Smá- jólabylur

Fátt er skemmtilegra en að velkjast í byl. Joladagur fjallaskidiSeinnipart jóladags tók að hvessa og þá voru fjallaskíðin dregin fram og óveðurssettið líttnotaða. Gamanið var mest við sjávarsíðuna þegar á móti blés í snjókomunni af sjónum og fór að dimma, einskonar Hannesar Hafstein- tilfinning. Næst verð ég að láta skilja mig eftir einhvers staðar á heiðum, með gervihnattasíma, GPS- tækið góða, litla NMT- símann, harðfiskinn vestfirska, Gvendabrunnavatn og tíma til að koma mér til byggða. Eins gott að einhver ykkar kaupi flugelda hjá björgunarsveitunum en ekki alveg öll hjá KR eins og ég geri. Eða kannski koma KR- ingar að redda mér þegar ég hringi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú gætir hvatt fólk til að kaupa flugelda hjá Einari áttavillta "Krossmanni" og beðið svo Guð að hjálpa þér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 05:47

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það alveg merkilegt hvað manni langar í snjó og kulda eftir marga mánuði í 30¨C og sól.  Hér skilja menn ekki árstíðarrausið í mér.  Vor, sumar, haust og vetur.  Stara bara á mig eins og naut á nývirki.  Það eru bara tvær árstíðir, SW monsún og NA monsún.

En það fer um mig sæluhrollur að hugsa um snjó og kulda.  Geta klæðst peysu og úlpu og látið sig vaða út í norðan garra.

Gleðilega hátíð Ívar til þín og þinna og takk fyrir gamla árið með ósk um árangurs- og gæfuríkt ár 2008 

Gunnar Þórðarson, 30.12.2007 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband