Dauðans alvara

VillekkiHvað þarf eiginlega til að stjórnvöld fríi sig frá ESB í mikilvægustu málum Íslands? Er ekki nóg að vera með ónýt Schengen- landamæri, eyðilögð viðskipti við Rússland, rándýra hælisleitendur (með Covid- áhættu), Icesave- kúgun, valdaafsal orkupakka, sjálfsamþykkt tilskipanaflóð ásamt kolefnis- losunarkvóta með ofurskattlagningu og reglugerðafári? Nei, greinilega ekki, því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra (sem er erlend samningatækni í blóð borin) kýs enn að fylgja ESB í einu og öllu, en þar með koma í veg fyrir að við einangraða fámennisþjóðin getum samið um þá skammta sem þarf til þess að bólusetja okkur öll á nokkrum dögum.

Vill ekki þegar hann fær

Evrópusambandið samdi um kaup á Astra-Zeneka/Oxford bóluefninu en samþykkti það ekki til notkunar, heldur níddi af því skóna í tvígang svo að hundruð milljóna Evrópufólks vilja ekki heyra á það minnst og milljónir skammta liggja hjá þeim undir skemmdum, enda ekki samþykkt af ESB fyrr en nú, þegar tugmilljónir Breta hafa fengið bólusetningu, sem reynsla milljóna manna sýnir hafa gefið 100% öryggi gagnvart tengdu andláti eða alvarlegum veikindum vegna Covid- veirunnar.

Fær ekki þegar hann vill

Á meðan Ísland bíður eftir Godot í bandi ESB var svo algerlega fyrirsjáanlegt að árangurinn með lokun þjóðfélagsins ynni gegn okkur, því að nýja regla ESB er að útflutningur frá ESB verður að taka mið af stöðu Covid- sýkinga í landinu sem bóluefni fara til. ESB- löndin eru í neyðarstöðu en við ekki. Kannski væla ráðherrar undanþágu út úr skriffinnum dauðans í Brussel, en ekki þykir það líklegt, enda reglugerðin sjóðheit.

Allir halda stöðu sinni

Alls staðar nema hér og í Brussel myndu hausar fjúka vegna svona vanhæfni. Í stað þess að vera bólusett og til í slaginn við fjórðu bylgjuna með nýjum afbrigðum veirunnar skellum við nú í lás aftur og fáum samt bylgjuna á okkur af fullum krafti.

Setjum landamærin við Ísland í stað Norður- Afríku og endursemjum við framleiðendur bóluefna vegna brostinna forsenda frá hendi Evrópusambandsins, sem riðar loks til falls.

 

 

 


mbl.is Gengur í berhögg við EES-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaðan höfum við Íslendingar fengið bóluefni gegn Covid-19 og hefur ekkert verið og verður ekkert flutt út af bóluefnum frá Evrópusambandsríkjunum?! cool

24.3.2021 (í dag):

Bann Evrópusambandsins við útflutningi bóluefna snertir Ísland ekki

24.3.2021 (í dag):

"While our Member States are facing the third wave of the pandemic and not every company is delivering on its contract, the European Union is the only major OECD producer that continues to export vaccines at large scale to dozens of countries. But open roads should run in both directions."

"
The European Union remains committed to international solidarity and will therefore continue to exclude from this scheme vaccine supplies for humanitarian aid or destined to the 92 low and middle income countries under the COVAX Advance Market Commitment list." cool

"
Since the start of this mechanism, 380 export requests to 33 different destinations have been granted for a total of around 43 million doses. Only one export request was not granted.

The main export destinations include the United Kingdom (with approximately 10.9 million doses), Canada (6.6 million), Japan (5.4 million), Mexico (4.4 million), Saudi Arabia (1.5 million), Singapore (1.5 million), Chile (1.5 million), Hong Kong (1.3 million), Korea (1.0 million) and Australia (1.0 million)." cool

Þorsteinn Briem, 24.3.2021 kl. 23:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hungary Today, 24.3.2021 (í dag):

"According to the deadlines of Sputnik V procurement plan of Hungary [sem er í Evrópusambandinu], a total of 1 million 600 thousand doses of Sputnik V were due in Hungary by Tuesday, March 23. This falls short of the contract. cool

The contract allows the buyer to terminate the agreement if the seller delays the delivery of their products, however this is is unlikely to happen since Hungary needs these vaccines."

"Sputnik V is currently being analyzed by the European Medicines Agency (EMA) and may soon be authorized in the Union." cool

Þar að auki hefur Lyfjastofnun Evrópu (EMA) samþykkt bóluefni Janssen gegn Covid-19, fyrstu skammtarnir af því bóluefni eru væntanlegir hingað til Íslands nú í apríl og einungis eina sprautu þarf af því bóluefni. cool

Þorsteinn Briem, 24.3.2021 kl. 23:56

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hefði øllum mátt vera ljóst að þegar øll Evrópa hallmælti AZ bóluefninu sem gagnslaus, ef ekki stórhættulegu, en bannaði samt útflutning á því, að um pólitískan leikaraskap væri að ræða. En hér vilja menn frekar kyssa vøndinn en koma heiðarlega fram við kjósendur sína. 

Ragnhildur Kolka, 25.3.2021 kl. 08:49

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er komið að því að Íslendingar eigi að segja EES samningnum upp áður en hann veldur meiri skaða en hann hefur nú þegar gert.....

Jóhann Elíasson, 25.3.2021 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband