Ekkert hæli í bili

Hér er grein mín sem birtist í Morgunblaðinu þann 15/1/2021 (ekki skrumskæld af netinu):

Á meðan ríkið mokar núna milljörðum króna á dag til fólksins í boði framtíðarskattpíndra barna okkar hlýtur að mega gera þá kröfu á móti að ýmis vitleysa ríkisins verði skorin almennilega niður við trog. Þar má byrja á hælisleitendum: Ófært er að öðrum hverjum íbúa heimsins sem dettur í hug að sækja um landvist hér sé það ekki aðeins leyfilegt heldur sé okkur skylt að taka við honum og moka síðan milljörðum króna á ári í allt það sem honum tengist í fjölda ára, með sérréttindi langt umfram aðra þá sem hér búa.

HaelisleitendurMyndHalda mætti að sú ótrúlega ánauð sem Covid-kreppan hefur lagt á þjóðina hafi kennt henni að hætta hverju því strax sem eykur þessa píningu. Nei, öðru nær, blásið er í lúðrana og fjöldanum hleypt í þverrandi sjóðina sem landinn hafði stoltur safnað í áratugum saman.

Veirutímar

Á þetta allt bætist síðan áhættan og álagið sem færist hingað á Covid-tímum við það að taka við fólkinu hingað, á meðan margar aðrar vestrænar þjóðir takmarka þetta af hörku svo að flæðið nær stöðvast hjá þeim. Sóttvarnahúsum okkar fjölgar enda er drjúgur hluti vistmanna úr hópi hælisleitenda. Málið er svo viðkvæmt í pólitíkinni að fáir falast eftir tölum um hlutfall hælisleitenda í sóttkví, hvað þá smituðum eða smitendum samkvæmt sóttrakningu, þótt komið hafi smitsprengjur í þeim hópum. England setti harðar reglur um komur fólks frá löndum í suðurhluta Afríku til þess að reyna að takmarka smit nýja Covid-afbrigðisins í landinu.


Sé einhver að tengja þetta við kynþátt, trúarbrögð eða annað slíkt, þá er það til þess að afvegaleiða umræðuna. Hér er um fjármál og heilbrigðismál að ræða. Hættum að taka við hælisleitendum þar til það er öruggt og við höfum efni á því. Enn er langt í að hvort tveggja verði uppfyllt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð ábending. Gallinn er að á stjórnarheimilinu finnst ekki heilbrigð skynsemi. 

Ragnhildur Kolka, 18.1.2021 kl. 12:51

2 Smámynd: Loncexter

Hingað væri betra að fá vel menntað flóttafólk frá ameríku. Margir eru að hugsa sér til hreyfings þar, vegna þess hversu lýðræðislegar kosningar hafa verið afbakaðar og eyðilagðar með skelfilegum afleiðingum fyrir þessa merku þjóð.

Loncexter, 18.1.2021 kl. 16:57

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Því miður Ívar, að ef einhver á þingi hefði kjark og þor til

að tækla þennan málaflok, þá yrði hann umsviflaust kallaður

rasisti, fasisti, nasisti og þjóðrembingur og jafnvel eitthvað verra.

Sorglegt an satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.1.2021 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband