Bankar í afneitun

Samkeppnisfærni banka með hátt skuldatryggingarálag miðað við aðra er ekki mikil. Helsti möguleikinn á því að kría út einhvern vaxtamun er þá ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti enn meir. En þá hækkar skuldatryggingarálagið strax enn frekar vegna aukinnar áhættu hjá þjóðinni og kallað er á aðra stýrivaxtahækkun. Glórulaust er að feta þessa braut.Skuldatrygg CDS Isl banka

Þann 25/5 2007 benti ég á óstöðugleikann sem býr að baki, í greininni „Stöðugt ástand?“ (líka hér niðri til vinstri). Einnig í blogginu „Vextir lækka ekki“ . Nú tóku tölurnar enn eitt stökkið eins og sést á pílunum yfir gömlu greinina á myndinni. Vert að skoða sögu Brasilíu þar að þessu leyti á línuriti Deutsche Bank. Þá sést hvað svona CDS kostnaður getur margfaldast.

Áhyggjur fólks vegna stöðu íslenskra fjármálafyrirtækja snarjukust í gær þegar reynt var að róa okkur með því að til þess að fara í greiðsluþrot þyrfti Kaupþing að afskrifa meira en 12% af heildarlánasafni sínu, en líkurnar á því séu hverfandi. Mér er spurn, af hverju teljast þær hverfandi? Markaðnum finnst það greinilega ekki. Á meðan stærstu bankar í heimi þurfa að afskrifa hundraða  milljarða dollara „virði“ af bréfastöflum með merkilegar skammstafanir, er þá einn áhættuglaðasti banki síðustu ára nær stikkfrí að þessu leyti, sem keypti meir að segja annan slíkan, NIBC bankann? Þótt íslenskir fjármála- og stjórnmálamenn fari mildilega hver með annan, þá er alþjóðamarkaður harður húsbóndi og hann er kominn heim úr löngu ferðalagi að vitja bæjar síns uppi á norðurhjara. Það er eins gott að allir séu með sitt á hreinu!


mbl.is Álag á skuldatryggingar viðskiptabankanna aldrei hærra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Alþjóðavæðingin svokallaða tryggir að allt alþjóðlegt bankakerfi mun hrynja svo til samtímis - þegar og ef það gerist.

 

Trading in derivatives slows to a trickle

 

Financial Times 

 

"Although Thursday is typically slow because of the US Thanksgiving holiday, bankers said the week had been unusually light because of the growing fears that a big bank could go under as a result of losses in the US subprime mortgage and structured finance markets. "

Baldur Fjölnisson, 24.11.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta eru nú ekki beint rakettuvísindi. Kolbrjálað trúarofstækishyski stjórnar þesssum heimi - eins og hver maður sér. Það stjórnar líka ruslveitum og stjórnmálamönnum sem skapa okkar veruleikaskynjun. En þetta er að breytast og það mjög hratt. Þetta snýst um upplýsingu. Á öldum áður var fólk pyndað og drepið fyrir að vera með andspyrnu - það sem drífur áfram allt raunverulegt lýðræði- en nú gengur það ekki lengur.

Baldur Fjölnisson, 24.11.2007 kl. 19:47

3 identicon

Mjög athyglisvert Ívar og kemur mér á óvart. Ég hef ekki séð þetta um að Kaupþing þoli aðeins12% afskriftir á heildarlánasafni sínu. Geturðu sett inn link á þessar upplýsingar.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:44

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sveinn tekstinn er hér úr viðskiptasíðu Mbl. laugardaginn 24/11/07:

“Er í skýrslunni bent á að þrátt fyrir að í lánasafni Kaupþings sé nokkuð um áhættusöm lán þá þurfi Kaupþing að afskrifa meira en 12% af heildarlánasafni sínu til að fara í greiðsluþrot og líkur á að svo fari séu hverfandi. Þá geri lausafjárstýring Kaupþings ráð fyrir því að bankinn geti fjármagnað sig sjálfur til 360 daga. Þá sé líklegt að bankinn búi yfir frekari öryggisventlum sem geri lausafjárstöðu hans til lengri tíma trausta“

Ívar Pálsson, 25.11.2007 kl. 21:20

5 identicon

Þú varst sannarlega sannspár á þessum tíma, en ekki margir hafa haft trú á þessu þá held ég. Menn hafa verið algerlega blindir á hættumerkin hérna undanfarið. Ríkisstjórnin talar um "aðhaldssöm fjárlög" en þau eru 20% hærri en á síðasta ári. Fyrir mánuði spáðu menn að hlutabréfamarkaðurinn yrði 40% upp á árinu, en það verður gott ef hann verður yfir núllinu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 21:01

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Sveinn, uppgjörin fyrir 4. fjórðung 2007 verða ekki uppörvandi. Ég reyndi að fá að "shorta" CDS Kaupþings þarna þegar punktarnir voru undir 30 en var ekki nógu fylginn mér, annars væri ég á Cayman- eyjum núna! Öðru nær, lífeyrissjóðurinn  minn ofl. er hjá þeim, þannig að ég óska þeim alls hins besta.

Ég er ekki einn af þeim sem held að eyðsla ríkisins hafi afgerandi áhrif, aðallega vegna þess að mun stærri áhrifaþættir, spekúlantar og gengi jens (og núna dollars) ráða okkur. 

Tengillinn hans Baldurs hérna efst um afleiður er stórgóður, fínt yfirlit. 

Ívar Pálsson, 26.11.2007 kl. 23:48

7 identicon

Annað mál Ívar, telurðu forsvaranlegt að FL-Group fái að kaupa TM-tryggingar? Ég held að þarna sé á leiðinni svakalegur skandall. Þarna eru ævintýramenn sem virðast lítið kunna annað en að kjafta upp hlutabréf. Norðmenn hleypa ekki hverjum sem er inn í tryggingarfélög hjá sér. TM-tryggingar verða svelgdar þarna inn og munu (hugsanlega) gufa upp.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:40

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Sveinn, nú segi ég pass því að ég þekki ekki nógu vel til málsins. Athugaðu á malefnin.com viðskipti, því að Vinni, Gordon Gekko, Jóhannes Björn ofl. þar eru nokkuð nákvæm í slíku.

Ívar Pálsson, 27.11.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband