Landlægt Omicron skapar ofur- ónæmi

Omicron GettyLoksins eru ráðandi aðilar að sjá ljósið með afléttingar Covid- hafta. Kostnaður hvers dags er svimandi hár, í peningum, heilsu og forgengnum tækifærum. Nú bætist líka við góðu fréttirnar, í samnantekt Wall Street Journal, þar sem Omicron afbrigði Covid-19 er talið mynda ofur- ónæmi hjá þeim sem fengið hafa sjúkdóminn, sérstaklega ef þeir hafa áður verið bólusettir.

Ofur- ónæmi

Með bæði sýkingu og bólusetningum verður ónæmiskerfið allt að tífalt "hraðara, sterkara og snjallara" eftir að hafa orðið fyrir nýrri áskorun, en hjá ósýktum, tveimur vikum eftir eftir annan skammt af Pfizer bóluefninu. Omicron er líkleg til þess að örva öfluga og varanlega vörn gegn Covid-19 -og hugsanlega öðrum kórónaveirum- jafnvel þótt hún stökkbreytist og verði illvígari. Eini varnaglinn er að eldra fólk myndar veikari T-frumuviðbrögð og mun því þurfa árlegt örvunarskot. En Omicron mun binda endi á heimsfaraldurinn með því að gera Covid-19 landlægan.

Losum strax

Þetta yfirlit WSJ styður enn frekar þá skoðun að hætta skuli haftastefnu stjórnvalda og leyfa veirunni að klára sig hið fyrsta, enda eru 95% bólusett hér í dag. Mér verður hugsað til Spænsku veikinnar í nóvember 1918, þegar líklegt er að fín og flugbeitt eldgosaaska Kötlu hafi blandast í loftið og aukið við hræðileg einkenni þeirrar inflúensuveiru. Ef slíkt endurtekur sig er gott að hafa fengið Omicron veiruna ofan á bólusetningarnar, til þess að lágmarka heilsutjón þjóðarinnar.

Frelsum landið strax úr fjötrum, þetta er orðið gott.

 


mbl.is Fagnaði orðum Kára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband