Kremlar- sjúkrahús eða góðan rekstur?

Ætli aðalmálið varðandi sjúkrahús sé nokkuð það hvort að nýtt ofur- Kremlar Sovét sjúkrahús verðiSjukra volundarhus byggt eða ekki, heldur hvort rekstur þess kerfis sem er í gangi verði bættur eða ekki?  Væri ekki munur ef birgjar fengju greitt tímanlega, hætt yrði að skera niður við trog og heilbrigðisþjónusta færi óhindrað fram, hvort sem hún er á sjúkrahúsinu eða úti í bæ?

Skammt er síðan rætt var um tuttugu milljarða sjúkrahús, nú er það sextíu milljarðar og fer hvort eð er fram úr áætlun og rekstur þess mun krefjast mikilla útláta. Það hlýtur að vera betra að leggja aðeins meira í rekstur, tækni og samhæfingu þess sem er fyrir, ásamt því að leyfa læknum að stunda sína þjónustu að hluta í ágætishúsnæði annars staðar.


mbl.is Fresta nýja spítalanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þjóðarbúið er algjörlega gjaldþrota

1. ársfjórðungur 2008

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 2.211 ma.kr. í lok fyrsta ársf¬jórðungs og versnaði um 628 ma.kr. á ársfjórðungnum. Þessi þróun stafar einkum af veikingu gengis krónunnar, þ.e. hækkun á verði er¬lendra gjaldmiðla um 29,6% samkvæmt gengisskráningarvísitölu sem endurspeglast í samsvarandi hækkun stöðutalna um erlendar eignir og skuldir. Einstakar myntir, t.a.m. evra hækkuðu þó talsvert meira eða um tæplega 33%. Erlendar eignir námu 7.758 ma.kr. í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 9.970 ma.kr.

http://sedlabanki.is/?pageid=444&itemid=684d7b4a-7b6d-4a49-8b0c-f62d792fd59a&nextday=4&nextmonth=9

og stendur því varla í stórræðum á næstunni. Nauðsynlegt er að setja lyfjainnihald stjórnmálamanna (líka þeirra sem eru komnir í vistun í seðlabankanum) sem halda að þeir geti slegið 500 milljarða út á vita fallít bú - í opinbera rannsókn.

Baldur Fjölnisson, 7.6.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband