Nagladekk í Sahara og á söndum Suðurlands

Sahara-rykUppruni svifryks í Reykjavík hefur aðallega verið sandarnir á Suðurlandi og aska af heiðunum, sérstaklega eftir eldgosin 2010 og 2011. Nú bættist gosið í Geldingahrauni við, þótt ekki sé það öskugos, en hefur oft náð að senda okkur góðar spýjur, eins og sést á svarta bílnum okkar í þurrum SV-áttum og á svörtu skýjaþykkni frá eldstöðvunum.

Ísland er rykland

Úr frétt Morgunblaðsins í dag: "Ísland er helsta upprunasvæði ryks í Evrópu. Hér eru 44.000 ferkílómetra eyðimerkur og að meðaltali er jarvegsfok hér í 135 daga á ári."..."Hægt er að greina með sérstökum tækjabúnaði hvaðan rykið er komið og meir að segja hvar á Íslandi einstök rykkorn eru upprunnin".  

Rannsaka rykið

Áður en meirihluti borgarstjórnar, Dagur & Co., grípur til frekari aðgerða og skattlagningar til þess að draga úr öryggi borgarbúa vegna nagladekkjanotkunar þeirra ætti hann að láta rannsaka svifryk gatna á ofangreindan hátt og sjá hvað safnast mikið ryk á götu sem þrifin var áður en austan eða suðaustan rok kom af heiðunum og svo eftirá.

Einhvern veginn á ég ekki von á því að sú rannsókn verði gerð.


mbl.is Rykagnir frá Sahara fjúka oft til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er kominn tími til að menn hætti að stinga höfðinu í sandinn og horfist í augu við þá staðreynd að nagladekkin eiga stærstan þátt í svifryksmenguninni þann stóra hluta ársins sem þau eru í notkun. Þetta er ítrekað búið að sýna frammá. Og jafnvel þó svo að nagladekkin væru ekki aðal sökudólgurinn þá gefur það auga leið að naglarnir slíta malbikinu eins og grófur vírbursti og breyta þar með yfirborðinu jafnt og þétt í svifryk.  

Daníel Sigurðsson, 30.6.2021 kl. 18:45

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef við hætum að nota nagladekk til að hlífa vegunum uppá miljónir og losum þar með ríki og sveitarfélög undan þeirri kvöð að bera ábyrgð á lífi limum fólksins í landinu, hvað má þá meta líf og limi landans uppá á mikið?

Hrólfur Þ Hraundal, 30.6.2021 kl. 21:46

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Daníel, umhverfisráðuneytið segir réttilega að aðalorsakavaldur svifryks í Reykjavík sé sandarnir á Suðurlandi. Mælingar sýndu nagladekk sem 17% og aðeins hluta ársins. Þungir bílar eru margfaldir að þessu leyti á við léttari bíla og því er umhugsunarvert að rafmagnsbílar (og hybrid) eru markvert þyngri en hinir. En verstir eru þó strætóarnir, sem aka nær altómir og níðþungir hring eftir hring, slítandi malbiki eins og tugir bíla. Þar að auki er saltað undir þá, sem leysir upp malbikið. Ekki fá þeir á sig aukagjöld og skatta vegna þess.

Hrólfur, ég skil ekki alveg innleggið. En í mínum bókum er hvert sparað líf mikils virði.

Ívar Pálsson, 30.6.2021 kl. 22:25

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þessi skoðun umhverfisráðuneytisins er ekki trúverðugri en margar aðrar rannsóknarniðurstöður sem gerðar hafa verið í gegnum árin og sem sýna niðurstöður naggladekkja sem aðal skaðvaldinn.  Þar fyrir utan er svifrykið af malbikinu miklu hægttulegra heilsu manna en svifryk af hálendinu. Munar þar mestu um efni í malbikinu sem eru karabbameins valdandi og er sérstaklega krabbamein í lungum rakið til þess.

Þú ferð villur vegar Ívar þegar þú heldur því fram að þungir bílar slíti margfalt meira en léttir bílar.  Yfirborðsslit vega hefur engin margfeldisáhrif eftir því sem bíllinn er þyngri.  Og að halda því fram að strætóarinir séu verstir og slíti malbikinu ávið tugi bíla er hreinn skáldskapur þar sem þeir eru ekki á nagladekkjum.  Það er mun nærtækara að halda því fram að lítill og léttur smábíll á nagldekkjum slíti malbikinu meira en stræisvagn.

Þú ert ekki fyrsti maðurinn sem hefur af misskilningi haldið því fram að þungir bílar slíti yfirborði vega margfalt á við létta bila.   Miskilningurinn liggur líkast til í svonefndri 4-veldisformúlu sem notuð er til að reikna út burðarþolsálag á vega- og gatnamannvirki.  Þar er um margfeldisáhrif að ræða eftir því sem bílarnir eru þyngri en gildir hins vegar alls ekki varðandi slit á yfirborði gatna eða vega.  Til að skilja þetta þarf allnokkra þekkingu í burðarþolsfræði sem þú hefur sennilega ekki.  En ég efast ekki um að  þú sért með góða þekkingu á mörgum öðrum sviðum.

Daníel Sigurðsson, 1.7.2021 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband