Heitt og kalt er ekki volgt

gallupmbl_loftslags.pngGallup sýnir mismunandi áhyggjustig fólks vegna loftslagsbreytinga eins og hér sést til hliðar. T.d. hefur drjúgur meirihluti eldri VG kjósenda af kvenkyni  miklar áhyggjur vegna loftslagsbreytinga á meðan ungir sjálfstæðiskarlar missa ekki svefn yfir þeirri meintu vá. Almennt þá hafa 61% VG kjósenda miklar áhyggjur af þessu, en 27% kjósenda D- listans.  Það eru því 225% fleiri með þessar miklu áhyggjur vegna þessa hjá VG heldur en hjá D-lista. Brennheitt vatn úr öðrum krananum og ískalt úr hinum þýðir ekki að volgt vatn renni á hendurnar. Hægri höndinni er gerólíkt farið þeirri vinstri.

Ofangreint sýnir hve meðaltöl heildarhópa geta verið villandi: „Ríflega 40% með miklar áhyggjur“.  Því fer fjarri, því að 73% kjósenda D- lista, vinsælasta stjórnmálaflokks á Íslandi, hafa ekki teljandi áhyggjur af loftslagsmálum. Endalaus mötun fjölmiðla virðist ekki hafa náð að afvegaleiða þetta fólk að sama skapi og kjósendur ríkisstjórnarflokkanna, sem hafa miklar áhyggjur af batnandi veðurfari norðurhvels jarðar.

Áhyggjur okkar beinast frekar að því hve illa vinstri stjórnin fer með nútíðina, ekki það hvort ísinn á Grænlandsjökli verði minni eða meiri eftir 50-100 ár.

PS: PDF-Tengillmeð Gallup- könnuninni er í frétt MBL.is

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/01/taep_14_prosent_myndu_skila_audu/

 


mbl.is Margir hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, það voru nú ekki svona áhyggjur sem hrjáðu bankaræningjana okkar. Lifðu vel og lengi á hreinu Íslandi. Kv. Anna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Anna Sigríður. Nú er ESB búið að staðfesta að álframleiðslan okkar er sú hreinlegasta í heimi hér, en þá fullyrðingu má líka lesa á vef Umhverfisráðuneytisins.

En áhyggjur mínar af meintri hlýnun jarðar eru nákvæmlega engar. Ég minnist hafíssáranna þegar ég var um 10 ára gamall og firðirnir voru fullir af ísi. Eftir að hafa horft á nokkur eldgos og lesið um þau, þá hef ég áhyggjur af þeim.

Ívar Pálsson, 3.1.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband