Uppeldið út í loftið

BornMotmaelaCO2Heilaþvottur á börnum Vesturlanda hefur nú skilað sér í því að 16 ára sænsk stúlka gæti verið tilnefnd til Nóbelsverðlauna fyrir aðgerðir sínar "til bjargar loftslagi heimsins", ekkert minna! Aðferðin er sú að skrópa í skóla eða vinnu, fara í verkfall og mótmæla á götum úti.

Ítroðsla frá upphafi

Sú ólöglega markaðssetning í milljörðum króna til barna, sem kom þessu af stað hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Tilgangurinn, að kæla heiminn, er löngu gleymdur, en allt gengur nú út á það að úthrópa koltvísýring sem mengun og að láta börnin halda að þau geti stýrt loftslagi heimsins með skattlagningu og skoðanakúgun. Hvatt er í uppeldinu til misklíðar á milli fólks og þjóða vegna þessara kenninga og aðgerða í kjölfarið, sem vægast sagt ná ekki markmiðum sínum.

Spyrjum börnin

Spyrja ætti íslensk börn beinna spurninga: "Teljið þið ykkur geta breytt loftslagi heimsins með því að fá peninga til þess? Hin spurningin væri: Hvort viltu kæla eða hita Ísland?

Svörin yrðu áhugaverð.

 


mbl.is „2050 verðið þið dauð en ekki við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er allt að því átakanlegt hversu víða hræðslunni er troðið í blessuð börnin. Enginn efast um að hitastig jarðar er að hækka, en að moka því niður í kok nánast ómálga barna og gegnum allt menntakerfið, að þetta sé allt okkur að kenna og stýra megi hitastigi jarðar, ef nógu margis fái sér í glas í París, yfir eina helgi, er sorglegt. Við eigum að menga eins lítið og við getum. Við eigum að virða náttúruna, en við eigum ekki að hrella börnin okkar með fíflalegum áróðri um dómsdag og að þetta sé allt okkur að kenna.

 Það er sorglegt að horfa upp á öfgaöflin tröllríða allri umræðu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 14.3.2019 kl. 23:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég efast um að það sé siðferðislega verjandi að blanda börnum í stjórnmál. Hvað þá stjórmalaaherslur kennara, sem organisera þetta frá a til ö. Ekkert af þessu er sjálfsprottið hjá börnunum, ekki einu sinni hjá skrópastúlkunni sænsku. Það er alger skandall að hvetja börn um allt land til að skrópa í skólanum og smala þeim síðan í mótmælagöngu þar sem kennarar virðast fá kikk út úr athyglinni sem þeir frá fyrir kjanalegar ræður sem málpípur barnanna í ræðustól.

Það er líka áhyggjuefni ef ríkisráðnir kennarar prédiki heimsendaspár yfir óhörnuðum krökkum og veki hjá þeim óraunhæfar áhyggjur og kvíða til að ota sinni pólitísku sannfæringu og brengluðu heimssýn.

Þetta er alger viðbjóður að mínu mati og misnotkun á þessum sakleysingjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2019 kl. 18:13

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

hélt að svona mál væru ekki á forræði kennara að ákveða. Menntamálaráðuneytið hlýtur að hafa eitthvað um það að segja ef kennarar ætla sér að rjúfa skólaskylduna og æsa börn til að mótmæla og skrópa í einhverju prívat aktívisma og egótrippi kennaranna. 

Kannski eitthver vökult foreldri vogi sér að kæra þetta dómadagsrugl til ráðuneytisins. 

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2019 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband