Komma- tímar, komma- ráð

Nú eru blómatímar sósíalistanna: „Öreigar Íslands sameinist gegn millistéttinni“ virðist vera slagorð ríkisstjórnarinnar þessi misserin, þegar 60% fjölskyldna hér á landi eru skuldlitlar eða skuldlausar, en árásir stjórnvalda gegn þeim eru rétt að byrja. 

 Communist Party Flikr

Þetta er fólkið sem sýndi ráðdeildarsemi á ólgutímum, reisti sér ekki hurðarás um öxl, heldur einbeitti sé að því að auka nettóeign sína, þar sem ósanngjarni eignarskatturinn hafði verið afnuminn. Eldra fólk, sem horfði upp á sparifé sitt brenna upp í óðaverðbólgu á áttunda áratugnum og fram á þann níunda, hafði þá helst sannfærst um það að best væri að auka við eignarhlut sinn í húseignum fyrir ellina heldur en að taka áratuga löng lán, enda minnki lánin einungis greiðslubyrðina tímabundið en þynni út eignina. Þetta þýddi yfirleitt nokkur mjög erfið skuldaár fyrir hina fyrirhyggjusömu, en það skilaði sér í minni eða engum skuldum að lokum.

 

Eldra fólk hafði einnig fengið forsmekkinn af því hvernig farið var með lífeyrissparnað þeirra fyrir nokkrum árum, þegar áhættugleði sjóðanna tók að aukast og eignin náði að lækka um allt að 20% en þeim voru send teppi frá bankanum á meðan bankastjórarnir fengu kaupaukagreiðslur fyrir CommunistCubismstýringuna. Lífeyrissjóðum yrði ekki treyst. Það sannast sérstaklega þessa dagana, þegar ljóst er að eignir sjóðanna hafa aftur rýrnað um tugi prósenta í hruninu mikla og falltölurnar aukast daglega með uppgjörum bankanna. Helst væri þá að treysta á erlendar eignir, þar sem krónan er fallvölt, en ekki dugir það: ríkisstjórnin vill þær til landsins og lífeyrissjóðirnir eiga víst að breytast í einhvers konar Framkvæmdastofnun ríkisins, eða bland af Byggðastofnun og Iðnþróunarsjóði að sukka í pólítískri nýsköpun. Einstaklingurinn sem lagði fyrir í áratugi getur því einungis treyst því að lífeyrisupphæðir hans verða örugglega ekki til staðar þegar á reynir, amk. ekki með vöxtum.

 

Kommunismi klaeddur uppHvar er sanngirnin fyrir þá ráðvöndu borgara sem vildu ekki taka lán fyrir hlutabréfakaupum í bönkum, heldur hreinlega borguðu upp skuldir í eignum sínum eða lögðu peninga inn á reikninga? Nú stendur til að skattleggja tekjur þeirra aftur með eignaskatti. Húseigendur sem réttilega vantreystu bönkunum, Giftist kommunistahlutabréfum og bréfadóti með uppgíruðum skuldaloforðum hverskonar völdu margir að auka við eignina.  En ríkið vill ná til þessarra einstaklinga, sem margir hverjir  eru eignasterkir en tekjulitlir. Þá mun ríkið pína þá til þess að taka ofurvaxtalán í gervibönkum til greiðslu árlegra eignarskatta, engar smá upphæðir, sérstaklega fyrir eldra fólk með nær engar tekjur.

 

Vonandi fer þessum ósanngjörnu kommatímum fljótt að ljúka. Úrræði vinstri stjórnar á slíkum tímum, sem eru hin verstu kommaráð, ganga ella gersamlega frá gullgæs íslenska ríkisins, hinni stóru miðstétt.

 

25/11/2009: Línurit frá RSK birt vegna athugasemda.Smellið tvisvar á það með bendlinum til þess að fá fulla stærð.

RSK Tiund nov2009 21


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessu lýkur ekki. Við verðum svo innlimuð í Evrópusovétið með sínum nýráðna aðalritara og dúmu með Bolsévíkum herraþjóðanna og Mensévíkum smáþjóðanna.  Ég hef veriða að bera þetta saman og það er í engu öðruvísi en gömlu sovétríkin. Aðalstéttin eða Nómenkladían og allt fyrir hendi, skrifræðið brjálæðislega, atvinnuleysi, hreppaflutningar, you name it.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nei,strákar,,   beygjum þeta lið,((((((

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2009 kl. 02:59

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Sammála Helgu.

Birgir Viðar Halldórsson, 24.11.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað verður allt skattlagt, sem hægt er að skattleggja.

Allt í nafni jöfnuðar, réttlætis og sanngirni.

Það hljóta allir að sjá, að það gengur ekki að almúginn sé sjálfbjarga, miklu betra er að ríkið "jafni kjörin" og taki af þessu ríka pakki og deili til hinna, sem "minna mega sín."

Alveg sérstaklega er sanngjarnt að taka af þeim ráðdeildarsömu og "deila" til hinna, sérstaklega þeirra, sem skuldsettu sig mest og þá ekki síður til þeirra sem sukkuðu mest.

Sovét Ísland, hvenær kemur þú, spurði skáldið forðum.

Sæluríki sósíalismans á Íslandi er að fæðast.

Axel Jóhann Axelsson, 24.11.2009 kl. 16:11

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ívar,

Ég hjó eftir þessari setningu hjá þér "þegar 60% fjölskyldna hér á landi eru skuldlitlar eða skuldlausar" 

Þetta passar ekki alveg inn í þá mynd sem ég hef af Íslandi í dag.  Samkvæmt þeim tölum sem ég hef séð eru um helmingur heimila á Íslandi sem eru í vandræðum með greiðslubyrði.  Svo þessi 60% skuldlausar eða skuldlitlar fjölskyldur passar ekki alveg inn í þá mynd sem ég hef séð svo mér leikur forvitni á að vita hvaðan þessar tölur eru komnar?

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.11.2009 kl. 18:58

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þarf ekki að fara að láta verkin tala

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.11.2009 kl. 18:59

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Arnór: Það er þjóðráð að spyrja hann Google að svona.  Hann fylgist helvíti vel með.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2009 kl. 20:31

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er undarlegt þetta 60%ríkidæmi landans í miðri kreppu.  Þarna er sennilega verið að vitna til eigna samkvæmt skattaskýrslum 2008 og í raun verið að skoða það sem var, ekki veruleikann eins og hann er. 

Þessi ríkisstjórn er ekki að jafna kjörin, þess í stað heggur hún í allar áttir.  Tilgangur hennar er að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum íslensks almennings. 

Þar skiptir ekki máli hvort þegnarnir sýndu ráðdeild eður ei, skuldugir sitja uppi með stökkbreyttan höfuðstól sem nú á að innheimta, skuldlitlir með verðlausar eignir sem nú á að skattleggja.  Auður þjóðarinnar rennur úr landi, AGS sér um heimturnar.

Fyrst og síðast eru stjórnmálamenn hugmyndasnauðir atvinnupólitíkusar.  Nú sem fyrr hugsa um það helst að halda sér á launskrá hjá þeim sem þeir telja að best borgi.

Magnús Sigurðsson, 24.11.2009 kl. 23:42

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk öll fyrir athugasemdirnar. Arnór og Magnús, já ég vitnaði til nýlegu talnanna um eignastöðu íslenskra fjölskyldna, birtar í fjölmiðlum fyrir 2-3 vikum . Verð víst að grafa það upp aftur, en flestir sáu þetta, 40% skuldlausir og 60% skuldlitlir+ skuldlausir. Skoðum það saman, en ég skildi og mundi það svona.

Ívar Pálsson, 25.11.2009 kl. 00:27

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Við nánari athugun þá er 60% fullyrðingin að ofan annaðhvort röng eða villandi. Málið er öllu flóknara og bendi ég þá helst á línuritið sem fylgir núna og á www.rsk.is (Tíund) yfirleitt. Fullyrðing mín kom líklega af því að 60% voru ekki í vandræðum með afborganir, en ég þarf að kanna það betur, ef tími gefst til. Skoðið samt línuritið hér og veltið áfram fyrir ykkur skortinum á sanngirni gagnvart þeim sem fóru hvað varlegast í skuldsetningu.

Ívar Pálsson, 25.11.2009 kl. 09:59

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Frétt á mbl fjallaði um þessa grein í Tíund, fréttina má sjá hér.

Það sem mér fannst athyglivert við svona tölfræði er það sem hún segir ekki.  Þá á ég við það hvernig hrunið snertir alla og kollvarpar öllum forsemdum þannig verður svona tölfræði í raun meira og minna marklaus í núverandi aðstæðum.

Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi þá er kennitalan mín í góðum málum samkvæmt Tíund.  En ég á og rek tvö lítil fyrirtæki sem ég er í sjálfskuldarábyrgð fyrir.  

Annað, varverktakafyrirtæki í byggingariðnaði og verslun, nú aðeins í verslun.  Hitt heldur er um rekstur  fasteigna sem leigðar eru út m.a. til ferðaþjónustu.  Ég þarf varla að tíunda útreið bygginafyrirtækisns við hrunið en það er þó nálægt núllinu hvað skuldir áhrærir en tekjufallið er upp á 70%.  Fastaeignafélagið er með stökkbreyttan höfuðstól lána ca. 80% upp en 15% hærri tekjur en fyrir hrun. 

Þar sem nánast er útilokað fyrir lítil fyrirtæki að fá lán út á eigin kennitölur, verður persónuleg staða samofin.  Það sama getur átt meira við um stóran hluta þeirra 60% sem eru talin skuldlaus eða skuldlítil.  Þar þarf ekki rekstur til, það þarf ekki annað en að benda á það ábyrgðamannakerfi sem hefur tíðkast á lánum í gegnum tíðina. 

Ef stjórnmálamenn vildu gera eitthvað sem gagnast breiðum hópi, þá ættu þeir að breita gjaldþrotalögunum.   Gera fólki sem er í vonlausri stöðu með sinn heimilisrekstur kleift að verða gjaldþrota án þess að verða hundelt. 

En í stað þess sjá stjórnmálamenn ekki aðra kosti en einhverja moðsuðu greiðsluaðlögunar sem eyðileggur allan eðlilegan markað og gerir í raun þær eignir sem þeir sjá sem skattstofna mun verðminni en tölfræðin mælir.

Magnús Sigurðsson, 25.11.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband