Veð íslenskra banka?

Landsbankinn greindi Kaupþing þannig fyrir tveimur vikum, að „svimandi hátt“ skuldatryggingarálag upp á 160bp (1,6%) væri verulegur óvissuþáttur fyrir Kaupþing. Nú hefur það hækkað um amk. 74% síðan þá (en um 1000% frá mars sl.) upp í 278bp (2,78%).

Landsbankinn sagði sanngjarnt virði Kaupþings vera 1150 á hlut þá en það var þá 1126 og er 916 núna (-18,6%). Kaupþing og íslenska krónan eru að langmestu leyti háð veiku Jeni eins og ég hef útskýrt áður, en Jenið hefur styrkst verulega á þessum tveimur vikum. Því er varla hægt að draga aðra ályktun en að greining Landsbankans líti svo á Kaupþing í dag að þau séu all- nálægt undirvogun, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Hver er raunstaðan í dag? 

Íslensk fjármálafyrirtæki ásamt FLGroup eru víst yfir 90% áhrifavaldar í Úrvalsvísitölunni og þar vegur Kaupþing þyngst (Kaupþyngd?) . Svo virðist sem hratt sig Kaupþings (sbr. skuldatryggingarálagið) sé samt dempað af Landsbankanum, sem er spakari með tvöfalt lánstraust, en Glitnir þarna inni á milli. Íslenskir bankar eru eflaust spyrtir saman í hugum lánveitenda og því er spurning hvenær Landsbankinn og Glitnir, til þess að bjarga sér sjálfum, fara að aftengja sig almennilega Kaupingi á alþjóðamarkaði, í stað þess að verja ýmsar aðgerðir í raun með þögninni. Þar er helst um að ræða óheyrilega áhættutöku og skuldagleði með æ lægra tryggingarhlutfalli að hætti amerískra fjármálafyrirtækja, sem hrúguðu nýjum bréfum ofan á alvöru veðbréf þar til trygging að baki hvers bréfs var komin niður í örfáár prósentur af upphæð bréfsins. Enginn veit hve stórar upphæðir er um að ræða í þessu hjá íslensku fjármálafyrirtækjunum. Stærstu viðlíka amerísk fyrirtæki afskrifa núna milljarða dollara, en íslensku bankarnir hafa aðeins tiltekið hvaða hluti rekstrar þeirra tengist svokölluðum undirmálsbréfum (subprime), sem eru aðeins tindur ísjakans.

Fjármálaeftirlitið eða OMX ætti að krefjast þess að íslensk fjármálafyrirtæki á markaði geri betur grein fyrir virði bréfa sinna og raunverulegri stöðu veða.

Hér er útdráttur úr fyrirtækjagreiningu Landsbankans á Kaupthing bank 5/11/2007 (feitletranir ÍP):

CDS spreads at record high

Despite the bank’s very credible Q3 performance its credit default spreads have risen to a record current high of 160 bp, which must be a source of concern to management. As the bank’s underlying operations are in good shape, we are confident that spreads will drop, if not before then following the bank’s PO, which should bolster the faith of Kaupthing’s creditors.

Recommend Hold

We have kept our 50 bp premium on Kaupthing’s discount rate until some of the uncertainty surrounding the company is resolved. In our opinion, there are major uncertainties involved in its acquisition of NIBC and holding in Storebrand, plus dizzyingly high CDS spreads. Kaupthing’s price multiples are not unattractive at current market price, its P/E ratio for this year is 10.7 and 10.4 for 2008. Our valuation of Kaupthing gives a fair value of 1150 and we recommend investors hold their shares in the company.


mbl.is Citigroup gæti þurft að afskrifa 15 milljarða dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju með að vera kominn í hóp forsíðubloggara á Mbl. About time. Tekur þig vel út og ég vona að þú nýtir stöððuna og lesir þessu liði pistilinn og endurbirtir jafnvel sumt af því sem þú hefur birt hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2007 kl. 00:13

2 identicon

Það virðast hafa verið mistök hjá Kaupþingsmönnum að kaupa NIBC bankann á þessum tímapunkti. Þó virðist þetta eingöngu vera sálfræðilegt því Bandarískir fasteigna pappírar voru undanskildir í kaupunum. Vonandi verður þetta ekki of dýrkeypt, en þeir virðast ekki geta hægt nokkuð á sér.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband