Sjálfskipuð vandræði Sjálfstæðisflokksins

BlarRaudurSkaliErfitt er að horfa upp á þessa vinstristjórn sem flest stefnir í, þegar haft er í huga af hverju áður líklegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins (XD) eru hikandi við að kjósa hann. 

Sjálfstætt fólk er alveg upp að vegg í þessu máli. Eltingaleikur yngri kvenna í flokknum við miðjuna núna endurspeglar sömu vandræðin og þær komu Reykjavíkurborg í: að samþykkja Borgarlínu og að hampa loftslagsmálum, með öllum þeim sköttum og óþarfa hömlum sem þeim fylgja. Fyrir vikið er afar erfitt að kjósa flokkinn, þar sem í því felst samþykki á áætlun forystukvennanna. Þar að auki er mörgum helstu forsvarsmönnum hægri stefnu ýtt til hliðar, en maður getur samþykkt nær allt sem frá þeim kemur.

Fundurinn stóð gegn Borgarlínu

Ágætur aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Nes- og Melahverfi með metmætingu í Valhöll fyrir stuttu sýndi hve raunveruleg andstaða við Borgarlínu er innan flokksins, jafnvel innan hálfsósíalíska Vesturbæjarins, þar sem fólk er komið á rafmagnsbíla eða reiðhjól að hætti Gísla Marteins. Þar var vel afgerandi (um 80%) stuðningur við ályktun um að hafna áætlunum um Borgarlínu á þessari stundu. Þeirri ályktun er ekki beinlínis hampað í baráttunni. 

Ríkið ræður þessu

Borgarlína kemst ekki á koppinn nema ríkið komi þar verulega að. Aðgerðirnar hafa afgerandi neikvæð áhrif á daglegt líf langflestra kjósenda eftir þessar kosningar, á meðan ábatinn á endanum er fyrir 4% fólksins, sem allt miðast við. Komið frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í skilning um það að þau verða að setja þetta Borgarlínuskrímsli á bið, ella verði ekki um XD að ræða núna. Auk þess er loftslagsfárið algert.


mbl.is Framsóknarflokkur í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Ívar.

Forusta Sjálfstæðisflokksins, með Bjarna Ben. í fararbroddi, hefur gefið skít (afsakið orðbragðið) í kjósendur, lítilsvirt þá sem alltaf hafa kosið XD jafnvel bara af gömlum vana og eins landsfund flokksins, forðast að framfylgja áliktunum hans.

Forustan treystir á að gömlu atkvæðin haldi áfram að skila sér, en á sama tíma gleymir því að flokkurinn sem var með þetta í kringum 40% fylgi en nú með rétt rúm 20%. Einhverjir forustumenn erlendis hefðu fyrir löngu sagt af sér ef þeir hefð tapað nærri helmingi þess fylgis sem flokkur þeirra hafði haft.

Vandamál Sjálfstæðisflokksins er ekki hvað síst það að hann hefur tapað sjálfstæðisstefnunni, hún virðist týnd og tröllum gefin, flokkurinn stendur ekki lengur undir nafni.

Já Ívar vandi Sjálfstæðisflokksins er heimatilbúinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.9.2021 kl. 14:41

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég hélt að megináherslan í loftslagsmálum hjá Sjálfstæðisflokknum væri að skipta sem mest yfir í innlenda orkugjafa og Borgarlína til bjargar loftslaginu væri stefna Samfylkingarinnar

Grímur Kjartansson, 20.9.2021 kl. 17:47

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Tómas, mér fannst var einmitt ljóst á ofangreindum fundi að kjósendur í eldri kantinum halda tryggð sinni við flokkinn en voru ósáttir við það hvernig Borgarlínu er troðið upp á okkur með samþykki forystunnar. Ríkið er með 75% kostnaðar við upphaf Samgöngusáttmálans, sem er þá nær gjöf til nágrannasveitarfélaga, sem samþykkja eðlilega gjafirnar.

Grímur, ég er sammála, sérstaklega með stuðning við vetnisframleiðslu og innviði rafmagnsnotkunar. Borgarlína er alveg í hina áttina.

Ívar Pálsson, 20.9.2021 kl. 18:17

4 Smámynd: Hörður Þormar

Munum að hægt er að endurraða nöfnum á listanum sem maður kýs og jafnvel strika nöfn út af honum.

Enda þótt það breyti ekki listanum nema mjög margir geri þetta, þá er það þó ákveðin viljayfirlýsing.

Hörður Þormar, 21.9.2021 kl. 21:44

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eru þá góð ráð fyrir þá sem ennþá kjósa D-listann og hlusta hugfangnir á
5.mann á lista Arnar-??,geta flutt hann ofar á kostnað annars....Einhverntíma hefði ég fundið til með þeim sem fengju þennan dóm,að lækka um sæti; en ekki núna. Afsakið að mér brestur minnið varðandi föðurnafn Arnars.   

Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2021 kl. 01:40

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, útstrikanir eru alltaf viss ábending. En þeirra er ekki endilega þörf, þvi að sama manneskjan getur verið að gera margt gott að öðru leyti. Hún þarf bara að skilja að t.d. Borgarlína gengur ekki upp.

Arnar Þór Jónsson er ótrúlega skýr, með heilbrigða stefnu og ég vona sannarlega að honum gangi vel.

Ívar Pálsson, 22.9.2021 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband