Örsaga: Barnćskan og Remingtoninn

Sumariđ međ Remingtoninn hefur veriđ međ afbrigđum gott fyrir mig, 12 ára gamlan og til í allt. Ţessi hálfsjálfvirki 22ja calibera, 18 skota riffill komst í mínar hendur eftir langan feril. Pabbi skaut rjúpur og hvađeina međ rifflinum síđan hann var ungur, síđan elsti bróđir minn Stefán, en Nóri bróđir fékk Remingtoninn ţegar Stefán fékk sér Sako riffil međ alvöru morđingjakíki.  Nóri átti góđar stundir međ Remingtoninum, sérstaklega međ fjörugum og ţjóđţekktum vinum sínum ţegar ţeir opnuđu stóru stofugluggana heima í Skerjafirđinum upp á gátt og drituđu á mávana sem flugu hjá yfir fjörunni. Ţađ var var flott, fyrst lćtin og svo fallandi mávarnir eins og orrustuvélar í stríđinu!

En Nóri er orđinn ábyrgur háskólastrákur og fjölskyldufađir, ţannig ađ röđin kom ađ mér í vor ađ fá riffilinn ţar sem ég vissi ađ gćsirnar í sveitinni höfđu gert Ragnar bónda hvíthćrđan ţegar ţćr nöguđu upp alla sandrćktina, ţannig ađ mér bar ađ fćla ţćr burt međ valdi. Ţví hóf ég sumariđ međ ţví ađ stíga alvopnađur út úr DC-3 flugvélinni á Fagurhólsmýri, nákvćmlega eins og amerísku hermennirnir í seinni heimsstyrjöldinni ađ bjarga heiminum.

Sumariđ leiđ og ţađ var ekki fyrr en í ágúst sem mér tókst ađ nota riffilinn af viti í sveitinni. Skot voru af skornum skammti, ţannig ađ ég fékk far međ Rússajeppanum í kaupfélagiđ, ţar sem allt var til, frá tékkneskum gúmmískóm upp í traktora, en ég vildi riffilskot. Ađeins fengust stutt og kraftlítil skot, en ég lét ţađ duga, enda festust löngu skotin oft og svo kom mađur 22 skotum í ef ţau voru stutt. Ţegar allir ađrir heimilismenn fóru til berja, klifrađi ég upp á hćđina sem ég sá ađ gćsirnar flugu oftast yfir. Ţar lagđist ég niđur og beiđ. Fyrir mér var ţetta eitt mikilvćgasta loftvarnabyssuhreiđriđ í seinni heimsstyrjöld og stórir hópar sprengjuvéla flugu yfir í árásum sínum. Loks birtust ţćr, um fimmtán saman í hópi! Ég beiđ ţar til ţćr voru komnar alveg ađ hćđinni og lét skotunum síđan rigna á ţćr. Sumar kipptust viđ ţegar skot fór í vćnginn, en héldu ótrauđar áfram. Ein fékk skot í búkinn og féll ađeins niđur úr hópnum. Ţá miđađi ég ađ stýriklefanum og skaut oft, en hún slapp međ skotin ţjótandi viđ höfuđ sitt. Ţetta var ćđislegt! Ţótt gćsirnar hafi sloppiđ, ţá var ţessi stund rosaleg.

Nú byrjar  skólinn  á morgun og spennan er í hámarki. Hagaskóli er framundan og barnaskólinn ađ baki. Barna ţetta og barna hitt, ég er ekkert barn í nunnuskóla lengur! Hagskćlingur skal ţađ vera. Mér tókst ađ safna góđum lubba á hausinn í sumar, ţannig ađ ég er bara orđinn ţokkalega töff. Allt barnadótiđ fór úr herberginu. Vic Morrow CombatEn hvađ átti ég ađ gera viđ öll stóru plast-mannamódelin inni í glerskápnum? Ég vandađi mig í sex ár viđ ţađ ađ líma ţau saman og mála allt nákvćmlega í mörgum lögum, niđur í hvern augastein međ eins-hárs bursta. Á kvöldin sofnađi ég gjarnan viđ endurskiniđ frá sjálflýsandi höfđum Frankenstein og Drakúla. En áđan fékk ég ţessa rokna-hugmynd. Öll módelin fóru á hólinn út í garđi. Ég var Vic Morrow í Combat- ţáttunum í Kananum, staddur í Normandí  í stríđinu. Ég skreiđ á maganum međ riffilinn í áttina ađ körlunum, sem bar viđ himinn međ sjóinn ađ baki. Ég dró skotpinnann til baka á Remingtoninum og miđađi á einn hausinn. Bang, hann splundrađist!  Lone Ranger prjónađi á hestinum međ indíánann Tonto sér viđ hliđ. Ţeir tćttust upp í kúlnaregni. Drakúla sprakk, svo Frankenstein og allir hinir. Allt í einu er ekkert eftir af barnćskunni. Ég er hreinsađur.

„Hvađa lćti eru  ţetta, er komiđ stríđ?“ kallar smiđur í húsinu viđ hliđina til mín. „Bara ţorskastríđ,“ svara ég, hrikalega fyndinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

skemmtileg saga :)

Óskar Ţorkelsson, 4.10.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Góđ saga, vel skrifuđ. Okkur veitir ekki af í dag ađ ylja okkur viđ smá nostalgíu.

Júlíus Valsson, 4.10.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Góđ saga og mćtti vel heimfćra á málefni dagsins - nú er kominn tími til ađ láta af barnaskapnum og takast á viđ ađsteđjandi vanda ađ fullorđinna manna hćtti...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 4.10.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Kćrar ţakkir, ţađ var gaman ađ rifja ţetta upp.

Ívar Pálsson, 5.10.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú hló ég dátt. Ţađ er gott ađ vita ađ einhver stendur vaktina í nostalgíugeiranum á međan ég fjasa yfir heimsmálunum og trúmálunum.

Ţađ er margt líkt međ okkur ţarna og vafalaust fleiri guttum af okkar kynslóđ. Ég var einmitt svona módelsmiđur međ eins hárs pensil og fullkomnunaráráttu einhverfs manns. Endađi í glćstum skútumódelum af Victory, Cutty Sark og Mayflower.  Ţessir ćskudraumar fengu ekki ólík örlög. Flest endađi í örlitlum plastflísum, ţegar ég sprengdi ţetta í tćtlur í Hallaportinu heima (meira hljóđ)

Svo, áđur en mađur vissi af, var mađur ađ draga fisk í brćlu út á ballarhafi, mađur međ mönnum.

Takk fyrir ţessa skemmtilegu upprifjun. Hún létti manni lund í öllu svartnćttinu, sem glymur úr öllum hornum nú. Ég er annars nokkuđ hress og bjartur. Ekki má sýta ţađ sem orđiđ er. Vonandi komast menn fljótt yfir blórabögglaleitina og snúa sér ađ ţví sem máli skiptir. Framtíđinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2008 kl. 21:36

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jón Steinar, en ţessi sunnudagur fór nú mikiđ til í umrćđur um Glitnisrugliđ.

Flúgmódelin mín fóru sömu leiđ og skúturnar ţínar. Ég batt ţau í girni af svölunum og setti kínverja inn í Spitfire og fleiri góđar flugvélar, sem fóru međ hvelli. Skipin sprungu međ Bengaleldspýtu sem var međ álímdum startbyssyskotum. Seinna stríđinu lauk ţarna fljótt um haustiđ.

Ívar Pálsson, 5.10.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég elska ţessar sögur frá ţér. Ţú veldur mér aldrei vonbrigđum. Ekki nema bara vegna ţess ađ ţetta gerist svo sjaldan. Takk fyrir ađ senda skilabođin og láta vita. Langar ađ fara fram á ađ ţú gerir ţađ í framtíđinni. Er ţađ möguleiki?

p.s. Ţessi saga er stórkostlegur kandídat í stuttmynd. Ég sé hana fyrir mér. Helst í brúnum litum.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2008 kl. 18:40

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jóna, ţetta er auđvitađ músík í mínum eyrum og hvetur mig enn frekar. Ţađ kemur mér á óvart ađ svona strákapör skuli höfđa til ţín, ţađ vćru frekar mýkri málin. En ég skal líka halda ţeim áfram! Ég lćt svo vita í skilabođaskjóđunni.

Í stuttmynd, já takk! Ég á bara ekki paninga til ţess ađ brenna, einmitt núna!

Ívar Pálsson, 7.10.2008 kl. 21:19

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha mjúku málin... en kannski á ég ekki ađ hlćgja. Sjokk fyrir mig ef ekki er hćgt ađ sjá í gegnum skrifin mín hvílíkur töffari ég er. Ţeir sem ţekkja mig myndu líklega segja ţér ađ ég vćri međ töffaraskráp en mjúk inn viđ beiniđ.

Hlakka til ađ lesa meira frá ţér. Passađu bara ađ halda ţessu til haga. Hver veit nema ađ viđ brennum peninga saman ţegar kreppan líđur hjá.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2008 kl. 22:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband