Fær sonur þinn stolið snjóbretti núna?

Bláfjöllin tóku úr manni kreppuna áðan með fínu skíðafæri og mörgum lyftum. Snjobretti flugEn einhverjir auðnuleysingjar náðu samt að eyðileggja daginn með því að stela snjóbretti sonar míns og annars stráks á meðan þeir borðuðu nestið sitt. Þessir menntaskólastrákar vaða ekki í seðlum og þetta er tilfinnanlegt tjón upp á þó nokkra tugi þúsunda króna. Mánaðarvinna að sumri, ef hana verður að fá. Sárt er til þess að vita að í skemmtilegum félagsanda að kveldi uppi á fjöllum í hríðinni sé maður ekki öruggur fyrir þjófum íþróttabúnaðar.

Fátt er til ráða. Þó er hér smá- tilraun til þess að sjá hvort sanngirnin sigri ekki að lokum eins og svo oft áður. Ég hvet ykkur til þess að taka eftir því hvort umrætt bretti komi í leitirnar og einhver fáist til þess að skila því til lögreglunnar eða að senda upplýsingar til mín á ivar@sea.is   Eða fundarlaun ef það skyldi finnast!  Hvaða von ætli maður hafi? Ætli brettið fari beint í gám út eða komist beint í umferð hér?

Rossignol bretti stolidBretti nalaegtSnjóbrettið er auðþekkjanlegt: Stórt (fyrir fullorðinn), Rossignol NOMAD tegund, skýgrátt í grunninn að ofan (mest að framan) með appelsínugulri mynd af eyðimörk aftar. Neðan er það svart í grunninn með skærgulum flekk framarlega eins og landakort.  Festingarnar eru dökkgráar en með rauðum pinna í til þess að losa um bindinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Heimur versnandi fer Ívar.  Maður hefði haldið að hægt væri að skilja eftir skíðabúnað úti á meðan setið er yfir hressingu inni.  En ég skal vera á útkikki hér.  Það færi ekki framhjá mér ef einhver væri með snjóbretti að þvælst við miðbaug.

Gunnar Þórðarson, 28.1.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Velkominn til Uganda, Gunnar. Getur þú ekki verið frumkvöðull í því eins og flestu öðru, að vera snjóbrettakóngur svæðisins?

Ívar Pálsson, 28.1.2009 kl. 10:52

3 Smámynd: Offari

Þetta er því miður slæm viðbót á slæmu ástandi. Siðhrunið er því miður keðjuverkandi

Offari, 28.1.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ææææ svo öööömurlegt. Segi eins og Gunnar, fokið í flest skjól ef skíðafólk getur ekki skilið búnaðinn sinn eftir fyrir utan skálann. 

Því miður er ekki líklegt að ég fari á fjöll á næstunni en ég mun hafa augun hjá mér hérna niðri á jafnsléttu ef ég skildi rekast á bretti sem þessi lýsing á við.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.1.2009 kl. 18:06

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ástandið er verra en ég hélt. Fimm brettum var stolið þarna á sl. sunnudag, ég veit ekki um mánudag en þessum tveimur á þriðjudeginum. Ég lagði til við stjórnstöð að grindur með festingum verði settar upp á ská utan við gluggana. En eigendur bretta þurfa að hafa hengilás með sér.

Flott síðan hjá þér, Jóna!

Ívar Pálsson, 28.1.2009 kl. 20:42

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohh ég verð svo pirruð eitthvað. Segi eins og gamla fólkið: þetta tíðkaðist ekki hér áður fyrr.

Hérna í denn þá hugsaði fólk sig ekki um tvisvar og stakk skíðunum bara niður í næsta snjóskafl í pásunum.

Það er sko engin tilviljun að fimm brettum var stolið sama daginn. Menn eru greinilega að fara gagngert á skíðasvæðin til að verða sér úti um snjóbretti. Greinilega góður markaður fyrir þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.1.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband