Heimskuheimildir halda áfram

Fredin palmatreDagur & Co. halda áfram að reyna á þolrif íbúa Reykjavíkur með því að skattleggja þá sérstaklega og sólunda síðan fénu á einstæðan hátt.  Halda mætti að met Alfreðs Liljuföður í slíkri sóun myndi halda eitthvað til framtíðar, en það er nú ítrekað slegið í burtu af einurð. 

Alfreð sóaði fé borgarinnar í ræktun dýrustu heitsjávarrækju í heimi, fyrr og síðar. Kannski fór hann nálægt Ingibjörgu Sólrúnu, þá borgarstjóra, sem kastaði milljarði í internet- tengingu um rafmagnskerfið, sem aldrei varð. En þessi nýja deild sóunarsinna, sem nú er tekin við, kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Ef hugmyndin er nógu arfavitlaus, þá fær hún samþykki hjá þessum hópi. Fjölgun í borgarstjórnar- hópnum, fiskiker og fuglahús á göturnar, hálfs milljarðs braggi, bara að nefna það. Vonandi verður ekki stungið upp á bananarækt eða innflutningi á baðstrandarsandi, því að yrði samþykkt strax.

Á næsta plan

Sér-innflutta braggamelgresið var víst bara forsmekkurinn. Nú er það stækkað í risa- pálmatré, sem flytja skal frá suðurlöndum og reyna að halda lífi í því með ótrúlegri orkusóun beint út í loftið.

Í dag verður skrúfað fyrir einhverjar sundlaugar vegna mikillar heitavatnsnotkunar. En forgangurinn hlýtur að verða að halda lífi í 140 milljóna króna „fjárfestingunni“ með öllum ráðum fyrir milljónir króna á ári, eða allt þar til öllum er ljóst að pálmablöðin í 10 metra hæð hljóta að falla í frostinu og vetrarmyrkrinu efst í plasthólknum, sem flautar á hverfið í rokinu. Pálmastaurarnir standa þá einir eftir, sem minnismerki um þá óstjórnartíma, þegar ofdekraðir miðbæjarkommar réðu lögum og lofum og keyrðu ófæra borgina í þrot með ídealisma sínum.


mbl.is Vilja endurskoða áform um pálmatré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ívar ég var að vona að Reykvíkingar gætu ornað sér í kuldanum við að horfa á pálmatrén. Allaveg norpað undir þeim í skjóli fyrir norðan gaddinum. Kannski virka þau sem regnhlíf í sumarrigningunni!

Gunnar Þórðarson, 31.1.2019 kl. 14:18

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Gunnar, það er betra að gera eins og þú að fara til pálmatrjánna, en að láta þau koma til manns og ala upp í hólki.

Þú verður kominn með ansi lága forgjöf í vor þegar við nýju meðlimir GR skríðum úr híði bjarnarins.

Ívar Pálsson, 31.1.2019 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband