Upphaf afleiðinga

Nú stendur ekki steinn yfir steini lengur í vaxtamunarviðskiptum. Áhættuflótti, gríðarflökt gjaldmiðla og snarhækkaður kostnaður valda því að pappírar í ætt við krónubréf verða ekki endurnýjaðir. Nýja Sjáland, sem er með næsthæstu stýrivexti (8,25%) á eftir Íslandi í hópi Aaa flokkaðra þjóða, lenti núna í því að fjárfestar færðu sig úr "krónubréfum" þeirra yfir í annað öruggara. Við erum í sama báti og andfætlingarnir hvað þetta varðar, en íslenski markaðurinn virðist enn hanga á því vonar- hálmstrái að endurnýjun muni eiga sér stað á örlagadögunum í september, þrátt fyrir það nú sé deginum ljósara að allur hagnaður sé farinn úr þessum viðskiptum og líkur á tapi íslensku bankanna vegna þeirra séu jafnvel verulegar.

Eignir falla, vextir hækka

Kaupendur að skuldabréfum fyrirtækja finnast varla og hefur lausafjárskortur valdið eignasölu, sem kemur af stað verðfalli eignanna. Útlánaöfgarnar voru það miklar, að pendúllinn á heljar- baksveiflu eftir áður en hann nær hinum öfgunum, algerri áhættufælni. Þótt fréttir berist okkur jafnhratt og öðrum þjóðum, er samt jafnan einhver töf á því að íslendingar almennt horfist í augu við ástandið. Vextir bankanna hækka, en allt kemur fyrir ekki. Enn seldust almennar fasteignir hér á uppsprengdum verðum nýlega. Því hlýtur að vera lokið núna, þegar flettist ofan af afleiðingunum.


mbl.is Glitnir hækkar vexti á íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það þýðir víst ekki annað en að tala tæpitungulaust. Það hefðu fleiri átt að gera þegar hægt var að bjarga einhverju. Það eru alltaf einhverjir spekingar sem koma fram og ljúga að fólki. Gífurleg einkaneysla sem hefur verið fjármögnuð með lánum eins og góðærið myndi endast endalaust getur leitt til svipaðs hruns eins og á fasteignamarkaði í USA. Þá kalla menn á ríkið til hjálpar!!

Jón Sigurgeirsson , 21.8.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, enn er fagurgalinn í gangi í bönkunum, enda auðvelt að selja Íslendingum lán. Að borga? "Þetta reddast". En þegar fasteignirnar falla, þá keppist fólk við að benda á blóraböggla. En jafnvel þó að Íslendingar hefðu sparað, þá hefði krónubréfaleikurinn skapað hluta vandræðanna sem við erum í.

Hrikalegt ef ríkið asnast til inngripa og handstýringar, þegar leiðréttinga er þörf. 

Ívar Pálsson, 21.8.2007 kl. 11:03

3 Smámynd: Friðrik Hjörleifsson

Sæll Ívar og þakka þér fyrir fróðlega pistla hér.
Hvenær er það annars sem kemur að endurnýju krónubréfanna, 1. sept?  Telur þú líkur á að gengisvísitalan færi hærra en 2006?

Friðrik Hjörleifsson, 21.8.2007 kl. 12:03

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Friðrik, ég þakka hólið. Mig minnir að stóru gjalddagarnir tveir, alls 80 milljarðar, séu í kring um 20. september. Þó stendur þetta í greinum Glitnis, LÍ, Kaupþings, eða Seðlabankans um gengismál.

Gengisvísitalan lemur eflaust upp undir gamla 2006 þakið og lagast aðeins aftur eftir það, en ef ljóst verður að áhættuflóttinn er alger, Jenaviðskiptin búin og bankarnir eiga erfitt með að fjármagna sig (selja skuldabréf), þá fer gengisvísitalan upp vel úr gamla þakinu, enda var ekki búið að taka almennilega á vandanum í fyrra. Þessi atburðarás er vel líkleg strax í haust, því að bankar eins og Kaupþing hafa verið framarlega í bréfadótinu og þurfa að "face the music" núna í lausafjárskortinum eins og aðrir áhættufíklar. NB: ég er með mitt áhættudót hjá Kaupþingi, þannig að ég óska þeim alls hins besta!

Ívar Pálsson, 21.8.2007 kl. 13:25

5 Smámynd: Þórður Gunnarsson

Kronubrefin verda endurnyjud, thar sem fjarfestar i vaxtamunarvidskiptum eru oftar en ekki langtimafjarfestar thott their seu ad hagnast a skammtimavoxtum. Vaxtamunurinn er langstaersti hvati thessara vidskipta, og medan hann er fyrir hendi munu vidskiptin halda afram.  Jafnvel thott vextir laekki talsvert her a landi verdur marginan enntha talsverd.   

Þórður Gunnarsson, 25.8.2007 kl. 00:58

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þórður, ég er sammála að hluta og var fyrst á sömu skoðun en þú, en hún breyttist þegar ljósara varð að nettó vaxtamunur hvers aðila í keðjunni er ekkert endilega svo mikill ef Jenið hækkar eða stýrivextir okkar lækka. Þessi 26- faldi+ munur hlutast eflaust niður eins og verð kaffis allt frá kaffibónda og til kassans í Hagkaupum, þ.e. stórt lán, broker, smærri lán og kostnaður í hverjum lið. Amk. töldu nógu margir að áhættan væri ekki þess virði núna í síðustu sveiflu. En vissulega eru til harðjaxlar sem hætta ekki fyrr en tölvan þeirra er tekin í burtu.

Ívar Pálsson, 25.8.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband