.1.2019 kl. 01:29

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri í fullu samræmi við raunveruleikann að breyta staðartíma Íslands úr GMT0 í GMT-1 samkvæmt landfræðilegri stöðu.

Allt hitt eru í rauninni pólitískar ákvarðanir.

Nákvæmlega hvenær á klukkunni þú mætir í vinnu er ekki aðalatriðið heldur hvar í sólarhingnum hentar að staðsetja vinnuna. Margir launþegar hafa nú þegar sveigjanleika í vinnutíma.

Sumum hentar annað betur en öðrum en ekki er þar með sagt að annað sé endilega betra en hitt. Það má að sjálfsögðu rökræða.

Venjum er hægt að breyta. Gekk Íslendingum ekki nokkuð vel að skipta úr vinstri í hægri umferð á einni nóttu árið 1968?

Raunveruleikinn er alltaf hinn endanlegi mælikvarði á allt.

Fáum hefur reynst vel að ganga gegn raunveruleikanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2019 kl. 02:29

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka Ívar.

Já þetta er rétt hjá þér. Við værum að flytja vökutímann eina klukkustund lengra inn í nóttina, sem kemur til okkar úr austri. Það yrði kaldara að grilla þegar dagvinnu lýkur, því sól væri komin lægra á lofti. Ég flutti óvart landið en ekki sólina til á kortinu.

Þá fer nú glansinn heldur betur af þessu maður. Að grilla er það mikilvægasta. Og björt sumarkvöld er það sem er svo algerlega sérstakt. Hitt, sem hvort sem er myrkur, og ofsamyrkur, skiptir varla máli í þessu samhengi.

Í Danmörku, þar sem klukkunni var breytt tvisvar á ári, var þjóðin minnt á þetta í DDRDK með því að segja að á haustin dró maður garðsettið til baka, en stillti því fram á vorin. Svo margir gátau bara alls ekki munað þetta hringl.

Takk fyrir kaffið.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2019 kl. 04:29

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Klukkan mín hefur engin áhryf á gang himintungla, er hún þá biluð ?

Guðmundur Jónsson, 11.1.2019 kl. 09:19

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Umræðan snýst um að seinka klukkunni - ekki sólinni, er það ekki?  Að óbreyttu höfum við hádegið ca kl. hálf tvö.  Að ósk grilleigenda og golfara?

Kolbrún Hilmars, 11.1.2019 kl. 13:15

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kolbrún. Það er kannski einfaldast að sjá þetta fyrir sér með því að segja þetta: Með því að flytja okkur tímalega séð einn tíma aftur fyrir staðar-hádegi, eins og við erum núna, að þá krækjum við okkur í einn extra birtutíma frá Ameríku. Svört nóttin kemur alltaf úr austri, því þar á svartnættið heima.

Íslendingar vissu greinilega hvað þeir voru að gera þegar þeir gerðu þetta. Þeir vissu að grillin myndu koma og golfið líka. Sólríkt fjölskyldulíf síðdegis í garðinum, á túninu og í berjamó. Sumar í sveitum. Hvað er betra en það?

Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2019 kl. 14:20

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hádeigi er bara þegar sólin er hæðst á lofti á hverjum stað. það er á sama tíma á ákveðnum stað og beint til norðurs og suðurs frá honum en færist með um 740 kílómetra hraða á klukkustund frá austri til vestur á íslandi (64°N) Hádeigi eltir ekki klukkur.

Guðmundur Jónsson, 11.1.2019 kl. 15:32

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Svört nóttin kemur alltaf úr austri, því þar á svartnættið heima." ´Já Gunnar og  Dagur kemur líka til okkar úr austri ekki satt eins og borgarstjórinn í Reykjavík.

Guðmundur Jónsson, 11.1.2019 kl. 15:45

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sólin kemur upp í austri og sest í vestri, svo mikið skil ég þó. En hádegið vil ég samt að sé réttnefni.

Kolbrún Hilmars, 11.1.2019 kl. 15:54

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Klukkan stjórnar ekki sólinni og sólin stjórnar ekki klukkunni. Klukka er tæki til að sýna okkur stöðu sólarinnar jafnvel þó að við sjáum hanna ekki og það gerir hún, sé hún rétt miðað við tímabeltið sem hún er á.

Reglan hefur verið sú að klukkan sé tólf þá sól er í hádegisstað, en hér er allnokkuð um fólk sem er á móti reglu og því er þetta klukkuþras viðvarandi ár eftir ár og verður svo þar til að þetta mál er sett í þá reglu sem að ver stefnt með klukkum.

 Vitlaus klukka um borð i skipi getur haft alvarlegar afleiðingar þó að forfeður okkar kæmust hingað án klukku.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.1.2019 kl. 10:19

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er ekkert náttúrulegri regla að stilla klukku sína á það að sólin sé hæst á lofti klukkan tólf (high noon) eða kl. 15:00, nón eða noon. Það fer allt eftir því hvernig lífi fólk vill lifa. Við erum þarna mitt á milli. Sjáið Wikipediu um nón: The word noon is derived from Latin nona hora, the ninth hour of the day, and is related to the liturgical term none. The Roman and Western European medieval monastic day began at 6:00 a.m. (06:00) at the equinox by modern timekeeping, so the ninth hour started at what is now 3:00 p.m. (15:00) at the equinox. In English, the meaning of the word shifted to midday and the time gradually moved back to 12:00 local time (that is, not taking into account the modern invention of time zones). The change began in the 12th century and was fixed by the 14th century.[2]

Ívar Pálsson, 12.1.2019 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband