Bráðgóð grein um hjartans mál

Nauðsynlegt er hverri sálu að lesa bráðgóða grein Gunnars Skúla Ármannssonar læknis í Morgunblaðinu í dag, sem beint er gegn fyrirhugaðri lokun bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Rökin eru skýr og augljós.

Grein Gunnars Skúla hefst á þessa leið:

 

"VORIÐ 1961, snemma morguns, opnaði hjúkrunarfræðingur dyrnar á 6 manna stofunni sem afi minn svaf í ásamt fimm öðrum. Hann hafði verið lagður inn á Landspítalann í Reykjavík með kransæðastíflu þremur dögum áður. 1961 fengu sjúklingar morfín við verkjum og húsaskjól, ekki mikið meira. Því var það eðlilegt í þá daga að sjúklingar með bráða kransæðastíflu svæfu eftirlitslausir á 6 manna stofum Landspítalans. Því var það einnig eðlilegt að einhver væri látinn að morgni sem hafði gengið til náða kvöldið áður lifandi.

 

Þennan maímorgun var afi látinn, eðlilegasti hlutur í heimi, 55 ára gamall. Meðalaldur þeirra sem eru endurlífgaðir í dag er 57 ár.

 

1961 voru ekki til sérstakar hjartadeildir með þráðlausum búnaði sem fylgist með lífsmörkum sjúklinganna. Ekki voru til lyf sem bætt geta ástand sjúklinganna. Ekki til hjartaþræðing, ekki til kunnátta í endurlífgun, ekki til gjörgæsla. Ekki til hámenntað og þrautþjálfað starfsfólk. Því má fullyrða að hver einstaklingur sem lifði af kransæðastíflu árið 1961 hafi kostað Landspítalann margfalt minna en í dag. Því væri það, hreint rekstrarlega séð, mun hagstæðara að hverfa aftur til baka og taka upp þá einföldu meðferð sem var í boði 1961. Þrátt fyrir augljósan rekstrarhagnað vill enginn hverfa til gömlu tímanna. Munurinn á árangri þá og nú er svo augljós að ekki þarf að ræða málið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir ábendinguna um grein Gunnars Skúla.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 3.4.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir auglýsinguna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.4.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband