Bretar örvæntu 6. okt. 2008

Mervyn King, Seðlabankastjóri Englands segir í BBC sjónvarpsþætti í dag að tveir breskir bankar hafi legiðmervyn_king_bofe.png við greiðslufalli þann 6. okt. 2008, þar sem „versta ástand á friðartímum“ skópst.  HBOS og Lloyds TSB bankarnir hefðu þá fallið, en breska ríkið lofaði að fjárfesta 50 milljarða Sterlingspunda í breska bankageiranum til bjargar. Írska ríkið hafði heitið innistæðueigendum sex stærstu banka Írlands ríkisábyrgð á öllum sínum inneignum og lánum þann 2. okt. 2008, sem gerði víðtækan fjármagnsflótta til Írlands alllíklegan. Því flæði varð að snúa við.

Ofangreint varpar skýru ljósi á ástandið á Íslandi þessa örlagaríku daga. Bretar voru í öngum sínum að stöðva fjármagnsflótta til samkeppnisaðila sem ábyrgðust innistæður, á meðan Bretar sætu uppi með ábyrgðir á innistæðum annarra sem féllu. Stórar upphæðir streymdu út á þeim tíma, jafnvel til aflanda.

Ísland var þar peð í stóru tafli. Því var fórnað fyrir meiri hagsmuni.

 

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=afWmri7ru8QM

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bretum var líka fullljóst fyrirfram um stöðu bankanna hér, þegar þeir byrjuðu að kaupa og stofna banka í bretlandi. Þeir voru marg varaðir við, en skelltu við skollaeyrum og leyfðu það.

HÉR er ágæt áströlsk fréttaskýring um ástandið og tildrög þess.  Taktu vel eftir því hvað fyrrverandi bankastjóri Singer og Friedlander segir um málið. Hann tekur af allan vafa um ábyrgð breta í málinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er gott að þessir hluti eru að koma í ljós, en það er orðið of seint, er ég hræddur um.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Miðað við að þær skuldir sem eru á svimi í heiminum, sem munu vera um 600 föld heimsframleiðslan samkvæmt www.vald.orgþá eru skuldir á við10 falda landsframleiðslu smáurar.  Í þvi samhengi er auðvelt að  sjá að "Ísland var þar peð í stóru tafli. Því var fórnað fyrir meiri hagsmuni".

Þetta er flott mynd sem Jón Steinar linkar á, sýnir kraftinn sem býr hér.  En þeir átta sig ekki á að íslendingar munu ekki lengi lifa í þeim veruleika sem nú er, hann mun verða annar og betri.  En það þarf íslending til að átta sig á því.

Magnús Sigurðsson, 24.9.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Breta vantaði fjármagn til að bjarga bönkunum sínum.  Íslendingar lágu vel við höggi, best að láta þá sjá um þá fjármögnun.  Íslenskir stjórnmálamenn sögðu: "já endilega, við getum borgað, almenningur á Íslandi er svo ríkur".

Og Steingrímur sendi Svavar til að skrifa upp á gjörninginn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.9.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessar staðreyndir sem koma fram hjá BBC, sýna okkur hvers konar skítseiði við höfum talið vera vini okkar og bandamenn. Á meðan allt var á rassgatinu hjá þeim sjálfum, höfðu þeir tíma til að níðast á okkur með hryðjuverka-lögum og fjöl-þjóðlegri efnahags-frystingu.

Staða okkar er stöðugt að styrkjast gagnvart þessum svínum og nú gildir að berjast af öllu afli gegn Icesave-klafanum. Alþingi verður að gefa YFIRLÝSINGU um að Icesave-samningnum sé rift. Í kjölfarið verður að fylgja áróðursherferð gegn Evrópusambandinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 00:51

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Breta bullurnar skulu fá makleg málagjöld.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2009 kl. 00:28

7 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég taldi reyndar að það hafi verið Darling, en þetta kom mér ekki á óvart, hvar ég las þetta efni get ég ekki munað en ég bloggaði á sínum tíma um þennan vinkil á málinu og taldi þar að höfuðpaurinn hafi verið Darling.

Þetta ætti að hjálpa Jóhönnu að koma Iceve í gegnum þingið til að þóknast þeim háverðugu Engilsaxnensku uppskafningum, sem á síðari árum hafa reynt að sannfæra almúgann um að þar fari jafnaðarmenn og talsmenn fólksins.

Þetta gæti vakið upp mikil viðbrögð sem að sjálfsögðu eru réttmæt.

Friðrik Björgvinsson, 29.9.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband