DCB stjórn ef Bjarni er ákveðinn áfram

XD falkinn merkiTil hamingju Ísland með niðurstöður kosninganna. Stjórn Sjálfstæðisflokks með Framsókn og Viðreisn er rökrétt framhald, en einungis ef ESB- þjóðaratkvæðagreiðslan sem Viðreisn mun örugglega krefjast verður á þessa leið: "Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?"

Þjóðaratkvæðagreiðsla skýrt orðuð

Bjarni Benediktsson formaður hefur sem betur fer verið mjög ákveðinn í að ESB- spurningin yrði álíka orðuð ef til þessarar þarflausu þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Ekki má gefa neitt eftir í því, þar sem endalaust miðjumoð mun annars standa þeirri stjórn fyrir þrifum.

Ekki Viðreisn með utanríkisráðuneyti

Annað sem athuga þyrfti er að ef Viðreisn fengi utanríkis- ráðherraembættið (sem síst skyldi), þá geirneglir embættismannakerfið allar ESB- tilskipanir sem eftir eru ósamþykktar í gegn um EES og hefur þannig náð sigri inn um bakdyrnar. Öllu farsælla yrði ef t.d Framsókn næði að krefjast þess að Lilja Dögg Alfreðsdóttir héldi áfram sem utanríkisráðherra, enda ólíklegt að Sjálfstæðisflokkur fengi forsætis, fjármála- og utanríkisráðuneytin öll.

Ef Forseti Íslands afhendir ekki Bjarna Benediktssyni umboðið til stjórnarmyndunar, þá er eitthvað að.


mbl.is Forsætisráðherra biðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband