Hlaupið úr spiki

Það gleður litla hjartað að hafa klárað 10 km Powerade- hlaupið sæmilega í gær eftir jólaítroðsluna. Ekknabrekkan upp í lokin er erfið, sérstaklega fyrir þau sem eru að rembast við mínúturnar og að sveifla viðbótar- smjörstykkjunum í markið á sem stystum tíma. Langtímamarkmið mitt er að geta jafnan hlaupið 10km á jafnmörgum mínútum og árin segja til um (50 mín. hjá mér), en það er niðri á flatlendi við sjóinn. Einn sextugur sem ég ræddi við hefur sömu viðmið og náði 59:59 í þessu hlaupi skilst mér!

Þetta hlaup um Elliðaárnar er skemmtilegt og hvetur mann áfram, sérstaklega svona einfara eins og mig sem hafa bara eigin svipu á sér. Brennslan tekur kipp, þannig að fiskur, salat, skyr og hafrar virka enn betur til þess að skafa af manni „miðsvetrarvörnina“.

PS: Nýju Nike skórnir, Nike Running Bowerman series eru alger draumur. Laufléttir og ekkert álag á mann eða særindi. Asics eru líka frábærir, en þessir Nike henta fótlagi mínu. Mikið er samkeppnin ánægjuleg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Það er mjög gott ef þú nærð því að hlaupa á 12 km hraða í heilar 50 min. Elliðaár dalurinn er skemmtileg leið en mæli einnig með Heiðmörk og undir Vífilstaðahlíð.

Kristján Þór Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 09:20

2 identicon

Gaman á fá þig aftur á ritvöllinn Ívar.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Kristján Þór, Heiðmörk er mjög fjölbreytileg, raunar svo að ég hef villst oft á stígum þar.

Takk, Kristinn Örn. Ég lofa bót og betrun. Manni fannst borið í bakkafullan lækinn að bæta í skrifin um hátíðarnar. En nú líður að landsfundi Sjálfstæðisflokksins og enn eru allar lestir út af sporum sínum. Það sverfur til stáls.

Ívar Pálsson, 9.1.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband