Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar

Þróunaraðstoð til Afríku greiðir í raun stríðsekstur hverrar þjóðar þar. Mynstrið endurtekur sig stöðugt, þar sem herforingjar gera ráð fyrir þróunaraðstoð til þess að greiða fyrir ýmsa eðlilega kostnaðarþætti samfélagsins en eyða sömu upphæðum til stríðsrekstrar hver á annan. Þá skiptir ekki máli þó að við greiðum beint til verkefna eins og skóla, því að stríðsherrarnir ættu að greiða það. Leiðtogar langflestra Afríkuríkja axla ekki ábyrgð á rekstri samfélags síns, heldur koma henni yfir á norræna samvisku- sósíaldemókrata, sem halda að þau séu að bjarga heiminum þegar þau eru að létta undir vopnakaupum hvers ríkis fyrir sig. Þetta er orðin viðurkennd staðreynd.
  


mbl.is Átök í Afríku sögð kosta jafnmikið og ríkin hafa fengið í þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitthvað af þróunaraðstoðinni skilar sér til fólksins og er orðin meiri meðvitund í seinni tíð að fylgja slíku eftir. Upphæðirnar geta verið samsvarandi en mig grunar að ef þeirra nyti ekki við þá myndu erjurnar og stríðsreksturinn ekkert minnka, heldur myndi stríðsreksturinn einungis bitna harðar á saklausu fólki.  Það er þó sár staðreynd að of algengt er að matvæli lyf og fleira enda oft í höndum hersveita í stað fólksins eða þá í höndum braskara, sem okra á því.  Þess vegna verður að vera alþjóðleg samstaða í að fylgja hjálpinni að munni hinna þurfandi "hand to mouth" gæti sú aðgerð heitið.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 02:53

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Jón Steinar, eitthvað skilar sér, en það minnir á það, þegar betlandi róna er gefinn peningur, þá fer eitthvað smávegis í mat, en tvennt gerist aðallega, betlinu er viðhaldið og mesti hluti fjárins fer í vímugjafa. Afríkuríkin flest segjast  ekki vilja ölmusu, en freistast stöðugt af því að við höldum þessum peningum að þeim. Tugir prósenta ríkistekna þeirra fara til stríðsrekstrar. Vonlaust er að fá að styðja verkefni beint án íhlutunar þeirra. Gert er beinlínis ráð fyrir greiðslum okkar inn á tekjuhlið ríkis þeirra, á meðan t.d. olíugróði fer í vopnin. Það er aldrei auðvelt að segja stopp, sérstaklega þegar við erum bullandi meðvirk eins og í þróunarhjálpinni.

Ívar Pálsson, 12.10.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Styrkir eru ávanabindandi, það er nokkuð víst.  Maður varð var við það úti á landi, þegar menn ætla að fara að geera eitthvað í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu, þá byrjar úrdráttarvælið og undangröfturinn hjá þeim sem eiga að njóta ávaxtanna. Fólkið er orðið háð bytlingum og styrkjum og hefur lagað lifnað sinn að þeim og vil ekki fara að vinna.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2007 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband