75-80% ferðalanga sjá fram á breytingar

BulldogÞær konur og þeir karlar sem ferðast um á bílum í höfuðborginni og fara þannig 75-80% árlegra heildarferða innan hennar geta vænst breytinga eftir að Alexandra Briem tekur nú við sem formaður skipulags- og samgönguráðs. Gefum henni orðið:

„Yfir ára­tugi hafa frekir bíl­eig­endur og fram­leið­endur unnið að því á vestur­löndum að skipu­lag og upp­bygging sé á þann veg að í raun sé enginn annar raun­hæfur ferða­máti en sá sem þeir kjósa. Og ó­víða hefur þeim gengið betur en á Ís­landi. Freku karlarnir á Ís­landi hafa séð rautt yfir árangri Sigur­borgar og ég hef séð ógnandi til­burði gagn­vart henni bæði í eigin per­sónu sem og í skrifum sem er satt að segja ó­trú­legt að þeir hafi komist upp með.“

Breyttar götur

Breytingarnar sem bílferðalangarnir sjá verða kannski ekki í þeirra átt, heldur mun Alexandra sannarlega taka við Píratakefli forvera síns og fara öllu lengra með það í að gera þeim lífið leitt. Konur á nýorkubílum mega vara sig, því að verið er að refsa "frekum körlum" fyrir að hafa verið á bensín- og dieselbílum, á þann hátt að þrengja göturnar fyrir helstu kaupendum rafmagnsbíla, kvenna. 

Bílafjandskap og Borgarlínu 

Fjáraustur borgarstjórnar- meirihlutans til 4% ferðafólksins, strætó- elítunnar stefnir nú í óendanleikann eftir áratugs tilraun með milljarð króna á ári. Nýi formaður ráðsins getur vart búist við vægð, þar sem hún mun þurfa að verja Borgarlínuna, þá óverjandi sóunaraðgerð, sem stefnir borginni fram af björgum á mettíma.

Embættið er ekkert grín

Alexandra Briem mun fá að heyra það, bæði sem varðhundur Dags B. Eggertssonar og sem Píratinn í valdamiklu embætti í samgöngum Reykvíkinga á þeim tíma í sögu borgarinnar þar sem samgöngunum verður rústað.  

 


mbl.is Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna veikinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Að reisa skipulag heillar borgar á fjandsemi við þarfasta þjón nútímans hlýtur að enda með skelfingu fyrir þá stjórnmálaflokka, sem að slíkri aðför að nútíma lífsháttum, standa.  Rekur ekki téð Alexandra síðasta naglann í líkkistu þess ólánsmeirihluta, sem hangir við völd í Reykjavík og er að keyra borgina í þrot með óstjórn og hreinum fíflagangi ?

Bjarni Jónsson, 2.5.2021 kl. 10:09

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir með Bjarna. Þetta er ein sú allra versta borgarstjórn

frá upphafi. Daginn burt hið fyrsta. 500 milljónir í skuld og

allt gert til að fegra ástandið. Þeir sem styðja þennan meirihlut

hljóta að líða vel yfir því, að álögur á borgarbúa muni aldrei lækka 

næstu árin, þökk sé þessu liði.

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.5.2021 kl. 10:27

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þróun Pírata flokksins er afar athyglisverð. Þeir komust á pólitíska kortið með predikun um frelsi og drógu þannig inn í raðir sínar alslags fólk af hægri vængnum. Síðan fóru þeir í innanhúss hreingerningar og nú hafa þeir slegið yfir á hinn kantinn og fylgja nú harðlínu stjórnarháttum. Þessi Alexandra ætlar að kenna okkur að hlýða skipunum; gera eins og hún segir eða við höfum verra af. Öfgafeminismi er ekki pólitík hann er mannhatur.

Ragnhildur Kolka, 2.5.2021 kl. 13:58

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Nær væri að tala um að sjötíu og fimm til áttatíu prósent ferðalanga sjái fram á enn frekari þrengingar og hörmungar, í ferðatilhögun sinni. Með auknum ferðatöfum, aukinni orkusóun og öðrum hörmungum, ætlar hópur útópískra sveimhuga og auðnuleysingja að troða borgarbúum öllum í opinbera borgarlínuþvælu. Þvælu, sem tekur svo langan tíma að koma á laggirnar, að sennilega verður búið að leggja niður almenningssamgöngur þegar þetta brjálæði verður klárað. Legg til að fíkniefnahundar séu viðstaddir fundi þessara bjálfa. Þeir ganga ekki á öllum, eins og sagt er.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.5.2021 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband