Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu

Fyrirtækin verða ekki rekin í þessu ástandi. Þrír mánuðir af handaflsaðgerðum í krónunni hafa sýnt okkur að þannig aðferðir eru sóun á tíma og peningum. Gengi krónu leitar sannstöðu sinnar, sem er veiking, EUR ISK 2008 Lokinen 500 milljarða króna jöklabréfaskuld er haldið inni með 100 milljón króna vaxtamútum til útlendinganna á dag. Þrátt fyrir það leitar gengið fyrri veikingar.

 Vonlaust er að stunda framleiðslu til útflutnings í 70% gengisflökti. Hráefnisinnkaup t.d. í rækjupillunarverksmiðju eru kannski ¾ hlutar afurðaverðsins. Gengi þess sveiflast til eftir óútreiknanlegum geþóttaákvörðunum stjórnvalda um fast gengi og síðan gjaldeyrishöft, þannig að tæpast er hægtað geta sér til um það, hvenær kaupa skuli eða á hvaða verði.

Næsta ágiskun er síðan hvenær eigi að selja, þar sem afurðaverðið ræðst þá í raun af sömu sveiflukenndu ákvörðunum stjórnvalda.  Sveiflur markaða er barnaleikur miðað við þær sveiflur sem stjórnvöld valda. Útflutningsaðilar sjávarafurða hafa nú þurft að glíma við verðfall markaða, fallandi gengi Sterlingspundsins, lánaleysi eða snarhækkuð lán og aukinn tilkostnað, en verst er líklegast ríkissveiflan og þau gjaldeyrishöft sem ríkið leggur á. Sá sem stendur í alþjóðlegri samkeppni um viðskipti með örfárra prósenta hagnaði virkar ekki  undir þessum kringumstæðum, þar sem tugaprósenta taps er von á hverri stundu eftir ákvörðun stjórnarinnar.  

Stjórnin segist síðan ætla að styðja útflutningsgreinar. Er það þá með styrkjum (okkar) og lánafyrirgreiðslu til nýrra fyrirtækja í samkeppni við þau sem fyrir eru? Besta aðstoðin felst í því að vera samkvæm sjálfri sér, láta markaðinn í friði, taka upp stöðugan gjaldmiðil strax, hætta við að ábyrgjast „skuldir óreiðumanna“  en sinna helst hlutverki sínu, samfélagsþjónustunni.


mbl.is Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Ég tek undir allt sem þú segir. Þetta er orðið eitt alsherjar klúður hérna og stefnir í að hjól atvinnulífsins stöðvist í upphafi næsta árs.

Hagbarður, 23.12.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jójó-gengið tekur á taugarnar hjá þeim sem reka út- og innflutningsfyrirtæki. Óska þér og þínu fólki gleðilegra jóla og ánægjulegs komandi árs. Takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og upplýsandi færslna.

Theódór Norðkvist, 23.12.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég þakka óskirnar og óska ykkur sömuleiðis gleðilegra jóla.

Verst að ég hef ekki verið uppörvandi, en það var með vilja gert í von um það að einhver taki aðvarirnar alvarlega forðum. En viðræðurnar á blogginu hafa líka hjálpað mér að ná skýrari mynd. Takk fyrir öll samskiptin. Maður heldur líklega eitthvað áfram...

Ívar Pálsson, 23.12.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Ég óska þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Margrét Guðjónsdóttir, 25.12.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband