Norðurljósasería á 10 mínútum

Norðurljós (Aurora Borealis) lýstu upp himininn í 10 mínútur áðan og Venus skreytti líka niður viðAurora Iceland IP 2009 Jan3 22 40 sjávarrönd. Ég tók nokkrar myndir sem sjást hér í albúminu til hliðar alveg ósnertar, en laga þarf skuggann í sumum þeirra. Ýtið tvisvar eða þrisvar á myndirnar til þess að fá fulla stærð.

In the evening of January 3d 2009 at 22:32 to 22:42 I took these photos and placed them in the album on the right. They show Aurora Borealis, Northern lights, a magnificent display of magnetic sunstorms hitting the Earth's magnetosphere. The photos are taken on a Nikon D300 (on a tripod) at a 1000 setting with a AF-S Nikkor 18-200mm zoom lens wide open. Venus is also visible just above the sealine horizon in the earlier ones. I need to fix the shadow in some of them, but they are untouched here.Click 3 times on each photo for a full size.

Copyright Ivar Palsson, Reykjavik Iceland. Contact   ivar at sea.is for a full picture.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

geggjaðar myndir hjá þér kv. Bryndís og Torfi

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 4.2.2009 kl. 02:24

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Flott mynd.

Norðurljós hafa því miður ekki verið algeng undanfarið eins og fram kemur hér.

Ágúst H Bjarnason, 4.2.2009 kl. 08:28

3 Smámynd: Hlédís

Norðurljósin eru heillandi og myndirnar fínar! Takk.

Hlédís, 4.2.2009 kl. 09:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ívar minn ágæti fæ ég leyfi til að fá þessar myndir lánaðar fyrir sænska vinkonu mína sem ætlaði að taka myndir í gærkveldi en varð of sein, það var allt horfið þegar hún hafði herjað út úr mér myndavélina.  En hún hefur aldrei séð norðurljós fyrr, og langar að eiga nokkrar myndir.  Með kveðju Ásthildur kúlubúi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2009 kl. 13:28

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir jákvæðar viðtökur! Jú, Ásthildur Cesil, ekkert mál með myndirnar. Aðalmálið er útgáfa eða birtingar án tilvitnana. En ég fer svo í að skýra myndirnar betur út frá frummyndunum, sem eru í RAW formi.

Ívar Pálsson, 4.2.2009 kl. 14:14

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Heill og sæll Ívar

Má ég deila með þér uppáhaldsljóði mínu eftir Jóhannes úr Kötlum  um þessar stundir:

Hvort sem krýnist þessi þjóð

þyrnum eða rósum

Ein á köldu íss og báls

aldarslags síns guðamáls

Æ hún leiki ung og frjáls

undir norðurljósium.

Vona að skíðabretti sonarins komi í leitirnar.

Láttu endilega heyra í þér ef þið kíkið í skiðaparadísina hér í Vancouver, alltaf nóg pláss fyrir góða vini.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.2.2009 kl. 03:39

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

millikafla vantaði

Hennar sögur hennar ljóð

Hennar líf vér kjósum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.2.2009 kl. 03:40

8 Smámynd: Ívar Pálsson

„Æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum“. Takk, gaman að heyra frá þér, Jenný í Vancouver, sem við hjónin ætluðum eitt sinn að flytja til. Skemmtilegt að sjá líka myndirnar úr veislunni ykkar Grettis á bloggsíðunni þinni. Hafið það fínt þar ytra.

Ívar Pálsson, 5.2.2009 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband