Móðusumarið 2021

Eldgosasky2021-aUndrun vekur hjá mér að allt það hálfa ár sem Geldingadalir hafa gosið, hafa vísindamenn nær aldrei talað ítarlega um áhrif þess á skýjafar á Suðvesturlandi, hvað þá um losun koltvísýrings (CO2) og brennisteinstvíildis (SO2) í magni talið. Þó er deginum ljósara að skýjamyndun og úrkoma var mun meiri en venjulega, sem sést núna hve fáar sólarstundir voru þetta móðusumar. 

SV- skýjafar 2021 

Ég hef tekið yfirlitsljósmyndir allan gostímann og raunar vel áður, þar sem gas- og hitalosun á miðjum Reykjanesskaganum fór að verða óvenju áberandi strax við jarðskjálftahrinurnar fyrir eldgos, en ég hef haft þetta útsýni í yfir hálfa öld. Myndirnar sýna glöggt upprunann, Geldingadali. Hér er sólin dýrkuð úti á palli þegar færi gefst, en eldgosið dældi slíku magni gasskýja upp í loftið að Suðvesturland var mjög oft alsett þessum ófögnuði sem mengunarskýin eru. Þetta sást vel þegar ekið var að austan í heiðskíru veðri, en gegnheilt og grásvart skýjaþykknið mætti manni yfir Hellisheiðinni og versnaði þegar nær dró borginni.

Í garðinum heima

Þessa umhverfisvá í nærumhverfinu þarf að rannsaka. Þetta er loftslagsmál sem skiptir máli, ekki einhver hugsanleg heimshlýnun frá Timbuktú. Geldingadalir losa líklega 10.000 tonn á dag af CO2 og er því nokkra daga að losa eins og allir fólksbílar á Íslandi á heilu ári, eins og komið hefur fram. Ætli SO2 losunin hafi ekki jafnast á mánuði á við árslosun flutningabíla á Íslandi? Slíkt þarf að mæla.

Skattur

Umhverfisáhrif íslenskrar náttúru eru ærin. Fyrst við eru skattlögð fram og til baka vegna loftslagsáhrifa, látum féð fara í náttúrurannsóknir á Íslandi, eða sleppum skattinum ella.


mbl.is Sólskinsstundir í Reykjavík ekki færri í 100 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband