Hækkum orkuverð

Obama vill lækka olíuverð, en varla dugir það til langs tíma. Bloomberg- vefurinn er með ágætis úttekt á stöðu álframleiðslunnar í gær, þar sem sést að orkuseljendur eru áfram í góðri stöðu á meðan álnotendur, t.d. framleiðendur dósa og bílhluta þjást áfram vegna hás hráefnisverðs. Álverð féll þó um 12% sl. 3 vikur, en virðist ætla upp aftur.

Gasið og álið hækkarAlid urbanwoodswalker

Verð á jarðgasi hefur snarhækkað, svo að það borgar sig fyrir gasframleiðsluríki að selja gasið beint í stað þess að framleiða úr því orku fyrir álframleiðslu. Álframleiðsla minnkar vegna orkukostnaðar í Abu Dhabi, Bahrain, Kína, Texas BNA, Wales í Bretlandi og í Suður- Afríku, enda er orkukostnaður um helmingur kostnaðar við álframleiðslu. En meðalverð áls gæti hækkað um 70% út árið 2009 og heimseftirspurn eftir áli vex um 9% á ári að meðaltali.

Orkukaup í áhættulöndum

Það sem á móti kemur er að birgðir í kerfinu aukast og orkukostnaður hefur lækkað nokkuð nýlega. Enn hefur ekki borið á álskorti. Þó beinir orkuskorturinn álframleiðendum nú að afar áhættusömum stöðum eins og Nígeríu, Lýðveldinu Kongó, Líberíu og Alsír, þar sem ódýrari orku er að fá. Uppbygging álframleiðslu tekur fjölda ára, þannig að áhættan í þessum rammspilltu, stríðshrjáðu ríkjum hlýtur að teljast veruleg.

Hækkum heildsöluverð á orku

Á Íslandi hljótum við að krefjast endurskoðunar á orkusölusamningum til álframleiðslu með ofangreinda þætti í huga. Alþjóð veit að selt var á lágu verði til langs tíma. Á meðan önnur ríki þjóðnýta framleiðsluna eða hætta alfarið við hana, þá ættum við að fara að hætti siðaðra þjóða, fara fram á hækkun orkuverða ásamt styttingu á samningstímum, enda býðst í staðinn verulegt orkuöryggi á samningstímanum miðað við aðra, í ljósi nýlegra atburða.

Gleymum ekki sköttunum

Annað sem skoða má vel eru skattamál, en t.d. Century Aluminum á Grundartanga virðist hafa komið sér að mestu undan sköttum á Íslandi í ár á einum bestu álframleiðslutímum sögunnar, t.d. safnað sér áður upp tapi með stórum gjaldfærslum nýrra skála. Það verður að ríkja harka í skatttöku Íslands, því að við sem heild höfum ábyrgst verulega lán vegna orku fyrir fyrirtækin og treystum á skattekjur og orkusölu til endurgreiðslu þeirra.


mbl.is Obama vill selja olíubirgðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband