Stúdentafagnaður

Nú stefnir í stúdentafagnaði. Ég hlakka jafnan til þess að hitta samstúdenta mína og heyra um afdrif þeirra og athafnir, ekki aðeins um störf og barnafjölda, heldur jafnvel frekar um sjónarhorn á lífið og það hvað hefur þannig breyst, ef eitthvað, á fimm árum. Núna eru þetta sex fimm ára tímabil, þrjátíu ára MR stúdentar 1978, þannig að við hljótum að hafa eitthvað til þess að ræða um.MR78 Studinur5

Eitt það skemmtilegasta við það að hitta þau, er það að það þarf mun skemmri tíma en með öðrum til þess að komast beint að efninu, því sem máli skiptir. Auk þess er alltaf stutt í grínið og léttari hluta lífsins, því að við erum þá líklega fulltrúar áhyggjulausari tíma fyrir hvert annað, þar sem fæstu var tekið eins  alvarlega og síðar var gert. Eðlilega hefur lífið ekki verið dans á rósum fyrir alla, öll þrjátíu árin og jafnvel ekki einu sinni á skólatímanum, en þegar litið er sameiginlega yfir farinn veg, þá sést vonandi að það er tilgangur í þessu öllu saman, þó ekki væri nema sá að auka lífssýnina.

Þokan af sjónum í morgninum virðist hafa náð mér, þannig að ég segi þessari færslu lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Nú setti ég inn myndir af öllum stúdentum Menntaskólans í Reykjavík árið 1978 í MR78 albúminu hér að ofan. Ýta þarf þrisvar á hverja mynd til þess að fá hana skýra.

Ívar Pálsson, 17.5.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Djöfull hvað þú ert orðinn hundgamall maður.  Annars var ég á svona fermingar reunion um daginn og allir þessir "krakkar" voru nákvæmlega sömu karakterarnir og forðum.  Glimtið í augum mana týnist seint. Það var eins og við hefðum síðast talast við deginum áður, þótt sum hafi ég ekki séð í ein 30 ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband