Svandís er með lausnirnar!

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir Ísland vilja leysa loftslagsvandann með öðrum þjóðum. Áður hefur hún lýst þessu sem forgangsverkefni, sem er þá tekið fram yfir önnur brýn verkefni. Nú er það súrnun sjávar, sem á að leysa:

 

MBL 17/12/2009 (feitletranir ÍP):

“Umhverfisráðherra sagði að þótt dregin væri upp dökk mynd af afleiðingum loftslagsbreytinga á Heimsfariband hafanna2höfin mætti ekki einblína eingöngu á vandann, heldur líka á lausnir…”.  --- “Ísland væri reiðubúið að taka höndum saman við önnur ríki sem vildu benda á áhrif loftslagsbreytinga á höfin og vildu leysa loftslagsvandann.”

----

Vísindamenn vara nú við að óheft súrnun sjávar geti hamlað viðgangi kaldsjávarkóralla, skeldýra og þörunga á komandi áratugum. Hún getur haft veruleg áhrif á vistkerfi hafsins í heild fyrir aldarlok. Vísindin segja okkur að betra sé að bregðast við fyrr en síðar. Þegar breytingar eru orðnar á efnasamsetningu sjávar gengur hægt að snúa þeim við. Því þarf að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti til að tryggja að súrnun sjávar verði ekki of mikil og óafturkræf. Hér dugar ekki að loka augunum og vona það besta. Viðkvæmt lífkerfi sjávar og framtíð barnanna okkar er í húfi.

----

“Sem ráðherra í ríki sem hefur lengi byggt afkomu sína á sjónum geng ég glöð til verka til að tryggja hagsmuni Íslendinga og velferð til framtíðar.”

------------------------

 Conveyor NAtlanticRáðherrann leggur því til að tíma ráðuneytisins og peningum þjóðarinnar verði einna helst varið í aðgerðir sem hafa enga þýðingu í næstu hundrað ár. Raunar er það svo að IPCC- nefndin var sammála um að straumafæriband jarðar vinnur svo hægt að breytingar taka mörg hundruð ár, en Svandís getur þess ekki.  Henni  láist líka að geta þess að þótt allir Íslendingar leggðust á eitt og settu allt sitt fé í það, þá breytir það engu um súrnun heimshafanna, amk. næstu hundrað ár.

 

Miklu stærri breytur eru reglulegir atburðir eins og Kötlugos og mætti þá frekar fara í aðgerðaráætlanir vegna slíkra fyrirsjáanlegra þátta. Kínverjar og Bandaríkjamenn ráða auk þess langmestu um losun gróðurhúsalofttegunda, sama hvað Svandís fullyrðir eða borgar fyrir okkar hönd.

 

Umhverfisráðuneytið hefur ærin verkefni heima fyrir, sem þola enga bið, enda atvinna og afkoma fólks gjarnan í húfi, eins og með rafmagnslínurnar um daginn. En austur ráðherrans á peningum og tíma út í loftið verður að hætta.


mbl.is Súrnun sjávar hinn „duldi vandi“ loftslagsbreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sæll.

Þú ert líklega að rugla saman súrnun sjávar og stöðvun hafstraumafæribandsins . Ég sé allavega ekki að Svandís minnist á þann mögulega vanda sem að stöðvun (eða hæging) hafstrauma myndi valda - það er allt annað mál.

Sjá á loftslag.is umfjöllun um súrnun sjávar

Höskuldur Búi Jónsson, 17.12.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Höski Búi. Nei, ég tel mig ekki rugla saman. Hringferli úrvinnslu CO2 í höfunum er svo langt vegna þess hvernig færibandið langa vinnur (sbr. IPCC). Ef það á að "laga" súrnun sjávar í gegn um breytta kolefnislosun, þá tekur það hundrað til 500 ár samkvæmt eigin módelum vísindamannanna.

Ívar Pálsson, 17.12.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband