Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili

Lífeyrissjóðirnir sem við erum neydd til þess að treysta til þess Rulettaað gæta fjár okkar stunduðu ótakmarkað fjárhættuspil í framvirkum gjaldeyrissamningum í leyfisleysi. Allir sem koma að þeim afleiðum eiga að vita að þar er um hreint fjárhættuspil að ræða, þar sem engin leið er að vita um útkomuna: hún getur sveiflast um milljarða á nokkrum mínútum. Engu máli skiptir hvort staðan sem tekin er er með eða á móti krónu, frekar en að það skipti máli hvort sett er á rauðan reit eða á svartan á rúllettuborðinu. Þegar veðjað er með krónu, þá greiðum við ofurvexti til þess að þeir geti haldið gamblinu áfram og aukið við þá skökku mynd að þetta svindl styrki krónuna.

Nú á víst að bíta höfuðið af skömminni. Nóg með að lífeyrissjóðirnir stóðu í hreinum áhættuviðskiptum, en að við eigum síðan að greiða niður þá áhættutöku með lækkunum á skuldum þeirra til ríkisbankanna er ekki sanngjarnt á nokkurn hátt, ef af verður.

Reglur um lífeyrissjóðina hljóta að eiga að lágmarka afleiðuviðskipti. En ef þau eru leyfð, þá ætti að hætta að neyða okkur til þess að greiða í þennan ófögnuð, sem engu skilar eftir að spekúlantar hafa farið höndum um þá í áraraðir.


mbl.is Hafa rýrnað um 181 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona bara að lögin sem þeir eru að setja um innlausn á hluta séreignar í lífeyri verði nógu rúm svo ég geti sótt eitthvað af mínu fé til baka. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sama segi ég. Líkurnar á fjöldainnlausn eru að vísu verulegar og þá standa sjóðirnir enn verr, en flestum er hollt að leysa þetta út og greiða niður skuldir sínar.

Ívar Pálsson, 10.2.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Til viðbótar ætti þeir sem það geta að lágmarka greiðslur sínar til lífeyrissjóða. 

Magnús Sigurðsson, 10.2.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég skil þessar umræður enda alla tíð verið svo tortrygginn gagnvart þessum sjóðum að ég hef ekkert endilega gert ráð fyrir því að það sem ég hef borgað í lífeyrissjóð verði til reiðu þegar til kemur að því að ég neyðist til að byggja afkomu mína á því sem ég er skikkuð til að leggja fyrir til að geta framfleytt mér sjálfri í ellinni.

Hins vegar megum við ekki gleyma þeim sem eru gamlir í dag og byggja afkomu sína á því sem það lagði í líferyrissjóðina. Ég veit að umræða um rýmkaðar úttektarheimildir vegna greiðsluörðugleika húsnæðislána, sem margir standa frammi fyrir núna, veldur gamla fólkinu óöryggi hvað varðar afkomu þess sjálfs.

Ég vona að spá sumra varðandi það að lífeyrissjóðirnir verði farnir á hausinn fyrir árslok eigi ekki við rök að styðjast. En ef svo fer þá vil ég frekar að gamla fólkið fái sitt fram að því en ég nái einhverju út af mínu fyrir það. Stórkostlegar úttektir geta líka að sjálfsögðu haft þær afleiðingar að lífeyrissjóðirnir fari einmitt á hausinn. Þá segi ég aftur. Ég vil frekar leggja áherslu á að gamla fólkið sé öruggt með sitt en að tefla afkomu þeirra í tvísýnu.

Ég yrði alls ekki sátt við að missa mitt hvorki húsnæði sem ég hefði kannski getað haldið ef ég hefði fengið að taka út eitthvað af lífeyrissparnaði mínum né ef ég tapaði öllum lífeyrissparnaði mínum. En eins og hlutirnir horfa við mér í þeirri stöðu sem við erum í núna þá á ég meiri möguleika en gamla fólkið. Þess vegna set ég þarfir hvað lífeyrissjóðina varðar í forgang á undan mínum.

Ég á möguleika á að vinna fyrir mér, fara annað og byrja upp á nýtt. Það á gamla fólkið ekki. Ég vil ekki bera ábyrgð á því að það þurfi að betla sér fyrir mat og treysta á hjálparstofnanir. Ég vil alls ekki hafa það á samviskunni að liður í því að þannig hafi farið fyrir það að ég gat bjargað eitthvað af mínum sparnaði með úttekt úr sjóði sem er grundvöllur lífsafkomu þeirra.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.2.2009 kl. 02:57

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér finnst þetta reyndar við fyrstu sýn furðu vel sloppið. Bankarnir gufuðu jú endanlega upp á tímabilinu ásamt megninu af leifum hlutabréfamarkaðarins hér heima. Og erlendir markaðir hríðféllu líka. En síðan veit ég ekkert um gæði þeirra eigna sem eru þarna eftir eða hvort eignfærslan er í sambandi við veruleikann. Löggiltir endurskoðendur presentuðu jú fína reikninga bankanna, sem seðlabanki og fjármálaeftirlit sögðu staðfesta sterka stöðu bankanna. En síðan rúllaði það allt á hausinn skömmu síðar og þjóðarbúið með. Kerfið er langgegnrotið af stjórnmálamönnum án hugmyndafræði eða hugsjóna sem hafa verið í vasanum á siðblindum peningapúkum og afleiðingin hefur skiljanlega orðið algjört þjóðargjaldþrot. Það má vel vera að bakugginn á þessum úldna fiski, sem þetta fallít apparat er, sé ómorkinn og lífeyrissjóðirnir séu sem sagt í þokkalega góðum málum. Ég bara veit ekkert um það. En sennilega er nú hvað sem öðru líður hyggilegast að ræða og rannsaka hlutina áður en þeir fara í hnút og á hausinn.

Baldur Fjölnisson, 12.2.2009 kl. 20:36

6 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég er sammála þér Ívar.  Þetta er fjárhættuspil og ekkert annað.  Ég hef ekki skilið hvers vegna lífeyrissjóðir þurfi að stunda afleiðsluviðskipti með krónu til að verja hagsmuni sína?  Nú ef það er svo þá eiga gengisbreytingar ekki að skipta máli.  Þ.e.a.s. ef menn sníða sér stakk eftir vexti.  Það sama á við um útgerðarmennina sem stunduðu sama fjárhættuspilið.  Rök þeirra um að þeir væru að verja framlegð sína er bara bull. 

Mér finnst rétt að þetta lífeyrismál sé skoðað rækilega.  Einnig kaup lífeyrisjóða á mjög áhættusömum skuldabréfum, t.d. í Baugi.  Áttu þeir e.t.v. bréf hjá Stoðum?

Gunnar Þórðarson, 13.2.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband