Valdið úr sveit í 101 Reykjavík

Velsledar-orvitinnNú fyrir jól laumar vinstri umhverfis- öfgafólk inn frumvarpi um hálendisþjóðgarð, þar sem fólkið úti um landið missir tökin á stjórn svæða sinna og völdin verða færð í báknið í miðborginni, með tryggðu inngripi hagsmunasamtaka kreddufólksins.

Tímasetningin er ekki tilviljun, því að yfirleitt svífur flest í gegn án teljandi umræðu í jólastreði og tímahraki. En þessi hörmung má ekki verða að lögum. Uppbygging fjölbreyttrar atvinnustarfsemi, ferðalaga og náttúruverndar hefur átt sér stað í fjölda áratuga á miðhálendinu, auk þess sem fallorkan er að mestu bundin þar. Ráði miðbæjargengið verður flest það bannað sem hefur átt sér stað, nema það fáeina sem Æðstaráðinu er samþykkjanlegt. Þar að auki fá fulltrúar þeirra, þjóðgarðsverðir, völd til þess að stöðva flest það sem eðlilegt þykir í dag enda eru jeppar, húsbílar, fjórhjól, vélsleðar og þyrlur eitur í þeirra beinum.

Engin ólög, takk

Það er nær ómögulegt að vinda ofan af slæmum lögum, hversu íþyngjandi sem þau eru. Því verður að hafna þessu frumvarpi um hálendisþjóðgarð, sem þarf amk. verulega umfjöllun og umsögn, áður en þetta sleppur í gegn. Sjálfstæðisflokkurinn setur verulega niður að láta þetta gerast á sinni vakt, frá flokki sem er aðeins með þriðjung af fylgi hans. Dýr þykir mér samstarfs- samningurinn ef þessu átti að hleypa í gegn frá upphafi, í ofanálág við alla skammtheimtuna og höftin sem Vinstri græn stendur fyrir, vegna andrúmsloftsins eða athafna drífandi Íslendinga, til fjörs og framfara.

 

 

 

 


mbl.is Hálendisþjóðgarður umdeildur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hélt að sumir vildu að ríkið og sveitarfélög á landsbyggðinni réðu því hvað væri í Reykjavík, til að mynda Reykjavíkurflugvöllur. cool

Og þar með vildu þeir valta yfir vilja meirihluta borgarstjórnar alla þessa öld.

Stjórnarfrumvarp, sem er að sjálfsögðu stutt af ríkisstjórninni, eins og til að mynda Borgarlínan, hefur einfaldlega verið lagt fram á Alþingi um þjóðgarð á miðhálendinu og fyrsta umræða hefur farið þar fram um frumvarpið. cool

Og þingmenn sem eru andvígir frumvarpinu geta að sjálfsögðu greitt atkvæði gegn því að frumvarpið verði samþykkt.

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. cool

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land.cool

9.12.2020 (síðastliðinn miðvikudag):

"Tæp 63 prósent landsmanna sögðust styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í könnun árið 2018 og einungis tæp 10 prósent voru andvíg." cool

Vaxandi stuðningur við þjóðgarð á hálendinu undanfarinn áratug

Þorsteinn Briem, 14.12.2020 kl. 11:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðlenda er skilgreind í þjóðlendulögum sem "landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi"." cool

"
Fram að gildistöku þjóðlendulaga voru til landsvæði á Íslandi sem enginn eigandi var að. Með lögunum er íslenska ríkið lýst eigandi þessara svæða auk þeirra landsréttinda og hlunninda þar sem aðrir eiga ekki, og þau nefnd þjóðlendur."

Þjóðlendur - Yfirlitskort

Allir íslenskir ríkisborgarar eiga til að mynda allar íslenskar þjóðlendur, öll fiskimiðin hér við Ísland og Landsvirkjun, til að mynda Kárahnjúkavirkjun. cool

"1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006

Þorsteinn Briem, 14.12.2020 kl. 11:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nær allt landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann." cool

Ríkið getur hins vegar selt landið undir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni. cool

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 96% verðbólga hér á Íslandi. cool

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna. cool

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

28.11.2019:

Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um Hvassahraun

14.8.2020:

Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar

Þorsteinn Briem, 14.12.2020 kl. 12:16

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn Briem, þorir þú enn ekki að birta talna- langlokur þínar um allt og ekkert á eigin bloggi? Langlundargeð Ómars Ragnarssonar og fleiri er þanið til hins ýtrasta. Nú eru komin 12 ár af þessu. Það er orðið gott.

Birtu þetta á eigin bloggi en drekktu ekki athugasemdakerfi annarra víða á bloggum í eigin afrituðum orðaflaumi. Þetta er hvimleitt með afbrigðum. Fólk nennir ekki að sigta í gegnum þetta til þess að finna eðlilegar og viðeigandi athugasemdir annarra.

Ívar Pálsson, 15.12.2020 kl. 00:12

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Umhverfisráðherra er gersamlega umboðslaus í þessu máli. Það kaus hann ekki enginn. Hann er samt sá sem leiðir þetta persónulega áhugamál hans. Engin hefur kallað á þetta og engin vitræn rök liggja að baki. Aðalmarkmið þessarar vitleysu er að fara bakdyramegin að því að banna virkjanir. Undirförulir vinstrimenn nefna það ekki orði þótt þeir viti það. Fyrir þeim er lýðræðið eitthvað ofan á brauð. Þeir telja sig herra en ekki fulltrúa lýðsins. 

Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2020 kl. 16:21

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Jón Steinar, umboðsleysið breiðist út eins og veira. Umboðslausu Eurokratarnir búa til ESB- tilskipanir sem alþingismenn hér stimpla ósnert. Síðan koma fanatísk samtök sínum manni að sem umhverfisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn lítur í hina áttina, allt í nafni samstöðu. Sveiattann.

Ívar Pálsson, 16.12.2020 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband