Evran upp um 50% á 3 mánuðum

Genginu verður trúlega haldið niðri Evra 50 prosent upp 3 manmeð handafli næstu daga á meðan nýjar aðgerðir eru kynntar. Línuritið hér sýnir hvernig Evran hefur hækkað um 50% gagnvart krónu sl. þrjá mánuði, um 0,5% á dag, upprunalega til þess að gegnisfallið verði ekki mikið við fleytingu krónu. Krónubréfunum er ekki hleypt út, amk. á meðan verkalýðsforustan og aðrir verða róaðir.

Tíma og peningum er sóað í handaflsaðgerðir í stað þess að tengjast öðrum gjaldmiðli og þróast áfram.

Smellið þrisvar á línuritið til þess að ná fullri stærð.


mbl.is Aðgerðir kynntar eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðsjáanlega sérð þú þetta öðruvísi en hagfræðingar Seðlabankans, ríkisbankana, fjármálaráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins.

Ég treysti þeim frekar, en er þeirra skoðunar að við eigum sem fyrst að snúa okkur að öðrum miðli!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Johnny Bravo

Ég er þeirra skoðunar að höft seinki bara ferlinu, það á bara að láta krónuna falla í frjálsu falli og svo eru jöklabréfa pésar farnir, með sem minnst að gjaldeyri

Þá verður stöðug styrking krónurnar í langan tíma, jafnvel 4-8ár. það má vel nota erlend lán til þess að styrka þá gengið þannig að Evran verði.  180-200kr. td.

Johnny Bravo, 29.11.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: special1

og enn eru pund til solu. Hef 10.000 a genginu 250

jmg16@me.com

special1, 29.11.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvernig sérð þú þetta, Guðbjörn?

Johnny, ef algert frelsi er og allir útlendingarnir stinga af með gjaldeyrinn, skuldum við þá ekki miklu meira en núna? Er ekki best að láta gjaldeyrinn fara meðan krónan er sterk? Þá erum við að borga minna fyrir hverja evru og dollar.

Villi Asgeirsson, 29.11.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála Johnny. 

Villi, eru þetta ekki lán sem á að borga til baka 2012? þá er gott að vera búin að hafa sterkt gengi í sem lengstan tíma.

Magnús Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband