Gullfiskur í hákarlalauginni

Framboðið Íslands til setu í Öryggisráði SÞ í tvö ár kostar amk. hálfa milljón fyrir hvern dag sem Ísland ætti sæti í ráðinu. Við öfluðum okkur ekki vina með setu í ráðinu, heldur þvert á móti yrðum dregin í dilka eftir því sem hentaði stórþjóðunum fimm með neitunarvaldið. Málefni ráðsins eru um 70% vegna Afríku, þar sem spilltir einvaldar, olíu- og ættbálkastríð tróna hæst, en Mið- Austurlönd taka nærri því allan hinn hluta tímans. Þegar listi þeirra mála sem ráðið tekur fyrir er skoðaður, þá er þar fátt sem er í nokkru samhengi við áherslur utanríkisráðherra í þessu máli. Mannúð og mannréttindi eru ekki á lista stærstu vopnaframleiðanda heims, enda er talað þar í ráðinu fyrir daufum eyrum. Ingibjörg Sólrún yrði eins og gullfiskur í þeirri hákarlalaug.

NordurIshaf GoogleEarthÁ Norðurpólinn, ekki í hitabeltið 

Í stað þess að eyða enn meiri tíma, orku og peningum okkar í eilífðarátök Afríku, þá ætti utanríkisráðherra að einbeita sér að stóra máli Íslands núna, hafréttarmálum, á áhrifasvæði þess, Norður -Íshafinu. Fylgjum frændum okkar Norðmönnum í þeim málum, styðjum viðleitni þeirra og fáum hlut af  stóru kökunni þar. „Hæg eru heimatökin fyrir Haarde", eins og sagt verður eflaust síðar. Tímasóun Ingibjargar Sólrúnar í hitabeltisriflildi er veruleg. Utanríkisráðherra fær þar útrás fyrir samræðuþörf sína, á meðan hún ætti að vera að funda með fámálum norðanbúum um tækifærin sem leynast í hraðri bráðnun Norðurpólsins.


mbl.is Ólafur Ragnar talar fyrir framboði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við eigum litla möguleika til þess að vera kosnir í sætið. Hinsvegar styrkir framboðið stöðu okkar á heimsvísu. Framboðið sjálft og atkvæði sem falla okkur styrkja okkur á alþjóða vísu sem sjálfstæða þjóð í augum annarra. Við getum verið mikil með okkur hérna heima og hugsað um bræðralag og jafnrétti. 

Hinsvegar eru margar smáþjóðir oft hunsaðar og ekki marktekið á þeim á alþjóða vetvangi. Það er ekki litið á þær sem fullvalda og sjálfstæð ríki. Með framboði okkar stimplum við okkur sem meira heldur en örþjóð. Við undirstrikum að hér sé um að ræða ríki sem geti boðið sig fram og er sjálfstætt í eigin málum. 

Af þessum sökum er ég hlynntur framboðinu sem slíku en ekki setu okkar í öryggisráðinu. 

Fannar frá Rifi, 10.9.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Fannar, Það er hægt að taka undir röksemdir þínar með framboðinu, en er almennt starf fjölda sendiráða, utanríkisráðuneytis og Forseta Íslands, allt sem við greiðum þegar fyrir, ekki nóg til þess sem þú nefnir? Þurfum við endilega að blanda okkur í vopnaskak Afríku og pirra þar með Rússa, Kínverja, Bandaríkjamenn eða einhverja aðra í þessum vítahring, þar sem við veljum okkur óvini með því að verða vinir annars.

Ívar Pálsson, 10.9.2007 kl. 14:55

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessari frétt svo ég læt næga KVITT.
Síðan vill ég þakka þér fyrir góða athugasemd við færsluna mína.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.9.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er alveg rétt. Við ættum ekki að blanda okkar í vopna skak í afríku. Hinsvegar tel að framboðið sjálft í sjálfum sér til þess að vinna ekki gott.

Við ættum hinsvegar ekki alveg að taka augun af afríku. Við ættum að vinna að þróunarhjálp í afríku. ekki eins og núna er gert. 

við ættum að semja við eitthvert ríki í afríku um að fella niður tolla á hveiti og korni. að kaupa það þaðan. það myndi bæði bæta kjör okkar með ódýru hráefni og einnig auka kjör þeirri með því að bændur geti selt vörur sínar. 

Fannar frá Rifi, 10.9.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband