Umsögn er ekki atkvæðagreiðsla, en þó

Sveigdur timiSamráðsgátt um tímahringl ríkisins hefur opið á umsagnir, sem fólk virðist skilja sem atkvæðagreiðslu, en það er ekki svo. Líklega verður fjöldi umsagna fylgjandi breytingu notaður sem stuðningur við frumvarpið um breytingu á klukkunni, en það tvennt er ekkert tengt í raun.  Hér er mín umsögn þar inni:

Veljum A, óbreytt tímabelti. Lífsstíllinn á norðurhjara skiptir meginmáli og þá helst tími með manns nánustu, sem er helst eftir nám eða vinnu hvers dags. Núverandi kerfi hámarkar birtu eftirmiðdagsins og inn á kvöldið, frá hausti til vors. Eftir breytingu styttist sá birtutími.

Þunglyndi fylgir breiddargráðum sannanlega á skýran hátt og breytingin er líklegri til þess að gera það verra. Unglingar á Egilsstöðum fara varla hálftíma fyrr að sofa í dag en jafnaldrar þeirra í Keflavík, þótt sólin sé hálftíma fyrr á ferðinni fyrir austan. Instagram- herferð um svefnvenjur hefur mun meiri áhrif á þeirra hegðun en hringl ríkisins með klukkuna.


mbl.is Stuðningur er við seinkun klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband