Varlega með höfuðið

Sonur minn fékk heilahristing á snjóbretti í Davos í Sviss árið 2007 í fyrstu ferðinni, fyrsta daginn. Davos brettaslysMyndirnar hér til hliðar sýna þetta. Þar var faglega tekið á málinu af svissneskri skilvirkni. Meðvitundarleysið varaði í um tvær mínútur með minnisleysi fyrst á eftir. Sjúkraliði var strax kominn á staðinn, skoðaði strákinn og renndi sér með hann á sleða að kláfnum. Niðri beið sjúkrabíll, en alltaf var verið að skoða sjáöldrin og spyrja hann spurninga. Hann vissi að vísu varla fyrir hvaða vikudagur var og hvað staðurinn hét, þannig að þeir héldu kannski að hann væri í verra ástandi en hann var! Á spítalanum var hann undir stöðugu eftirliti í sólarhring og vakinn til þess að spyrja hann sömu spurninganna. Síðan tók við lega inni á hótelherbergi til loka ferðarinnar. Ekki mátti vera í mikilli birtu, ekki horfa mikið á sjónvarp eða að lesa mikið. Alls ekki reyna neitt á sig.

Við öll ferðafélagarnir keyptum hjálma og notuðum þá eftir það. Straks í upphafi kom nýi hjálmurinn sér vel, þar sem einn ungi brettakappinn í hópnum skall harkalega á höfuðið aftur fyrir sig. Ég hef alltaf verið með hjálm síðustu árin og finnst það hvort eð er mun þægilegra en ekki, enda er hægt að stýra loftútstreymi á mínum Giro hjálmi.  Erlendis nota flestir hjálm og þykir flott, enda mikil tíska í kring um það, en hér heima er enn verið að láta eins og þetta sé hallærislegt.

Venjulegur snjór er sjaldnast svona grjótharður, en mér sýnist margþjöppuð lög af bráðnum og endurfrosnum gervisnjó verða harðari en stálið í sushi- hnífi. Þannig aðstæður eru gjarnan þar sem flestir fara um eins og á byrjendasvæðum þar sem Natasha Richardson féll. Hugsanlega hefði hún lifað sitt skíðaslys af hefði hún sætt sig við og fengið álíka meðferð og sonur minn. Svisslendingarnir gengu hart eftir því að farið væri eftir þessum reglum, enda hætt við því að blæðing inn á heilann eigi sér stað.

Þetta er ekki upplifun sem sonur minn eða við aðstandendur viljum endurtaka. Við prísum okkur sæla fyrir Svisslendingana faglegu.


mbl.is Hefði getað bjargað Richardson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að deila þessari sögu..... Strákurinn þinn heppinn!! Það þarf oft ekki mikið að illa geti farið....... Ég bjó lengi í Sviss og var mikið á skíðum í Crans Montana og það er rétt að Svisslendingar eru algjörir PRÓ allt sem viðkemur öryggi og skíði. Langar líka að benda fólki á að það er líka mjög mikilvægt að láta athuga bindingarnar, í Sviss þarf maður að láta yfirfara þær einu sinni á ári að mig minnir og er fylgst grannt með í skíðabrekkunum af starfsfólki  hvort allir séu með límmiða stimplaða að bindingar séu ok. Einnig er skylda að börn eigi að vera með hjálma.

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Til skamms tíma þótti Íslendingum líka afar hallærislegt að vera með hjálm á hjóli og á hestbaki.   Það hefur sem betur fer breyst, enda er það grundvallaröryggisregla nr. 1, að skýla höfðinu þegar það er óvarið í áhættusömum íþróttum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 22:21

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hjálmur skiptir höfuð-máli! Á þrjá. Einn fyrir hjólið, einn fyrir skíðin og einn fyrir mótorsportið.

Birgir Þór Bragason, 23.3.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband