Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Nagladekk í Sahara og á söndum Suðurlands

Sahara-rykUppruni svifryks í Reykjavík hefur aðallega verið sandarnir á Suðurlandi og aska af heiðunum, sérstaklega eftir eldgosin 2010 og 2011. Nú bættist gosið í Geldingahrauni við, þótt ekki sé það öskugos, en hefur oft náð að senda okkur góðar spýjur, eins og sést á svarta bílnum okkar í þurrum SV-áttum og á svörtu skýjaþykkni frá eldstöðvunum.

Ísland er rykland

Úr frétt Morgunblaðsins í dag: "Ísland er helsta upprunasvæði ryks í Evrópu. Hér eru 44.000 ferkílómetra eyðimerkur og að meðaltali er jarvegsfok hér í 135 daga á ári."..."Hægt er að greina með sérstökum tækjabúnaði hvaðan rykið er komið og meir að segja hvar á Íslandi einstök rykkorn eru upprunnin".  

Rannsaka rykið

Áður en meirihluti borgarstjórnar, Dagur & Co., grípur til frekari aðgerða og skattlagningar til þess að draga úr öryggi borgarbúa vegna nagladekkjanotkunar þeirra ætti hann að láta rannsaka svifryk gatna á ofangreindan hátt og sjá hvað safnast mikið ryk á götu sem þrifin var áður en austan eða suðaustan rok kom af heiðunum og svo eftirá.

Einhvern veginn á ég ekki von á því að sú rannsókn verði gerð.


mbl.is Rykagnir frá Sahara fjúka oft til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræði Svandísar útilokar ýmsa

CovidShot-GettyAllir fullorðnir hafa rétt á bólusetningu, skyldi maður halda, en þá kemur Animal Farm- jafnræði Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í ljós: Fólki sem hafði veikst af Covid-19 er nú neitað um bólusetningu. Allir geta mætt og fengið sprautu nema þau! Mismununin er alger.

Þrautaganga

Þrautir þess hóps sem fékk verulega að finna fyrir Covid- árinu eru miklar og þjáist sumt enn vegna þrálátra einkenna. Þar að auki eru mörg þeirra ekki með mótefni við þessum vírus og fá ekki mótefnavottorð. Vonin til þess að mynda mótefni er tekin af þessu fólki.

Fær neitun

Beðið var eftir bólusetningu, en hún fæst ekki núna, þau njóta ekki réttinda á við annað fólk. Ef þau fá ekki bólusetningu (fyrr en kannski seint og síðar meir), þá komast þau ekki til Ameríku eða annað, þar sem bólusetningarvottorðs er krafist. Sum lönd boða að veikindi fyrir ári síðan séu ekki nóg til aðgangs þangað. Heilum árgöngum er boðið, en ekki því fólki sem veiktist. En aðallega, þessi hópur á sama rétt og aðrir þegnar íslenska ríkisins.

Bjóðið þeim bólusetningu strax!

 


mbl.is „Við erum ekki alveg í stresskasti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolefnislosun tvöfaldaðist en skiptir samt engu!

DSC01915Nú þegar flæði gosefna í Geldingadölum hefur tvöfaldast, þá skipta þau 20.000 tonn af koltvísýringi (CO2) á dag engu, af því að sú losun er frá eldgosi, sem skráist ekki í reiknimódel umhverfis- ráðuneytisins. Ásamt um 20.000 daglegum tonnum í útöndun frá Kötlu eru þau samtals um 40.000 tonn á dag, utan bókhalds. Þau jafnast því á fimm dögum við árslosun íslenskra fólksbíla, eða semsagt 73 sinnum meiri CO2 losun en fólksbílarnir.

Frambjóðendum til Alþingis sem blöskrar þversagnirnar er hent út í ystu myrkur. Því liggur fyrir að landinn verður skattlagður til fjandans út af engu næsta áratuginn, kolefnistímabilið, einn undarlegasta blekkingartíma sögunnar. Sundurgrafnar götur Reykjavíkur fyrir 4% elítuna í Borgarlínunni og gjaldþrot borgarinnar marka líka sporin í söguna.


mbl.is Gasmengun aukist síðustu tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum andstæðinga Borgarlínu

Bill-BorgarlinaÖllu máli skiptir að stuðningsfólk Borgarlínu verði ekki kosið til áhrifa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til Alþingis núna, því að annars verða hörmungaráformin geirnegld næstu áratugina. Ríkið ræður miklu um þessa skuldasúpu og umferðarteppu. Mikil vonbrigði voru að sjá að frambjóðendur staðfestu stuðning sinn við Borgarlína, sem yfir helmingur Reykvíkinga segist aldrei eða nær aldrei (1x/mán.) ætla að nota.

Ef þið kusuð samt sem áður þessa frambjóðendur, reynið að koma vitinu fyrir þau með að hætta við ósköpin á meðan einhver von er til þess.


mbl.is 40% leist vel á Borgarlínuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband