Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli

Ríkissjónvarpið birti grein úr Icesave- samningnum á 17. júní. Ef Alþingi staðfestir hann, þá afsalar íslenska ríkið sér rétti til varna í þjóðarétti, en getur einungis varist í breskum einkamálarétti.  Allar eigur og réttindi ríkisins yrðu þar settar að veði án takmarkana, verði greiðslubrestur, þar sem samningurinn yrði allur gjaldkræfur. Þar mætti m.a. ganga að eftirfarandi eignum:

  • ·         Landsvirkjun
  • ·         Gullbirgðir Íslands, (sem geymdar eru í Seðlabanka Englands).
  • ·         Auðlindaréttindi í hafinu, fiskurinn í sjónum
  • ·         Varðskipin (sem mætti kyrrsetja)
  • ·         Byggingar, þjóðvegir osfrv.

Enginn íslenskur þingmaður, sama hvaða stjórnmálaflokki hann tilheyrir, getur staðfest þennan nauðungarsamning án þess að fremja landráð, þar sem um öryggi landsins er að tefla.

Við eigum annarra úrkosta völ: að gera hvað sem er annað en að staðfesta samninginn.


mbl.is Harðasta milliríkjadeilan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það verður talað um þennan góða pistil þinn á morgun, Ívar, og fleiri sem um það sama fjalla, m.a. Róbert Viðar Bjarnason og Eygló harðardóttir, einnig um þingbréfið hans Þórs Saari, sem mikil umræða er um nú þegar. Mér sýnist Samfylkingin á fallanda fæti, ekki aðeins málefnalega séð, heldur jafvel sem forystuflokkur í ríkisstjórn ...

Jón Valur Jensson, 18.6.2009 kl. 03:27

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ljóst er að  afsalið var með ólíkindum, bókstaflega enginn fyrirvari fyrir Ísland:

„Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér...

„... er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi

„... gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.“

Ívar Pálsson, 18.6.2009 kl. 08:31

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er makalaust.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 08:41

4 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Góð færsla og ég er sammála þér að það má ekki gerast að þessi samningur verði samþykktur.

Grétar Mar Jónsson, 18.6.2009 kl. 09:21

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Hvað er til ráða ungu menn,ekki fjarstýrum við liðinu.

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2009 kl. 10:20

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Helga, við verðum að reyna að opna augu alþingismanna fyrir því hvað þeim er uppálagt að skrifa undir og minna þá á ábyrgð þeirra.

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 11:50

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er orðlaus að kalla. Enda þótt allt þetta sem hér hefur verið lýst reyndist vera vafaatriði þá er hér um svo dæmalausan gerning að ræða að það mætti teljast brjálsemi að samþykkja hann.

Er þessi ríkisstjórn virkilega gengin af göflunum?

Árni Gunnarsson, 18.6.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband