Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir

 
„Utanríkis- her- og varnarmálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verulegar áhyggjur afISG Adgerdalisti ástandinu í landi X og hefur því ákveðið að fara yfir það hvort það verði skoðað að axla ábyrgð á ástandinu í landinu, eða hvort yfirferð á starfi nefndar sem stofnuð var til þess að gefa álit um ástandið gefi til kynna að aðgerða sé þörf, eða hvort skoða verði gerð skýrra aðgerðaáætlana, þar sem skýlaus ábyrgð helstu aðila verður dregin fram. Umfram allt mun Ísland standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og lofar að tvöfalda framlag sitt til aðstoðar þeim sem minna mega sín á hrjáðustu landssvæðum heims og gangast við ábyrgð sinni á stríðum, fátækt og kúgun kvenna, hvar sem slíkt finnst.“

Raunstaða friðargæslu og þróunaraðstoðar

AFP Sri Lanka soldierGæti ofangreind málsgrein ekki birst einhvern daginn? Á meðan duna stríðin og áfram heldur árangurslítil leit okkar logandi ljósi að landi þar sem raunveruleg þróunarsamvinna og friðargæsla getur farið fram, þannig að æ fleiri milljarðar króna okkar finni sér skilvirkan farveg. Sú leit er erfið, því að almenningur í stríðandi löndum hrjáist mest en nær ómögulegt er að koma þeim til hjálpar, þar sem stjórnvöld á staðnum leiða gjarnan ástandið. Friðargæsla er ófriðareftirlit, þar sem horft er á óskapnaðinn gerast án þess að mega hleypa af skoti nema til varnar sjálfum sér sem áhorfanda. Í þróunarsamvinnu er okkur leyft að sjá um uppbyggingu sem stjórnvöld viðkomandi lands ættu að sjá um, en eyða drýgsta hlutanum í hernað eða í sig sjálfa. Þessi hlaup hamstursins í hjólinu ber að stöðva, enda tilgangslaus.

Helvíti í Paradís og fleiri staðir

ÍEins demantur Lesbók Morgunblaðsins í dag á bls. 8 er að finna stórgóða grein rithöfundarins Bergljótar Arnalds (sem færði okkur, þmt. börnunum mínum, t.d. hina skemmtilegu og þörfu bók Stafakarlana). Greinin fjallar um veru hennar í Austur- Kongó, sögu svæðisins og það „Helvíti í Paradís“ sem þar er að finna, með öllum sínum náttúruperlum, stríðum, demöntum og spilltu herforingjum. Fyrir mér er landið dæmigert fyrir Mið- Afríku, þar sem hringavitleysan er óendanleg og líklega órjúfanleg.  Flestir Íslendingar sem hafa kynnst þessu staðfesta jafnan þessa skoðun mína, en eru oft það bundnir trúnaði við stofnun sína eða líta samt á starfsemina sem nauðsynlega vegna starfs síns að fjárausturinn heldur áfram.

Aðrar ráðstöfunarleiðir

Finnast einhverjar leiðir til þess að eyða þessum 8-10 þúsund milljónum á annan hátt á Íslandi? Eða bara að eyða þeim ekki? Láttu þér detta eitthvað í hug.


mbl.is Einn Íslendingur verður á Srí Lanka fram í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Frábært anti-doublespeak.

Baldur Fjölnisson, 19.1.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Rummy

Einfeldingslegt.  Erfitt getur að koma í veg fyrir, leysa eða stöðva átök og því vilt þú ekki gera tilraun til þess. 

Ert líkast til þar með þeirrar skoðunar að stjórnendur einstakra ríkja eigi að fá að hafa það að tómstundagamni að drepa íbúana (einstaka hópa eða jafnvel heildina) og að ríki geti farið með hernaði gegn grönnum sínum án þess að alþjóðasamfélagið láti sig varða það?

Eða er það bara litla Ísland sem á ekkert að leggja af mörkum og láta önnur ríki um það? 

Rummy, 19.1.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Rummy, disneyland greiningar duga ekki lengur. Þú verður að reyna að gera betur.

Baldur Fjölnisson, 19.1.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Rummy

Þetta er ekki svar.

Rummy, 19.1.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta disneylandbull í þér er ekki svara vert. Þarf að stafa þetta ofan í þig?

Baldur Fjölnisson, 19.1.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Rummy

Ef þetta blogg er á þessum nótum þar sem svarað er með ónótum þá er það ekki tímans virði.  Ef þetta er svona ómerkilegt sem ég skrifaði þá hlýtur þú að geta bent á hvað er athugavert við það án þess að vera með sandkassakomment.  Annars ertu bara hlægilegur.

Rummy, 19.1.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jafnvel Björn Bjarna og Stebbi Friðriks hafa gefist upp á að blaðra um þessa disneylandheimsýn þína, Rummy. Segir það þér virkilega ekkert?

Baldur Fjölnisson, 19.1.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kannski nenna Ívar eða einhverjir aðrir að ansa bullinu í þér. Það verður að koma í ljós.

Baldur Fjölnisson, 19.1.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Rummy

Já ég sá það ekki fyrr en ég leit á síðuna þína að þú ert vitfirringur.  Enjoy.

Rummy, 20.1.2008 kl. 00:31

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Rummy, hefur reynslan ekki sýnt að hernað þurfi gegn hernaði? Þar höfum við ekkert að gera. Við leyfum stjórnendum ríkja ekki að gera eitt eða neitt, vegna þess að við ráðum því ekki. Þeir urðu stjórnendur af einhverri ástæðu og við getum ekki steypt þeim, enda hafa þannig tilraunir BNA jafnan endað með enn meiri ósköpum. SÞ ætlar ekki að falla í þannig gryfjur, kannski réttilega, en á meðan heldur leikritið áfram, t.d. í Súdan. Stærsta mýtan í gangi er sú að SÞ virki í þessum málum.

Ívar Pálsson, 20.1.2008 kl. 00:32

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er mikil trúverðugleikakreppa hjá "low-IQ fascist morons" um gjörvallan hinn vestræna heim og skapvonska áhangenda þessarra treggáfuðu fasista mun áreiðanlega brjótast út hér á bloggunum í vaxandi mæli.

Baldur Fjölnisson, 21.1.2008 kl. 14:39

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Baldur, vinsamlegast ekki fæla fólk frá því að koma með athugasemdir á bloggi mínu. Vísaðu þá frekar  yfir í þitt blogg þar sem hægt er að bölsótast að vild.

Ívar Pálsson, 21.1.2008 kl. 14:47

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Leitt ef ég hef móðgað pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna en það er nú óþarfi að fara á límingunum Ívar minn.

Baldur Fjölnisson, 21.1.2008 kl. 18:32

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Ætli maður hangi ekki saman eitthvað áfram, Baldur! Ég var ekki að gagnrýna efnið, heldur kannski framsetningu þess. Það finnst engum gaman að hreinu karpi, amk. ekki mér.

Ívar Pálsson, 21.1.2008 kl. 18:43

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er mitt síðasta innlegg hér og ég þakka viðkenninguna.

Baldur Fjölnisson, 21.1.2008 kl. 23:45

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Baldur, þú misskilur mig. Ég sagði að ég hangi saman (fari ekki á límingunum), átti ekki við okkur. Mér finnst innlegg þitt oft hressilegt og langoftast vel dýpra en almennt sést, þannig að þér er velkomið að halda áfram með slíkt. Ég var bara að biðja um það að ekki sé rifist í einhverju ping- pongi eins og þið Rummy hér fyrir ofan.

Ívar Pálsson, 21.1.2008 kl. 23:52

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Varla.

Baldur Fjölnisson, 21.1.2008 kl. 23:54

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Friður við ívar

Baldur Fjölnisson, 22.1.2008 kl. 00:07

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Baldur, shalom sömuleiðis. Nú fletti ég upp merkingu þess: Completeness, wholeness, health, peace, welfare, safety soundness, tranquility, prosperity, perfectness, fullness, rest, harmony, the absence of agitation or discord.

Ívar Pálsson, 22.1.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband