Einangrun er 7 dagar, ekki 8

Leita-ad-sporumFyrst amk. önnur hver manneskja á Íslandi mun líklegast fá Covid- sjúkdóminn fljótlega er rétt að benda á það að einangrunin á að vara í 7 daga, ekki 8 daga eins og framkvæmdin er í dag. Ef einhver er dæmdur í einangrun í eina nótt, þá losnar hann daginn eftir, ekki eftir tvær nætur inni. Greiningardagur er dagur núll (eins og segir í leiðbeiningum sóttvarnalæknis), en samt er maður ekki laus eftir 7 daga þaðan í frá, heldur er maður áfram inni í kerfinu og fær loks vottorð um það eftir 8 daga. Þessum óskýru fyrirmælum og þessari vanrækslu þarf að andmæla.

Ekki einangrun

Annars á einangrun ekki rétt á sér. Hún er íþyngjandi langt umfram tilefni, þar sem langflestir fara með gát og ekkert af því hefur skipt máli í þessari síðustu lotu, þar sem fólk smitast jafnt í vestrænum löndum, þrátt fyrir mjög mismunandi ráðstafanir. Sóttkvíin hér skiptir nákvæmlega engu máli varðandi smitin núorðið. Henni ætti að hafa verið lokið fyrir löngu, ásamt smitrakningu.

Alls ekki sóttkví

Frelsissvipting einangrunar við ríkjandi aðstæður er andstæð stjórnarskrárvörðum rétti okkar til frelsis, þar sem réttlætingin á þeirri aðgerð stendur mjög tæpt, eftir slælegan árangur. Sóttkví fullfrísks fólks er þannig algerlega óréttlætanleg, enda byggir hún á því hverja maður hafi hitt nýlega. Stasi- smitrakning ætti ekki að leyfast lengur.

Sinnum fólki sem er illa veikt. Punktur.


mbl.is Óþarfi að æsa sig yfir hverju nýju afbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjorlega sammála.

En hvad vard um árlegu flensuna, kvefid og nefrennslid..??

Allt búid út af nýju nafni, Omicron..??

Aldrei sá ég birtingar á forsídum bladanna ad einhver hefdi

látist á spítala vegna flensu. Samt voru margir sem gerdu

thad tilkynningarlaust. 

Kominn tími til ad fara ad vinna og sinna alvoru veiku fólki

og haetta ad lama allt med ótharfa sóttkvíum á heilbrigdu

fólki.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.1.2022 kl. 06:04

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Aðalástæða sóttvarna er að tryggja að hægt sé að sinna illa veiku fólki, er það ekki?

Tryggvi L. Skjaldarson, 7.1.2022 kl. 08:36

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Tryggvi, sóttvarnarreglurnar virðast ekki hafa takmarkað Covid- smit af neinu ráði upp á síðkastið, en eru ákaflega íþyngjandi. Orku og tíma heilbrigðisstarfsfólks sem annarra er betur varið í að sinna veikum, frekar en að hefta för þeirra sem ekki eru illa veikir.

Ívar Pálsson, 7.1.2022 kl. 08:56

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrsti dagurinn er dagur núll segja þeir. Það gerir átta. Fyrirsjáanlega galið eins og allt sem frá þessu liði kemur.

Það er staðreynd sem lítið er haft á orði að í venjulegri flensutíð fá 3-11% þjóðarinnar flensu. Hinir 90% ekki. Ef það er að marka nú, þá fær ekki annar hver maður þetta. Nú erum við fyrst að ná 10% og þurfum að fara einhver 5 í viðbót sé tekið mið af fyrra ári, sem er inni í þessari tölu.  Meint smit fara lækkandi þó þeir skimi og leiti í örvæntingu til að framlengja vitleysunni. Flestir vita ekki einusinni að þeir eru með þetta.

300 milljónir hafa fengið þetta af sjö milljónum jarðarbúa eða um 4%.Eitt prósent af því deyr. Þetta er í engu frábrugðið slæmri flensutíð.

Ég segi að þetta verði búið í mars. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2022 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband