Farðu áður en bankarnir falla næst

Við hjónin héldum upp á það áðan að hafa verið gift í ómunatíð með því að fara á veitingastaðinn Basil & Lime á Klapparstíg 38. Kvöldið hófst þar með líflegum móttökum og ljúfri þjónustu. Við fórum beint í aðalréttinn (eftir óvæntan ravioli- smárétt) og ég sá sannarlega ekki eftir vali mínu: steiktur saltfiskur með himneskri stöppu (hvítlauks- tómats- ristuðum möndlum? ofl.) . Humarpastað var víst líka gott, en þessi umfjöllun er um saltfiskinn!

Víða hef ég farið um heiminn á áratugum í sjávarréttabransanum og get því fullyrt að þessi saltfiskréttur er sannarlega með þeim albestu og tel ég þá Barcelona með. Kokkurinn útlistaði aðferðina og ég læt honum það eftir þegar þið mætið þangað. Ekki sleppa því að prófa. Með ítalska húsvíninu var líka þokkalega sloppið í verði, þannig að við hófum annað ár alsæl.

Vefur þeirra er  http://basil.is/ (ath. bara sýnishorn, núna er nýr matseðill)

Við erum alveg ótengd staðnum, sáum bara viðtal í sjónvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Síðast fór ég á veitingastað við Klapparstíginn í fyrrasumar; þennan "franska" Le Rendez Vous, þar sem kokkurinn elti kúnnana með kjötexi niður Klapparstíginn ef þeir kvörtuðu, sem þó var full ástæða til.

Þessi hljómar miklu betur.  Takk fyrir ábendinguna.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 02:50

2 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Til hamingju með brúðkaupsafmælið :)

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 11.1.2009 kl. 05:54

3 Smámynd: Heidi Strand

Tíminn er fljótur að liða!
Til hamingju!

Heidi Strand, 11.1.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband