Sögur úr sveitinni: Á leiđ í sveitina

Sex ára strákur kvaddi bljúgur móđur sína á Bifreiđastöđ Íslands á leiđ í sveitina í fyrsta skipti.

Fatainnkaupum lauk daginn áđur. Ómissandi svartir gúmmískór, gráir ullarleistar, hnausţykk dökkgrćn regnkápa međ hettu og regnbuxur í stíl, beislitar síđar stingandi ullarnćrbuxur og álíka hlýrabolur voru komin ofan í lúna tösku međ trélistum og smellum, ljósgrćnn Geysispoki úr galloni hélt utan um ađrar nauđsynjar eins og nýju dökkbláu gallabuxurnar međ margfalda uppábrotinu, sem voru stífar eins og spelkur og rauđköflótta ameríska verkamannskyrtu, hún var flott í stíl. Verst ađ bangsinn fékk ekki fararleyfi. Hann hafđi látiđ verulega á sjá í síđustu norđurferđ, ţegar ég ćldi yfir hann eftir sex tíma ferđalag í bíl, ţar sem pabbi og bróđir minn reyktu London Docks vindla í ameríska kagganum á holóttum malarveginum alla leiđina norđur án ţess ađ skeyta nógu vel um ađ opna reykgluggana ađ framan. Pabbi sagđi af ţví tilefni: „Skrýtiđ međ hann Ívar, hann verđur alltaf svo bílveikur!“

Ég fer í sveitinaŢarna stóđ ég á björtum maídegi á BSÍ, kyssti mömmu bless og steig upp í Norđurleiđ, sem stefndi á Akureyri. Ég fékk sćti fremst vegna bílveikinnar. Aftast sátu ungmenni og stórreykingafólk, sem hossađist í reykjarmekki sínum á leiđinni.  Ferđin til Blönduóss tók um sex klukkutíma, en ég spurđi bílstjórann nćstum ţví í hvert skipti ţegar á leiđ og stöđvađ var viđ brúsapall: „Erum viđ núna rétt hjá Blönduósi? “ Loks stóđ ég viđ BP sjoppuna á Blönduósi međ töskuna góđu og Geysispokann viđ hliđ mér og beiđ hljóđur eftir ţví ađ vera sóttur. En tíminn leiđ og beiđ. Rútan og ađrir ferđalangar voru á brott og enginn rykmökkur í nánd. Hálfkjökrandi gekk ég inn og stađarhaldarinn hringdi fyrir mig l-a-a-a-ngt, l-a-a-a-ngt, stutt međ símasveifinni á bćinn Tinda, ţar sem viđmćlandi sagđi ađ náđ yrđi í mig. Óratími leiđ en um síđir renndi Austin Gipsy jeppi upp ađ mér, mađurinn undir stýri sagđi fátt og viđ brunuđum ađ einhverju plani á Blönduósi. Ţar settist annar mađur undir stýri, gaf í og snarbremsađi nokkrum sinnum og kveikti á ţurrkum og ljósum ţarna um miđjan heiđbjartan dag. Síđan teygđi hann sig í hćgra neđra horniđ á framrúđunni og setti límmiđa innan á rúđuna: 1964. Bíllinn taldist ţá skođađur af Bifreiđaeftirlitinu og ég fékk far ađ Tindum í Svínavatnshreppi.

Ţá tók viđ ţriggja mánađa sumardvöl mín í sveit, eins og hjá öđrum systkinum mínum, til ţess ađ átta barna foreldrar mínir gćtu um frjálst höfuđ strokiđ ţar til skólar byrjuđu ađ hausti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöđversdóttir

Úff..  sex ára.. ég var send tíu ára í sveit og entist í heila tíu daga!

Bryndís Ísfold Hlöđversdóttir, 2.9.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Gunnar Ţórđarson

Skemmtilegt Ívar. Ég hafđi aldrei hugsađ út í ţetta međ reykgluggana.  Pabbi átti Chevrolet 54 međ svona glugga, framan viđ framrúđuna. Ţetta hefur ţá veriđ reykgluggi!

Gunnar Ţórđarson, 4.9.2007 kl. 13:53

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Bryndís, ég var of ungur til ţess ađ vera uppreisnargjarn, en ţú 10 ára hefur ţá strax veriđ byrjuđ!

Gunnar, reykgluggarnir voru ekkert vitlausir, líka af ţví ađ ryk sogađist ekki inn ađ framan, bara reykurinn út. 

Ívar Pálsson, 4.9.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég fć verk fyrir hjartađ. Sex ára. Aleinn á svo löngu ferđalagi. og svo ekki sóttur í ţokkabót fyrr en eftir dúk og disk. Ćtlarđu ađ ganga frá mér Ívar.

Takk fyrir fćrslu. Hún er yndisleg. Og líka hjartakremjandi.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 22:44

5 Smámynd: Gunnar Ţórđarson

Ég sé ţig fyrir mér bíđandi eftir ađ vera sóttur, finn hreinlega lyktina....frábćr lýsing.....stílinn minnir mig á spćnska bók sem ég á, er sú besta sem ég hef lesiđ....heitir  ,,Lát hjartađ ráđa för"...hún er svo mögnuđ ađ mađur finnur lyktina í aldingarđinum sem er veriđ ađ lýsa.. ekki amaleg samlýking Ívar minn.

Bestu kveđjur frá Sri Lanka

Stína 

 Ps. Kćrar kveđjur til Gerđar og unganna.

Gunnar Ţórđarson, 8.9.2007 kl. 13:18

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ţakka ykkur kćrlega fyrir, Jóna og Stína. Ég reyni ţá ađ lćra af ţessu ađ koma tilfinningu til skila, ekki bara ađ segja frá.

Ívar Pálsson, 8.9.2007 kl. 15:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband