Bláfjallaklúðrið nær hámarki

Um 10.000 manns fengu loks að kenna á stjórnleysi borgarinnar í Bláfjöllum þegar fólki var stefnt þangað í blíðunni til þess eins að verða vitni að skólabókardæmi um afleiðingar nefndaklúðurs og umræðustjórnmála, sem ég benti á í gær (hér) og áður (hér). Það stefndi í þessa óstjórn síðustu vikurnar, en náði núna ákveðnum toppi, þar sem öruggt má telja að drjúgur hluti þessa fólks finni ekki hjá sér löngun til þess að heyra minnst á Bláfjöll í bráð og blóðþrýstingurinn eykst þegar minnst er á (ó)stjórn skíðasvæða borgarinnar. Það er engin furða að Reykjanesbær skyldi slíta sig úr samstarfinu um rekstur svæðanna. Á meðan er Skálafellssvæðið látið grotna niður, en Kolviðarhólssvæðið fór undir hitaveituframkvæmdir. Manni eru því allar bjargir bannaðar.

Hringnum lokað?

Nú er þetta komið í heilhring frá drífandi sjálfboðaliðum sjöunda og áttunda áratugarins, sem virkjuðu kraft ungmenna í íþróttafélögum til þess að skapa skemmtilegt umhverfi í fjöllunum til skíðaferða og annarrar útiveru. Það endar þá líklega með því að skíða- og brettaáhugafólk hói sig saman um kaup á gömlum traktor og hampiðjukaðli, dragi fram klemmurnar góðu (ég á eina ennþá) til þess að hanga á kaðlinum og geti þá athafnað sig að vild, án þess að bíða í klukkutíma röð í bílnum, eða að kaupa miða, fara í skíðalyftu eða að komast burt.

Skemmtið nú skrattanum og segið okkur sögur af því hvernig þetta gekk í gær!


mbl.is Bílaröð í Bláfjöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ferðafélagið fall

Fór í gær. Mikil traffík en allar lyfturnar voru opnar þannig að það tók aðeins um 5 mín að kaupa miða á svæðið og 2-3 að bíða í röð í nýja stólinn. Veðrið var æðislegt og starfsfólkið gerði sitt besta til að gleðja þá 10.000 sem mættu. Ég sá engan með fílusvip í fjallinu. Kannski hefðir þú átt að skella þér upp í fjall í staðinn fyrir að pirrast á því fyrir framan tölvuna.

Ferðafélagið fall, 21.1.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Aron Reynisson

Ég get nú ekki annað en tekið undir með Ívari.  Það er til háborinnar skammar hvernig er staðið að rekstri skíðasvæðanna.  Afsökunarlistinn er tæmdur að mínu mati.  Að kenna Lögreglu (eða skorts á nærvist hennar) um umferðaröngþveiti gærdagsins er vægast sagt dapurlegt.

1. Það voru ekki næg bílastæði fyrir allan þennan fjölda.

2. Það var enginn að stjórna umferð á svæðinu.  Sú einfalda ráðstöfun að setja einstefnu á veginn upp á bílastæði fyrir neðan Fram og láta fólk aka hring hefði dregið úr þessu öngþveiti.

3. Það var ekki búið að ryðja veginn í Hafnarfjörð.

4. Það var lokað í Skálafelli þrátt fyrir nægan snjó.

Nú er mál að þeir sem sjá um þetta hysji upp um sig brækurnar og taki hendurnar úr vösunum.  Þetta gengur ekki lengur.

Aron Reynisson, 21.1.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er nú gott að Fallferðafélaginn náði að koma nógu snemma til þess að losna við raðir. Stólalyfturnar í Kóngsgili áttu ekki að vera opnar skv. upplýsingum skíðasvæðanna í síma og á vefnum. Ég hefði kannski átt að hunsa leiðbeiningar þeirra, amk. geri ég það næst. Mynd Mbl. sýnir óralanga röð í nýju stólalyftuna.

Ívar Pálsson, 21.1.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef ekkert að segja...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.1.2008 kl. 16:47

5 Smámynd: Snorri Bergz

Sammála þér félagi. Þessi nefndaárátta og umræðustjórnmálaþras gerir borgina nánast stjórnlausa. Hef oft bloggað um þetta, svo og aðrir.

Og það sem mig snertir best er, að R-listinn hafði á sínum tíma nær gengið af skákiðkun í Reykjavík dauðri, (ríkið reddaði því sem reddað varð) fyrir utan eitt gæluverkefni sem hrundi síðan.

Síðan kom D-F meiri hlutinn og þá keyrðu sjálfstæðismenn í gegn endurreisnarprógramm með stuðningi stórfyrirtækja, svokallaða Skákakademíu Reykjavíkur.

Hún var að bresta á, þegar Bingó stakk af. Og nú er þetta mál dautt í nefndum og umræðuráðum og ég veit ekki hvað. Og Bingó segir bara: "þetta er í nefnd" og ekkert gerist.

Það kostar að hafa svona marga flokka, sem allir þurfa að koma sínu fólki að í nefndir og ráð. Bitlingaborgarmeirihlutinn mun gjörsamlega klúðra þessu og fær vonandi aldrei að stjórna hér málum aftur.

Snorri Bergz, 21.1.2008 kl. 17:20

6 identicon

Hverjum ertu að kenna þetta um Ívar? voru það ekki bingi og gísli marteinn sem sögðu upp öllu starfsfólkinu til að spara. varla hefur það verið forgangur að koma þessu öllu af stað aftur uppá von og óvon með snjóinn.það vantar fólk í ýmis önnur nauðsynlegri störf.. og nú á allur snjórinn að fara í kvöld. það hefði verið grátlegt að vera nýbúið að endurráða allt stafið til að sitja  heima. 

er ekki annars gott skiðasvæði á akureyri, það tekur ekki langan tíma að keyra þangað.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:23

7 Smámynd: Ívar Pálsson


Snorri, lausnin er kannski í fréttunum í kvöld!

En Þorsteinn, það lá fyrir í upphafi sl. vor að engir fastir starfsmenn voru á staðnum. Samt er ekki gripið til viðeigandi aðgerða að vera viðbúnir snjónum ef hann kemur, hvort sem starfsfólk er fastráðið eða lausráðið. Fjárfestingar upp á hundruð milljóna biðu notkunar, en opnað var klukkan fimm eða yfirleitt ekki neitt. Já, Akureyri kemur sterk inn!

Ívar Pálsson, 21.1.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband