ESB- hrokinn nálgast hámark sitt

Donald Tusk ESBForseti Evrópuþingsins, Donald Tusk, opinberaði hroka- afstöðu ESB gagnvart Bretlandi í dag, þegar til stendur að reyna frekari samninga við Theresu May forsætisráðherra um útgöngu Breta úr ESB. Tusk sagði þá þetta: 

"I’ve been wondering what the special place in hell looks like for those who promoted Brexit without even a sketch of a plan on how to carry it out safely,"

sem útleggst lauslega: „Ég hef velt því fyrir mér, hvernig sá sérstaki staður í helvíti lítur út fyrir þá, sem komu Brexit á framfæri án þess að hafa jafnvel uppdrátt af áætlun um það hvernig það verði framkvæmt á öruggan hátt.“

Afstaða andskotans

Afstaða ESB kemur þarna skýrt í ljós, að við breska aðskilnaðarsinna sé að sakast, ekki meirihluta bresku þjóðarinnar, hvað þá Evrópusambandið sjálft, sem gerði það ómögulegt fyrir Breta að vera í sambandinu vegna valdahroka ESB, sósíalískrar stefnu og óstjórnar fjármála og gjaldmiðils.

Ekki verður samið við ESB, sem er þá 27 ríki, sem stjórnað er af Þýskalandi og Frakklandi.


mbl.is „Vopnuð nýju umboði og hugmyndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Haturs og hefndarhugur skín úr þessu og það verður ekkert rasjónellt við þennan skilnað.

Ástæðan er líklega dýpri og snýr að framtíð sambandsins sjálfs. Þaðer veruleg hætta á kreppu þeim megin þrátt fyrir að hræðsluáróðurinn hafi beinst gegn bretum. Hann einn lýsir örvæntingunni. Sambandið er að liðast í sundur og þrælakistur þjóðverja í fyrrverandi austantjaldslöndum eru farnar að rísa gegn þeim eins og Audi verkfallið í ungverjalandi sýnir þar sem verksmiðjan varð að fallast á 18% launahækkun. Slík þróun eykur ekki samkeppnishæfnina við usa, sem er í óopinberu viðskiptastríði við esb.

Mér lýst annars alltaf betur á Trumpinn. Hann er fyrsti forsetinn á minni ævi sem er anti war og vill frið með viðskiptum og samningum í stað byssukjafta. Merkilegt að vinstrimenn skuli ekki hrífast af því.

Kannski esb hverfi aftur til upphaflegrar hugsjónar um sjálfstæð ríki sem halda frið með viðskiptaböndum. Spuninn um að sameining komi í veg fyrir endurtekningu stríðsáranna er algert bull því SÞ og NATO eru öfl sem urðu til eftir stríð til að tryggja einmitt þetta. Esb hefur engan tilgang sem sambandsríki lengur. Það hafa allir séð í gegnum hið þýska agenda. Þessvegna eru menn hræddir og gnísta tönnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2019 kl. 14:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi Dónald virðist eins og aðrir talsmenn ESB, ekki hafa gert sér grein fyrir því að útgöngusamningur var einfaldlega ekki á kjörseðlinum heldur eftirfarandi tveir möguleikar: inni, eða út.

Meirihlutinn kaus út. Enginn kaus samningaviðræður.

Til er hugtak yfir ástand þar sem útganga er ekki möguleg án þess að um hana náist samningar. Það kallast gíslataka.

Frjálst fólk þarf hins vegar ekki að semja um útgöngu úr neinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2019 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband