Flýtum okkur á hausinn!

Óborganlegur er Dagur Borgarlínustjóri að krefjast þess í hraðasta hruni Íslandssögunnar að Reykvíkingar flýti feigðarflani hans með hálftóma risakassa um stíflaðar götur borgarinnar og skuldsetji okkur um hundruð milljarða króna sem svar við atvinnuleysi!

Strætó fortíðar

Vitað er hvaðan sá vaðall kemur, en verst er það, hverjir hafa stutt þann ófögnuð í gegn um tíðina og gera enn, en það eru ýmsar ungar konur í Sjálfstæðisflokknum. Aðalskipulag andskotans fær enn stuðning þeirra og nú Borgarlínan, sem toppar alla Sovét- hugsun, jafnvel eftir nær áratug af afarsamningi um framkvæmdaleysi fyrir milljarð á ári, til þess að strætónotkun fari úr 4% ferða í 4%.

Hnifur

Flæði

Nú kaupa þessar ungu konur réttilega rafmagnsbíla eins og enginn sé morgundagurinn, einungis til þess að láta leggja honum (en ekki í miðbænum) eða að byrja daginn og enda hann í umferðarteppu. Réttast væri að hætta alfarið við Borgarlínu, en styðja rafbílavæðingu og bæta vegakerfið, sem kostar aðeins brot af strætóvæðingunni. Borgin gæti dreift inneignum á skjólstæðinga sína í staðinn, sem nota mætti í viðurkennda rafleigubíla.

Tregðan í X-D 

En risahnífurinn í kúnni er tregðan í hluta Sjálfstæðis- flokksins til þess að faðma nýja tíma,frekar en austantjalds- drauma miðbæjar- ídealistanna. Ekki er hægt að kjósa þann flokk nema að þeirri tregðu verði vikið almennilega til hliðar. 


mbl.is Vill að Borgarlínunni verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir hafa greinilega fengið Samfylkinguna og borgarstjórann í Reykjavík á heilann. cool

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um ágæti Borgarlínunnar, sem verður á öllu höfuðborgarsvæðinu en ekki einungis í Reykjavík.

Og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir eru í ríkisstjórn sem hefur samþykkt að ráðast í gerð Borgarlínunnar frá Hafnarfirði í Mosfellsbæ. cool

Reykvíkingar eru "einungis" um 56% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði til Kjalarness.

En nú telja öfgahægrikarlarnir nær allt Alþingi og ríkisstjórnina, þar á meðal Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, vera klappstýrur borgarstjórans í Reykjavík. cool

Þorsteinn Briem, 13.7.2020 kl. 10:20

2 Smámynd: Emil Þór Emilsson

fullkomnlega sammála þér, Borgarlínan er óvissuferð anskotans með öruggar skuldir upp á 200 milljarða eða svo.

væri nær að hugsa um sjálfkeyrandi bíla eða uber/lyft einhverja nútíma lausn.

Emil Þór Emilsson, 13.7.2020 kl. 10:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öfgahægrikarlarnir eru einnig með Samfylkinguna og borgarstjórann í Reykjavík á heilanum hvað snertir flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Kosning
um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. cool

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

En öfgahægrikarlarnir halda því fram að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fimm borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili. cool

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál hefur verið eitt af stærstu málunum í öllum þessum borgarstjórnarkosningum. cool

Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.

Undirskriftir á öllu landinu árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum árið 2009 og að sjálfsögðu enn lægra hlutfall ef miðað er við alþingiskosningarnar í apríl 2013.

Og einungis um 20% kosningabærra Reykvíkinga skrifuðu þá undir á lending.is til að mótmæla flutningi flugvallarins, þrátt fyrir allar auglýsingarnar. cool

Öfgahægrikarlarnir hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.

Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.

Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.

Fullyrt hefur til að mynda verið að flugskýli Ernis væri á landi ríkisins við Skerjafjörð.

Í fyrsta lagi keypti Reykjavíkurborg landið við Skerjafjörð af ríkinu og í öðru lagi hefur flugskýli þetta allan tímann verið á landi Reykjavíkurborgar, einnig áður en borgin keypti þetta land af ríkinu, eins og sjá má lengst til hægri á teikningu í þessari frétt:

Ríkið selur Reykjavíkurborg land við Skerjafjörð

Landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar, bæði sunnan við og norðan við austur-vestur flugbrautina, en landið undir þeirri braut er í eigu ríkisins.

Ein flugbraut hefur hins vegar ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu en ríkið getur selt landið til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 92% verðbólga hér á Íslandi.

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna. cool

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann." cool

28.11.2019:

Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um Hvassahraun

Þorsteinn Briem, 13.7.2020 kl. 10:53

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur virðit vera fastur í fortíðinni, og þó. Þá myndi hann vita um þá gríðalega fjölgun á einkabílum og hitt, að fram til 2050 er gert ráð fyrir að það fjölgi um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu.

Ætla mætti að höfundur reikni þá með fjölgin akreina, ökubrýr og niðurrif húsa til að bæta malbikið.

Ekki víst að allir þeir sem búa hér í borg sætti sig við slika framtíð.

En svo er gott að muna að hér einatt voru menn og konur á móti símanum þegar hann var tekinn inn til Seyðisfjarðar. 

Menn og konur, og þá höfundur er bara á móti. Sem betur fer eru nokkir í hans flokki sem átta sig á framtíðinni

En vonum bara með Borgarlínu verði þá loks pláss fyrir hans rennireið á mðan við hin hugum að loftslaginu og njótum, í símnaum alla leið.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.7.2020 kl. 20:07

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Fjölgun einkabíla í dag er mest í rafmagnsbílum. Íslendingar kjósa að fara frá A til C, þaðan til K og kíkja við í J og K í leiðinni. Þeir vilja ekki safnast saman í 8 mánaða vetrinum og fara frá A til B á þrefalt lengri tíma og endurtaka leikinn é eftirmiðdaginn til baka, án alls hins. 

Það er nákvæmlega ekkert að því að ferðast á bíl í dag. Lifið í núinu og náinni framtíð. Ég gef lítið fyrir spár langt fram í tímann sem segja sjóinn hvolfast yfir mig, alltof heitt verði á Íslandi og ferðamenn verði of margir. Þar gleymast pestir og óáran, eldgos á 2,5 ára fresti og því að aðlögunarhæfileiki Íslendinga hefur amk. verið almennilegur.

Mig langar ekkert í hafísveturinn 1968-1969 aftur. Ég er á móti skuldsetningu á barnabörnin okkar, sem eru hvort eð er alltof fá til þess að standa undir eyðslufylliríi Dags og Co í þarflausa þvælu. Hættið að kjósa fól sem vill troða þeirra lífsháttum ofan í kokið á ykkur, Íslendingar sem njóta frelsis með bílum sínum.

Ívar Pálsson, 14.7.2020 kl. 14:32

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Fól átti að vera fólk, en þó, fól er ágætt.

Ívar Pálsson, 14.7.2020 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband