Gore er ræðusnillingur

Ég er þakklátur Glitni fyrir tækifærið að fá að sjá þennan einstaka ræðusnilling og hópstjórnanda, Al Gore. Hann heldur athygli manns vel, er klár og fyndinn, en er fyrst og fremst með stjörnu- sölumannshæfileika sem hann nýtir til fulls í þessari herferð sinni til myndunar kolefnis- losunarkvóta í heiminum.

Það er erfitt að hrífast ekki með straumnum sem hann vill að flæði um alla jörð, þar sem krafa um höft er vafin í silkiumbúðir hins mjúkmælta. Þetta er einskonar skírlífisbelti með smargöðum. Það lítur út eins og skartgripur, en kemur samt í veg fyrir getnað.

Skynsamt fólk gæti tekið upp á því að aðhyllast heimshlýnunarkenninguna í kjölfarið. Það gæti jafnvel haft rétt fyrir sér, þótt ólíklegt sé. En þær aðgerðir til breytinga veðurfars á jörðinni sem Al Gore og Co. vilja að við samþykkjum (og gera hann enn ríkari), aðallega með kolefnilosunarkvóta,  ætti ekki að taka einu sinni til umhugsunar, því að þær minnka hagvöxt og valda hungri og styrjöldum. Förum bara vel með það sem við höfum.


mbl.is Þróun sem hægt er að stöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Úr viðtali við Gore sem lesa má hér:

"Question:

There's a lot of debate right now over the best way to communicate about global warming and get people motivated. Do you scare people or give them hope? What's the right mix?

Answer:
 
I think the answer to that depends on where your audience's head is. In the United States of America, unfortunately we still live in a bubble of unreality. And the Category 5 denial is an enormous obstacle to any discussion of solutions. Nobody is interested in solutions if they don't think there's a problem. Given that starting point, I believe it is appropriate to have an over-representation of factual presentations on how dangerous it is, as a predicate for opening up the audience to listen to what the solutions are, and how hopeful it is that we are going to solve this crisis.

Over time that mix will change. As the country comes to more accept the reality of the crisis, there's going to be much more receptivity to a full-blown discussion of the solutions".

Er virkilega í lagi að ýkja til að ná athygli? 

Ágúst H Bjarnason, 8.4.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fróðleg lesning um rangfærslur í kvikmynd Gore:

Dómarinn við High Court í London benti á 9 rangfærslur ("error") í kvikmyndinni.  Þær voru víst öllu fleiri.

Christopher Monckton of Brenchley: 35 Inconvenient Truths

Ágúst H Bjarnason, 8.4.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Þarfagreinir

Ýkja hvað, Ágúst H?

'An over-representation of factual representations on how dangerous it is' þýðir 'of mikið af staðreyndasýningum á því hversu hættulegt það er', svona gróflega þýtt.

Í samhenginu þýðir þetta þá væntanlega of mikið af staðreyndasýningum miðað við umræðu um lausnir. Samhengið er sumsé það að margir í Bandaríkjunum eru ekki sannfærðir um hina 'meintu' hættu.

Hann er því ekki að tala um að ýkja neitt efnislega, heldur hamra og hamra á 'áróðrinum', eins og margir vilja víst kalla þetta.

Þannig skil ég alla vega enskuna. Veit ekki með þig. 

Þarfagreinir, 8.4.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er bara klassísk díalektík að búa til krísur til að geta komið með fyrirfram ákveðnar lausnir þannig að þeir sem aðhyllast slíka hugmyndafræði sjá örugglega ekkert athugavert við að ýkja til að ná athygli.

Til aukins skilnings á nýfasistum nútímans og aðferðum þeirra mæli ég með afar góðum ævisögum; Mussolini eftir Bosworth, Stalín eftir Radzinsky og Hitler eftir Toland. Ævisagt Franco eftir Preston er líka góð. Það er yfirleitt farið fínna í hlutina nú á dögum en pólitíska hugmyndafræðin er beisíkallí hin sama þá og nú.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 13:16

5 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Fundargestir voru flottir á jeppunum sínum sem þeir lögðu upp á gras í kringum háskólabíó og hótel Sögu...

Erna Bjarnadóttir, 8.4.2008 kl. 15:51

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Það var eins og að vera staddur á framboðsþing Demókrataflokksins til forsetakosninga. Gore lagði meiri þunga á orð sín í lokin og manni fannst að næst kæmi: „Einn heimur, eitt ríki, einn leiðtogi“! Síðan dynjandi lófatak og nokkrar milljónir dollara í kassann vegna kvótasölu og betra gengis jarðvarmafyrirtækja. Síðan mæra þeir vinirnir hver annan, forsetinn, Gore, UN- stjórinn og verðlaunaelítan, sem hengir medalíur hvert á annað í kross. Færast á spjöld sögunnar fyrir það að sólunda fé og tíma skattborgaranna, hverra hagsmuna þau áttu að gæta. Hver gætir þeirra fyrir okkur, þegar kvótabraskarar heimsins vilja ekki skammta okkur ríflega fyrir leiðandi umhverfismálin okkar?

Ívar Pálsson, 8.4.2008 kl. 16:16

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ívar, OFF TOPIC, eitt mjög svo mikilvægt atriði í sambandi við jenið og carry trade sem kannski gleymist; sl. sumar kröfðust Íranar jena fyrir olíu frá stærsta viðskiptavini sínum Japönum. Þá kostaði dollarinn um 125 jen en hefur síðan skiljanlega hrunið á meðan Íranir hafa þénað vel á þessarri skynsamlegu ákvörðun. Vaxandi stríðsglamur og hótanir bandar. stríðssölumanna ber alveg endilega að skoða í þessu ljósi.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 19:12

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Desember árið 2000.

Saddam Hussein gefst upp á að fá borgað í vafasömum bandar. skeinipappír og krefst evra fyrir olíuna og Írakar þéna vel í framhaldinu þegar dollar hrynur gegn evru. Hollywoodsjóið 11. sept. 2001 og tryllingslegar stríðslygar gegn Afganistan og Írak (sem flanka ÍRAN) ber að skoða í þessu ljósi.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Baldur, takk fyrir ábendinguna. Olíuframleiðendur geta orðið helstu spákaupmenn gjaldeyris (eða eru það) t.d. með því að kaupa Evrur grimmt áður en þeir skipta yfir úr dollarnum eða hóta slíku. Ef þeir bregða úr og í hvaða gjaldeyrir verður fyrir valinu, þá sveiflast dollarinn í takt við það. Þeir geta leikið sér að þessu. Enda er Dubai að verða miðstöð braskheimsins núna.

Hungrið í heiminum hefur þegar komið stríðum af stað, sem sendir olíuna eflaust hærra. Þessi heimshlýnunarumræða verður því fáránlegri með hverjum deginum, því að matur og orka er öllu mikilvægari en ein gráða hitastigs eftir áratugi. 

Ívar Pálsson, 8.4.2008 kl. 19:34

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"It's about oil", en ekki síður snýst þetta allt um gjaldmiðilinn á bak við megnið af olíuversluninni í heiminum (og megnið af verslun og verðmyndun með önnur hráefni og matvæli) sem sagt bandaríska dalinn. Hann hefur því verið undirstöðugjaldmiðill heimsins frá því seinni heimsstyrjöldinni lauk og gert Bandar.mönnum kleift að safna endalausum skuldum og vera með endalausan hallarekstur - á annarra kostnað. En síðustu 1-2 áratugina hefur þessi svikamylla verið að hrynja með bættri almennri upplýsingu og minnkandi áhrifum ruslpósts (sem eitt sinn kallaðist því virðulega nafni fjölmiðlar) og keyptra og ókeypis pólitískra leppa innan BNA og utan. Eftir að evran kom til sögunnar rétt fyrir síðustu aldamót hefur hún orðið smám saman verið að taka við af dollar sem viðmiðunargjaldmiðill enda risið úr 0,80 í tæplega 1,60 síðan. Þetta eru massífar breytingar á tiltölulega skömmum tíma enda hraði nútímans gífurlegur og smjörklípur og stríðslygar eftir því.

Þegar skuldapappíraframleiðsla er mikilvægasta starfsemi í einu landi er fallandi gjaldmiðill alvarleg krísa eins og vel sást hér á dögunum í örvæntingarfullu spinni. Þeir sem engan hernaðarmátt hafa verða að láta duga að reyna að kjafta sig út úr vandanum. Öflugasta herveldi heimsins hefur haft önnur og öllu róttækari úrræði eins og við höfum séð.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 20:05

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

I think you get the picture ...

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 20:33

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Raunveruleg verðbólga er ekkert annað en offramleiðsla peninga (skulda) gagnvart því sem hægt er að kaupa fyrir peningana. Þetta sést með sérlega glöggum hætti á samspili olíu og annarra hráefna gagnvart dollar og ætti þá jafnframt að segja ykkur að kjaftaglamur keyptra svok. hagfræðinga sem eru útskrifaðir án hagfræðiskilnings úr gerviháskólum á í mesta lagi framhaldsskólastigi - er verra en gagnslaust. Upplýsing er það sem við þurfum, ekki blekkingar og opinber ruglandi.

Baldur Fjölnisson, 8.4.2008 kl. 22:47

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér er vísa sem ég samdi áðan og setti hjá Ágústi H.:

Hvernig ætli færi, ef við hlýddum kalli Gore?

Haftastefnan inn, en út með kjark og þor.

Horfin tækifæri en tannlaus gangnabor

Titringur í heimi, sem hálfur félli úr hor

Ívar Pálsson, 8.4.2008 kl. 22:57

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið, betra svona: 

Hvernig ætli færi, ef við hlýddum kalli Gore?

Haftastefnan inn, en út með kjark og þor.

Tækifærin horfin en tannlaus gangnabor.

Titringur í heimi, sem hálfur félli úr hor.

Ívar Pálsson, 8.4.2008 kl. 23:00

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það virðast flestir ætla að flykkja sér á bak við delluna enda einn besti sölumaður heims fremstur í flokki að boða fagnaðarerindið.

 Flott vísa!

Georg P Sveinbjörnsson, 8.4.2008 kl. 23:35

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það gaman að sjá hvernig elskendur bruðlsins láta sig dreyma um endalausan hagvöxt byggðan á jarðefnaeldsneyti sem sannanlega mun ganga til þurrðar jafnt og þétt upp úr 2010. Eftir það verður æ dýrara og erfiðara að finna þetta eldnsneyti og vinna það en fylgjendur óbreytts bruðls trúa á að það muni auka hagvöxt.

Bílaflotinn fyrir utan Háskólabíó endurspeglar það hvernig við Íslendingar gerum helst ekkert nema við getum grætt á því í núinu. Það er einföldun að segja að umhverfisverndarfólk sé allt á slíkum bílum.

Margt umhverfisverndarfólk er á litlum og sparneytnum bílum eða jafnvel reiðhjólum. Sjálfur kom ég á fundinn í Háskólabíói á minnsta bíl landsins með minnstu bílvél landsins og tek sneiðina um bílabruðlið ekki til mín.

Gore flytur mál sitt eins og verjandi eða sækjandi í máli, tínir aðeins það til sem hentar málstað hans um sumt orkar tvímælis. Þar sem Grænlandsjökull er nú er til dæmis lægð vegna fargs jökulsins, sem er svo djúp, að bráðni jökullinn verður mest af honum eftir sem vatn í þessari lægð og mun því ekki valda þeirri miklu hækkun sjávar sem Gore talar um.

Ég hef ekki heyrt hærri tölur um sjávarborðshækkun en einn metra, en það þýðir samt tilflutning 100 milljón manna og tilsvarandi vanda.

Mér finnst dásamlegt tákn um þanþol hugans hjá sumum, hvernig þeir ætla endalaust að afneita augljósum staðreyndum í loftslagsmálum.

Meðal annars segja þeir að Gore og félagar séu aðeins gróðapungar sem ætli að græða á umhverfismálum og þess vegna sé lítið að marka þá.

Í hinu orðinu er sagt að með stefnubreytingu í umhverfismálum fari allt í kaldakol og allir tapi.

Ómar Ragnarsson, 9.4.2008 kl. 11:10

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Georg og þakka þér Ómar fyrir innlegg þitt. Varstu að launa mér sætið sem ég benti þér á á Gore- sýningunni?

Ómar, ýmsir umhverfisverndarsinnar fagna dýrari jarðefnaeldsneyti af því að þá flýtir markaðurinn sér meir í átt til annarra lausna, sem eru dýrar í dag en teljast þá hagkvæmar. Ég amast ekki yfir amerísku pallbílunum (nema sem hættu í umferðinni með háa stuðara), enda er það verst fyrir þá sem eiga þá. Þú varst nú frumkvöðull með Trabantinn (eða var það Wartburg?), ekki satt? Ég skil aldrei af hverju þeir settu ekki bara síur á hann og héldu áfram framleiðslu. 

Ég bý alveg við sjávarsíðuna en hef engar áhyggjur af þessum metrum hans Gore. Öldurnar hafa komist eitthvað nær á þessum 50 árum hér, en við byggjum þá bara betri varnargarð. Enda minnist Gore ekki á það að IPCC segir 1990 jafnvægi sjávarmáls ekki náð nema á amk. 200 árum, líklega 500.

Ein augljós staðreind um Gore er sú að hann og hans fyrirtæki gera út á væntanlegan kvóta í loftlagsmálum og leggja mikið undir að það náist. Það grefur undan trúverðugleika hans, þar sem andstæð gögnu eða sannanir hljóta að falla til hliðar. Kvótinn fær ekki fast verð fyrr en BNA og Kína staðfesta eitthvað í líkingu við Kyoto. Gore verður að ná því til þess að margfalda sína USD 100 milljónir dollara, en hann átti bara 1 milljón rétt eftir kosningarnar. 

Ívar Pálsson, 9.4.2008 kl. 12:13

18 Smámynd: Ívar Pálsson

Maður getur víst ekki leiðrétt athugasemdir, en vinsamlegast athugið að staðreynd er með ypsiloni!

Ívar Pálsson, 9.4.2008 kl. 12:15

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Olían er í nýjum toppi í dag, núna á $111.35.

Hún lítur afar vel út tæknilega séð og má áreiðanlega fara að ræða 150-200 dollara þó sjálfsagt sé nokkuð í það. En mér finnst ekki ósennilegt að hún festi sig uppundir 150 innan árs.

Það er fyrir löngu búið að hirða alla auðveldu olíuna og verður sífellt orkufrekara og dýrara að taka restina. Auk þess halda menn skiljanlega að sér höndum í bullandi nautsmarkaði sem fyrirsjáanlega mun halda lengi áfram og taka inn meiri gróða síðar. Það er mjög erfitt að finna fábjána í heimi hér sem selja með afslætti í algjöran seljendamarkað, helst einhverja rugludalla í ávaxtalýðveldum sem eru í sérstöku vináttusambandi við erlenda og snargeðbilaða fasista.

Ódýr olía hefur skapað hroðalega fólksfjölgunarsprengju sl. 150 ár sem er út úr öllu korti og veldur margfaldri og vaxandi umhverfiskatastrófu. Útþensla mannsins og rányrkja og eitraður úrgangur frá honum ryður úr vegi öðrum lífverum og rústar sjálfri lífkeðjunni. Þetta er fyrsta kynslóðin sem nákvæmlega engar áhyggjur hefur af því sem afkomendurnir eiga að taka við eins og glögglega sést á taumlausri græðgisvæðingu, ofbeldisdýrkun og stríðshæpi.

Baldur Fjölnisson, 9.4.2008 kl. 15:25

20 Smámynd: Geir Ágústsson

Baldur,

Farðu nú varlega áður en þú talar of hátt um ódýra olíu (eða skort þar á). Enn eru að finnast stórar olíu- og gaslindir fullar af "léttri" (auð-unninni) olíu og gasi sem verður sífellt eftirsóknarverðara að nýta.

Það sem hindrar framtíðarframboð af olíu helst eru ríkisstjórnir (Venezúela, Brasilíu, Rússlands, o.fl.) sem smátt og smátt eru að henda hinum tæknilega þróuðu og framleiðnu olíufyrirtækjum úr landi (BP, Chevron, Exxon, Total, osfrv.).

Tæknilegar fyrirstöður, eins og dýpt brunna og fjarlægð frá landi, leysast með hinu háa verði sem réttlætir mikinn þróunar- og vinnslukostnað. Á frjálsum markaði þarf enginn að hafa of miklar áhyggjur af þeim.

Annars hryggir mannhatur þitt mína litlu sál. Hvernig væri að byrja fólksfækkun heimsins á einhverju nærtækara en öllum milljörðunum út í heimi sem þú vilt svo gjarnan að hverfi af yfirborði jarðar? 

Geir Ágústsson, 13.4.2008 kl. 13:49

21 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Olían er í nýju breikáti í dag og hún lítur mjög vel út. Eins og ég hef sagt þá má vel fara að tala um 150-200 dollara olíu í ekki svo fjarlægri framtíð.

Strámannskjaftæði Geirs er ekki svara vert enda eru þeir sem ljúga skoðunum upp á aðra ekki viðræðuhæfir.

Baldur Fjölnisson, 14.4.2008 kl. 20:57

22 identicon

Hvernig er það Ívar ertu nokkuð hættur að blogga? ég kem hérna við á hverjum degi til að ath hvort þú sért ekki komin með nýja og safaríka færslu

gfs (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:53

23 Smámynd: Ívar Pálsson

GFS, nú er maður lentur aftur eftir mikla rækjutörn á sjávarútvegssýningunni í Brussel. Það er nóg að gerast þar núna, sem tefur mig frá skrifum, en ég hef þó lesið erlendar fréttir nokkuð vel. Takk fyrir innlitin og skrifin, félagar, þetta er allt að koma hjá mér. Maður bregúr sér af bæ og hráolían fór í 120 dollara tunnan!

Ívar Pálsson, 25.4.2008 kl. 10:02

24 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta átti að vera „bregður sér af bæ“.

Ívar Pálsson, 25.4.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband