Stýrivextir aukast í 13- földun ECB

Allar líkur eru á 1% stýrivöxtum á Evrusvæðinu í dag. Þar með er Ísland „aðeins“ með 13- falda isl_vs_ecb_x13.pngstýrivexti á við Evrulönd, sem ætti að nægja IMF vel til þess að ávaxta sína dollara á kostnað þrælslundaðra Íslendinga. Vinstri IMF „stjórnin“ heldur gömlu vaxtamunarbrögðunum áfram á fullu, að tæla hvikult fé hingað sem étur upp græðlinginn.  Það er nú öll dirfskan. Hver heldur að ESB/Evru- aðild gangi með 13- földum stýrivaxtamun, sem jókst í það í dag? Látið ykkur dreyma.

 

Ef stýrivextir hér væru lækkaðir af viti, niður í örfá prósentustig eins og Jóhanna segist telja að takist, þá yrði allt vitlaust hjá eigendum IMF, aðallega amerískum bönkum sem eru nálægt því á hausnum en sáu þetta gullna tækifæri til þess að mjólka landann þurran en koma samt út sem bjargvættir og hafa stuðning ESB til hverra þeirra óhæfuverka sem til þarf að láta íslenska skattgreiðendur verða ábyrga fyrir stærstu greiðsluföllum banka í Evrópu árið 2008, 74% af heildarupphæð 10 stærstu greiðslufallanna skv. Moody‘s.

 

Hætta þarf strax þessu sjónarspili varðandi skuldir og eignir bankanna. Steingrímur J. sem telst Jónas frá Hriflu endurborinn, ætti að lýsa bankana gjaldþrota og setja eignir og skuldir þeirra til gjaldþrotaskipta. Síðan má ræða til hvaða aðgerða er gripið til aðstoðar hverjum, ekki í gegn um sjúkleg skuldabatteríin eins og þau væru okkar eigin. Vonlaust er að semja við skuldareigendur á meðan þeir sjá og heyra að ríkið telur sig ábyrgt fyrir bönkunum.

 

Það þýðir ekkert að tala um sparnað, heimilin, fyrirtækin eða neitt af viti fyrr en tekið er á skuldum bankanna af hörku. Einungis ber að ræða það, ekki ESB- aðild eða nokkra aðra draumóra. Stýrivextirnir fara ekki niður af viti í bráð. „Stjórn“ augnabliksins ræður því ekki, heldur IMF- maðurinn sem hún réð til starfans.


mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Já, hefði ekki verið heppilegra að meðhöndla alla jafnt, bæði innlenda og erlenda, innistæðueigendur bankanna hér og erlendis, aðra lánardrottna, hér og erlendis osfrv. Þá væri ekki þetta þjark um hvort við erum bófar og ræningjar. Við kæmum réttlátt fram. Allt sem hefði tapast væri að þeir sem mest áttu inni hjá bönkunum hefðu tapað meiru enda hafa þeir flestir meiru að tapa.

Guðjón Sigurbjartsson, 10.5.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað áttu bankarnir að fara á hausinn þegar markaðurinn uppgötvaði að þeir væru á hausnum (voru búnir að vera það á pappírnum lengi), og ríkið að taka við öllum þeim lögsóknum sem af því hlytist af fullri hörku. Að einkavæða gróðann en þjóðnýta tapið er glóruleysi á heimsmælikvarða.

Geir Ágústsson, 14.5.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband